blaðið - 25.05.2007, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007
blaðið
bílar
Staðan í Formúlu 1
Sæti Nafn Lið Stig (síðast)
1 Lewis Hamilton McLaren 30 (8)
2 Fernando Alonso McLaren 28 (6)
3 Felipe Massa Ferrari 27 (10)
4 kimi Raikkönen Ferrari 22 (0)
5 Nick Heidfeld BMW 15 (0)
Tvinnbílar missa stig
Umhverfisráöuneyti Bandaríkjanna mun
á næstunni breyta reglum um hvernig
meðaleyðsla bifreiða er reiknuð út. Ótt-
ast er að tvinnbílar komi mjög illa út úr
þeirri breytingu.
• Samkvæmt gömlu reikniaðferöinni voru bílarnir
látnir ganga mikinn hægagang, sem gerði tvinn-
bílum kleitt að drepa á bensínvélum sínum •
Mest seldu tvinnbílarnir í dag eru Toyota Prius og
Honda Civic Hybrid • Við eyðslutölur þeirra mun
bætast um 1,5 lítri á hundrað kílómetra
Enginn knastás?
(bílskúmum er nú mikið talað um nýja
hugmynd til að minnka eldsneytisnotkun
bifreiða. Vísindamenn trúa því að með
því að stýra ventlum með rafstýrðu
kerfi, í stað venjulegs tímareimar eða
-keðjukerfis, sé hægt að minnka eldsneyti-
snotkun og mengun véla til muna.
• I dag er knastásinn beintengdur sveifarásinum
með tímakeðju eða -reim • Knastásinn stýrir
ventlalokunum og -opnunum • Ventlarnir hleypa
lofti og bensingufu inn i sprengihólfin og sóti og
lofti út í pústið eftir sprengingu • Sveifarásinn er
tengdur bullunum sem þjappa bensfnblönduðu
lofti í sprengihólfunum fyrir sprengingu
Wýr Freelander
Um síðustu helgi var frumsýndur hér á
landi splunkunýr Freelander 2 frá Land
Rover. Orðið í bílskúrnum hermir að bíll-
inn sé sennilega sá flottasti sem Land
Rover býður upp á dag.
999 gerði BMW nokkuð sem
fáir áttu von á að endaði vel;
þeir settu á markað sinn fyrsta
sportjeppa, X5. Fyrir þá sem
efuðust og töldu að BMW ætti
bara að halda sig við fólksbíla,
kom bíllinn þægilega á óvart og varð
fljótt mjög vinsæll. Þegar leið á fram-
leiðsluna heyrðust þó raddir um að
bíllinn mætti vera aðeins stærri, jafn-
vel sjö manna í staðinn fyrir fimm, og
að fjöðrunin væri helst til of stíf fyrir
jeppa. Og af því að hjá BMW er þýsk
fullkomnunarárátta í hávegum höfð
var nýr X5 kynntur á þessu ári með
stærri yfirbyggingu og grunnplötu,
stærri vélum, nýrri fjöðrun og þriðju
sætaröðinni sem aukabúnaði. Kíkj-
um á ann.
Að utan
Nýr X5 er ekkert brjálæðislega ólík-
ur þeim gamla. Fyrir utan að vera að-
eins lengri og breiðari en forveri sinn
hefur verið skerpt aðeins á línum, til
dæmis í vélarhlífinni, til að gera hann
ákveðnari, sportlegri og hreinlega
flottari. Allt í stíl við aðrar breytingar
hjáBMW.
18” álfelgurnar, sem eru staðalbún-
aður, gera ekki bara mikið fyrir útlitið,
heldur eru nauðsynlegar til að rúma
bremsudiskana.
Hlerinn í farangursrými er tvískipt-
ur; stór efri hleri og svo lítil neðri vör
sem auðveldar fermingu og afferm-
ingu, auk þess að koma í veg fyrir að
hlutir rúlli út þegar hlerinn er opnað-
ur og að maður nuddi buxunum í stuð-
arann þegar maður er að henda inn-
kaupapokum eða golfsetti i skottið.
Að innan
Hér kveður enn við kunnuglegan
tón en þó er eitt og annað sem gleð-
ur nýjungagjarnt auga. Til dæmis er
gírskiptistöngin nú orðin rafstýrð. f
fyrstu ímyndar maður sér að hún venj -
ist illa og sé kjánaleg í notkun, en auð-
vitað hefur maður rangt fyrir sér.
Innréttingin hefur líka tekið nokkr-
um breytingum og mesti munurinn
er sennilega sá að hún er rúmbetri
en áður. Rafmagnssæti og tölvustýrð
miðstöð eru staðalbúnaður, sem og
einfolduð útgáfa af iDrive-aksturstölv-
unni sem birtir upplýsingar á litaskjá í
Búnaður og öryggi
Fyrir utan það sem hefur verið
talið upp hér að framan er bíllinn
að sjálfsögðu búinn sex árekstrarpúð-
um, stöðugleikastýringu og hægt er
að fá radarstýrðan skriðstilli sem
aukabúnað. Hann sér þá um að halda
fjarlægð við næsta bíl hæfilegri, svo
lengi sem þú ert á milli 30 og 180 km
hraða. í raun saknaði ég skriðstillis
við reynsluaksturinn, því aftur og
aftur var ég kominn aðeins yfir leyfi-
legan hámarkshraða án þess að taka
eftir því.
Loks eru svo tvær ISOFIX-barnabíl-
stólsfestingar í aftursætunum, Xenon-
perur i framljósunum og ótal fleiri
atriði sem of langt mál væri að telja
upp hér.
Aukabúnaður í reynsluakstursbíln-
um var hiti í framsætum, leðuráklæði
og toppbogar. Með því stendur bíllinn
í 7,3 milljónum. Hægt er að bæta enda-
laust við af aukabúnaði, en þá hækkar
verðið auðvitað enn meira.
Niðurstaða
Þegar nýr X5 var frumsýndur fyrr
í vor var því líkt við að Shakespeare
hefði samið nýtt leikrit. Ég mundi nú
kannski ekki taka alveg svo stórt upp
í mig, en bíllinn er byggður á góðum
grunni og þær breytingar sem hafa
verið gerðar eru til góðs. Helst að
þurfi örlítið að finisera fjöðrunina.
Ef horft er framhjá verðinu er hér
á ferðinni bíll sem mætir flestum
þeim þörfum sem bíleigendur geta
haft. Hann er rúmgóður, fjórhjóla-
drifinn, þægilegur og kraftmikill
en tiltölulega sparneytinn, góður
í akstri, fæst sjö manna og mjög ör-
uggur og tæknilega fullkominn. Og
svo má ekki gleyma því að þetta er
BMW...
• Billinn kemur til landsins með 6 þrepa Comm-
andShift sjálfskipting, leðuráklæði, loftkæling,
skriðstillir, aðgerðastýri og fleira • Vélin er 2,2
túrbódísil og skilar 160 hestöflum og 400 Nm
• Bíllinn hefur þegar hlotið 1. sæti í flokki sport-
jeppa í vali WhatCar og titilinn besti sportjeppinn
hjá Top Gear
Qashqai öruggastur
Samkvæmt niðurstöðum Euro NCAP er
Nissan Oashqai öruggasti bíllinn I sínum
flokki. [ nýlegum prófunum fékk hann
alls 37 stig, meira en nokkur annar bíll
hefur áður fengið.
Vetrarslútt 4x4
Hvítasunnugleði 1 Básum
Ferðafélagið Útivist stendur fyrir árlegri hvítasunnugleði
I Básum um helgina. Nauðsynlegt getur verið að panta
gistingu á skrifstofu Útivistar en gestir sjá svo sjálfir um
að koma sér á staðinn. Nánar á www.utivist.is.
Um helgina stendur yfir vetrarslutt Ferðaklubbsins 4x4
að Hamragörðum undir Eyjafjöllum. Þátttaka I ferðinni
er frí, að undanskildu tjaldstæði og um að gera fyrir
alla meðlimi að skella sér með. Nánar á www.f4x4.is.
miðju mælaborðinu. Mjög flott, en svo-
lítið flókið. Ég hefði til dæmis viljað að
útvarpið stæði fýrir utan þennan bún-
að. Að reyna að finna nýja stöð í fyrsta
skipti á meðan maður er að keyra er
ávísun á ergelsi og útafakstur og senni-
lega breytir maður uppsetningunni á
hurðalæsingunum í leiðinni.
Þriðja sætaröðin, sem er aukabún-
aður, rúmast nú í X5 vegna stærra
farangursrýmis. Þegar hún er ekki
í notkun fellur hún niður í gólfið en
sé bíllinn fimm manna er þar auka-
farangurshólf undir spjaldi. Vara-
dekk er ekkert þar sem bíllinn er á
dekkjum sem þola akstur þótt þau
séu sprungin.
Akstur
I reynsluakstursbílnum var 3 lítra
dísilvél. Það kann að hljóma dauf-
lega í fyrstu en það er sko ekkert
dauft við 235 hestöfl og 520 Nm. Með
þessari vél er bíllinn 8,3 sekúndur í
hundrað en eyðir aðeins 8,7 lítrum á
hundrað. í reynsluakstrinum sýndi
eyðslumælirinn að vísu rúma tfu lítra,
en í hérlendri sparaksturskeppni á
dögunum mældist hann með 5,38
l/ioo km. Þessar eyðslutölur, bornar
saman við kraftinn, plássið og akst-
urseiginleika, sýna svart á hvftu að
það eru til góð rök fyrir þvf að kaupa
• 3,0 lítra, 6 strokka línudísilvél • 235 hestöfl • 520
Nm • Þyngd: 2.180 kg • 6 þrepa sjálfskipting meö
beinskiptivali og sportham • xDrive-fjórhjóladrif
• 8,3 sek. í hundrað • Eyðsla I blönduðum akstri: 8,7
1/100 km • Farangursrými 620-17501 • 6 loftúðar
• Stöðugleikakerfi með bremsuhjálp, beygjuhjálp o.fl.
• Grunnverð: 6.750.000 kr. • Umboð: B&L
suma sportjeppa, jafnvel fyrir græn-
ingja.
I venjulegum þjóðvegaakstri finn-
ur maður aðeins fyrir vaggi í fjöðr-
uninni en til að mýkja bílinn er nýr
X5 búinn „double wishbone“ fjöðrun
að framan og mun vera fyrsti BMW-
inn til að skarta henni. I beygjum
liggur hann samt eins og gömul
tyggjóklessa og á möl er hann mýkri
en áður, þrátt fyrir að hjólbarðarnir
séu orðnir stífari. I það heila er bill-
inn skemmtilegur en fyrst og fremst
þægilegur í akstri og eins og við er
að búast af BMW hefur maður mjög
gott vald yfir honum.
Ég stóðst ekki mátið og fór með
bílinn f smá klöngur í Úlfarsfellinu.
Þrátt fyrir að hafa varla veghæð eða
hjólbarða í slíkan barning tókst furðu-
vel að stýra honum upp fjallið, þökk
sé xDrive-drifbúnaðinum sem læsir
þeim hjólum sem fríhjóla og flytur
afl til hinna. Þetta kerfi virkar einnig
mjög vel í hálku og er í raun eitt mikil-
vægasta öryggiskerfi bílsins.
bilar@bladid.net
BMWX5
Togar vel en eyöir litlu, ligg-
ur vel og er góður í stýri,
rúmgóður og þægilegur,
xDrive.
Fjöðrunin vaggar í
vegaakstri, iDrive
flókið, of dýr fyrir
Elnar Ell Magnússon
einareli@bladid.net
Reynsluakstur ★★★★★
09
tii kemi-
smíða
tUALLABÍl
Stál og stansar ehf.
Vagnhöföa 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Bensínverð nær sögulegum hæðum í Bandaríkjunum:
Yfirvöld hvetja til sparnaðaraögeröa
Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna
bregst nú við síhækkandi eldsneyt-
isverði þar (landi með því að veita
þjóðinni einföld ráð til að draga úr
eldsneytisnotkun og draga þannig
úr kostnaði heimilanna.
Þrátt fyrir að sum ráðin líti út
fyrir að vera einungis heilbrigð
skynsemi koma þau eflaust til
með að auðvelda mörgum róður-
inn á næstu vikum. Meðal þess
sem ráðuneytið vill að ökumenn
geri er að hægja á sér, gefa í og
bremsa hægar og nota skriðstilli
til að vera ekki stöðugt að gefa í
og hægja á.
önnur ráð á þessum síðustu og
verstu tímum eru meðal annars
að drepa á Pílvélinni frekar en að
láta hana ganga lausagang lengi,
minnka farangur í bílnum til að létta
hann og keyra ekki hratt með opna
glugga, þar sem það eykur loftmót-
stöðu og þar af leiðandi eldsneyti-
snotkun.
Það er vonandi að þessi ráð Peri
árangur og auðveldi Bandaríkja-
mönnum að minnka áfallið sem
hækkað eldsneytisverð hefur í för
með sér, en i dag er hæsta verð
fyrir bensínlítra sem hægt er að
borga þar í landi 57,80 íslenskar
krónur.
GASOUNE SELF SERVE ' JJiJUfe
Unleaded Plus
. g
3 2 9 10
Performance Pfys
^mma co íl : & . ■; -V '.A.. ' ír-.á-4
Hiqh Performance Hvattir til að hægja á sér Orku-
353 ft málaráðuneytiö hvetur Bandaríkja-
' menn til að aka sparlega næstu vik- ur, meðan bensínverð er í hámarki.
-ar «4l IMkPhom/ietty