blaðið - 25.05.2007, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007
blaðið
MÖRK hafa stúlkurnar í U19-
landsliði okkarfengiö á sig
I í síðustu tíu landsleikjum. Af
þeim hafa stelpurnar unniö tvo,
gert tvö jafntefli og tapað sex/
TITLAR eru pað eina sem kylfingur-
inn Stewart Cink getur sýnt fram
á eftir tíu ára feril í golfinu. Fáir
vita að 1997 var hann valinn nýliði
ársins á PGA-mótaröðinni.
ithrottir@bladid.net
Hvað eiga Freddie Ljungberg, Rob-
^ bie Fowler, Mark Viduka, Teddy
Sheringham og Trevor Sinclair sam-
eiginlegt? Allir eru á leið frá félögum
sínum í Englandi hinsta sinni, sumir
til að skrifa æsilegar endurminningar,
sumir til að eyða þeim fúlgum sem
safnast hafa saman gegnum tíðina í
spilavítum í Mónakó og enn aðrir halda
ósáttir frá og leitast við að verða stórir
fiskar í minni tjörnum erlendis eða í
neðri deildum.
Þeir eiga það ennfremur sameiginlegt
að hafa allir verið á jínum tíma skærar
stjörnur sem voru fastamenn í lands-
liðum sínum og lykilmenn í ýmsum
félagsliðum. Og það er víðar en i Eng-
landi sem stjörnur sem hangið hafa á
plakötum víða um heim um árabil eru
að hverfa úr sviðsljósinu. Roberto Carlos
hjá Real Madrid sem þótti stórmerki-
legur fyrir fimmtán árum fyrir þær
sakir einar að vera varnarmaður sem
eyddi jafnmiklum tíma í sókn og vörn.
Tvær af skærustu stjörnum boltans fyrir
fimm árum; Luis Figo og David Beck-
ham eru að taka Jóakim Aðalönd til fyr-
irmyndar; annar á söndum Arabíu og
hinn í glimmerborginni Hollywood. Zid-
ane er horfinn og enginn veit hvert. Pa-
olo Maldini og Costacurta sem eru jafn
tengdir nafni Mílanó og tískukóngar
henda líklega báðir handklæðinu eftir
leiktíðina. Mehmet Scholl var lengi einn
skæðasti leikmaður Bayern og lætur gott
heita í sumar. Bæta má tveimur frægum
markvörðum við þessa upptalningu;
Þjóðverjunum Jens Lehmann hjá Ar-
senal og Oliver Kahn en ólíklegt er talið
að þeir standi miklu lengur milli stanga,
allavega ekki hjá stórliðum.
Breytingar
framundan hjá
félagsliðum:
ArseneWenger
lofar stuðnings-
mönnum
Arsenal árangri á
næstu leiktíð en
nýliðin tíð hefur wM
verið einhver sú
daprasta undir hans
stjórn. Nota bene;
allmargir þjálfarar gæfu 'V
fúslega aðra hönd sína
fýrir að ná þeim árangri ^
sem fellur undir að vera
dapur í orðabókum Wengers
en karlinn er metnaðarfullur og
stendur venjulega við orð sín.
Enn er á huldu hvað ÉHBk
verður um Hern- J »3|
anCrespo. ]
Hefur hann staðið
sigvelmeðlnter sM
Milan í vetur en þar » p-Æ
hefur hann verið í kjk 9
láni frá Chelsea sem
sannarlega hefði þurft
á honum að halda með ■■
tilliti til fr ammistöðu
Andrey Shevchenko. Vill hann
vera áfram í Mílanó en Mourinho
vill hann aftur í búning Chelsea.
Allmargir þjálfarar Va- Æk
lencia hafa
tekið
poka sinn í
fússi síðustu <
árin vegna ósætt- fjfl
is við yírmenn k. ■
liðsins sem öllu íkwli
vilja ráða. Þannig fór
um Hector Cúper og Rafa Benítez
og nú gæti verið komið að Quique
Flores. Yfirstjórnin vill kaupa til liðs
ins Hollendinginn Wesley Sneijder.
■ Gamlar stjörnur taka pok;
■ Poki á hillu hjá sumum
F!v
tmirab
Skeytin in
Svíagrýlan sterk
Erik Edman og Kim Kallström
verða ekki með Svíum í lands-
leiknum gegn íslandi þann 6.
júni en Lars Lagerback þjálfari
velurZlatan Ibrahimovich og
Christian Wilhelmsson þrátt fyrir
meiðsl og Fredrik Ljungberg er
100 prósent klár í slaginn.
Mótbára stúlknanna
Riðill stúlknanna okkar í undir 19
ára landsliðinu á Evrópumótinu
sem fram fer hér á landi í sumar
er erfiður. Danir. Norðmenn og
Evrópumeistarar Pjóöverja herja
á stúlkurnar en langt er síðan
keppt var við Norðmenn og
Þjóðverja. Siðasti leikur liðsins
var þó gegn Dönum og varð 1-1
jafntefli niðurstaðan.
Sendibilar
til leigu
Peningaplokk
Þau opnu golfmót sem fram
hafa farið hingað til þykja
tiltölulega illa sótt og kunna
menn tvær skýringar þar helstar.
Annars vegar hefur veðurfar
ekki verið sérlega yndislegt það
sem af er en hins vegar þykir
mörgum nóg um há keppnis-
gjöld víða. 3 til 4 þúsund krónur
kostar að taka þátt í mörgum
mótanna sem er reyndar svipað
og fyrir ári.
Freddie Ljungberg
Þó hann falli ekki lengur undir nö
vern sprækur fyrir augum Arsene
Wenger á hann enn nnkkuð inni.
Ekki loku fyrir það skutið að
hann luki upp skona fynr nunm
spamenn a Italíu eða Spani likl oci
félagi hans Roberl Pires.
Teddy Sheringhani
Á 42. aldursári er Teddy enn
með hugsjónirí boltanum. Nú
vill hann enda ferilinn við hlið
sonar sms hjá Crystal Palace en
dapurlegt er til bess að hugsa að
glæstur lerii! skuli unda u bekkj-
ai seiu hjá sináliöum.
Luis Figo
Fekk sparkið fra Madrid aðeins til
að blómstra á ny í Milanó Leikið
eill silt besia limabil en hafnaði
tengrr samningi og ætlar að tuðr-
usl með Ai-'llihad i Sadi-Atabiu
næslu ann. Laun hans par verða
t joloid n við það sern hann lær nu
Oliver Kahn
A eitt ár eftir at samningi sínum
við Bayern en hefur staðið sig illa
i vetur ng margir kenna homim
um að stórveldið Bavern var ekki
meðal þriggja efstu liða i Bund-
esligunm þetta ar.ð i fyisla sinn i
langan tima.
blaði
þriðjudaga Auglýsingasíminner
510 3744
Merkileg kaupin á spænsku eyrinni:
Real Madrid reynir að kaupa titilinn
Lið Zaragoza Sigurbónus
leikmanna verður mun hærri
Ei: —1 venjulega nái þeir stigum
gn Sevilla um helgina. *
Fjármálastjóri Real Zaragoza
brosir á leið i bankann þessa dag-
ana enda hafa fjárhirslur liðsins
bólgnað nokkuð síðustu dagana.
Ástæða þess er þó eins spænsk og
eggjakaka því peningarnir koma frá
erkifjendunum Real Madrid vestar í
landinu.
Upphæðin fæst ekki uppgefin
en greiðslurnar eru hugsaðar sem
frekari hvati til leikmanna liðsins
til að vinna leik sinn gegn Sevilla
á sunnudagskvöldið en tapi Sevilla
stigum greiðir það til muna leið
Real Madrid að spænska meistara-
titlinum. Áður var búið að verð-
launa forseta og leikmenn Getafe
fyrir að reyna slíkt hið sama gegn
Barcelona. Upphæðirnar í báðum til-
vikum verða tvöfaldaðar vinni Real
Madrid spænsku deildina.
Þó undarlegt virðist þykir þetta
ekkert stórmál á Spáni og í raun
verja sumir slíkt með því að tala um
að hefð hafi skapast fyrir slíku hátta-
lagi. Ekkert sé til fyrirstöðu að auka
ávinning leikmanna annarra félaga
af því að vinna leiki sína. Ekki sé
verið að múta mönnum til að tapa
leikjum. En siðlaust er það.