blaðið - 25.05.2007, Side 32

blaðið - 25.05.2007, Side 32
Förðuna: '» 5 \ ’í ' * *' \ \ o<á argrét Kristín Pétursdóttir er nýkomin á Klak- ann eftir að hafa freistað gæfunn- ar í Hollywood og lært förðun í virtum förðunar- skóla þar ytra. Margrét lærði þar allar kúnstir förðunarlistarinnar ásamt því að farða lítið eitt fyrir Grammy-verðlaunahátíðina og berja augum nokkrar af stórstjörn- unum. Hitti Ben Affleck og Jennifer Gardner „Ég lærði snyrtifræðina í Snyrti- skólanum í Kópavogi en ákvað svo að skella mér út í hinn stóra heim og prófa eitthvað nýtt. Auð- vitað lærði ég margt í förðun þegar ég lærði snyrtifræðina hérna en mig langaði að Iæra meira,“ segir Margrét, sem sér ekki eftir þeirri ákvörðunartöku. Hún lærði förð- un í afar virtum skóla í Hollywood, Elegance International, og stóð sig með stakri prýði. „Það gekkmjög vel og églærði auð- vitað heilmikið. Skólinn var auðvit- að frekar dýr enda er hreinlega allt í þessum bransa fremur dýrt. Þú átt auðvitað aldrei nóg í kittinu þínu,“ segir Margrét og hlær. Aðspurð um fræga einstaklinga sem rekið hefur á fjörur hennar glottir Margrét út í annað og verður hógværðin uppmáluð. „Jú jú, mað- ur sá alveg eitthvað af þessu fólki, bæði mjög frægum og svona mini- celebum. Annars er ég ekkert ro- salega góð í öllum þessum nöfnum og var auðvitað ekkert að leita eftir þessu. En jú, ég sá til dæmis Ben Affleck og Jennifer Gardner.“ Áhersla á að meika það I skólanum tók Margrét að sér mörg spennandi verkefni og segir hún aðstandendur skólans sérstak- lega duglega við að útvega nemend- um verkefni. „Það var oft hringt í mann og beð- ið um förðun fyrir hátíðir eða af- mæli. Þannig fær maður auðvitað heilmikla reynslu og kynnist þess- um heimi mun nánar. Ég farðaði aðeins fyrir Grammy-verðlaunahá- tíðina ásamt öðrum verkefnum, en svo missti ég því miður af förðun í vinsælum þáttum sem ég reyndar veit ekki alveg hvað heita. Eg var á leiðinni heim til íslands þegar boðið kom og því missti ég af því. En maður veit aldrei - kannski fer ég aftur einhvern tímann og nýti reynsluna og kunnáttuna úr skól- anum. Þarna er óumdeilanlega rosalega reynslu að fá og þú lærir endalaust mikið,“ segir Margrét. Hún bætir við að rík áhersla hafi verið lögð á að „meika’ða" í skólan- um og hvöttu kennarar nemendur til að ætla sér sem mest og verða stór númer í Hollywood-bransan- um. „Kennararnir kenna þetta upp á að þú verðir í Hollywood og meik- ir það. Þeir hafa allir verið að farða stjörnurnar í kvikmyndunum og þeir leggja auðvitað mest upp úr því. En þetta er nú einfaldlega þannig að annaðhvort meikarðu það eða ekki. Svo kostar það auðvit- að tíma, fyrirhöfn og peninga." Ótrúleg útlitsdýrkun og óaðfinnanlegar konur Margrét segist hafa tekið sérstak- lega vel eftir útlitsdýrkun kvenna í Hollywood. Hún segir þær með putt- ann á púlsinum þegar kemur að út- litinu og flestar kappkosta að sækja sem flestar snyrtistofurnar heim. „Þarna er alveg brjáluð útlitsdýrk- un og allir vilja líta mjög vel út. Konurnar eru að eyða 50 til 60 þús- und krónum í förðun fyrir hátíðir eins og Óskarinn og svo fara þær í ótrúlegustu meðferðir nokkrum sinnum í mánuði. Auðvitað finnst manni gaman að sjá þetta og ég dá- ist að þeim fyrir að nenna þessu, en stundum finnst mér of langt gengið. Mér fannst ég stundum sjá konur ná- kvæmlega eins útlítandi og einhver önnur vegna þess að þær voru alveg eins eftir botox-aðgerðir! Þetta var mjög fyndið,“ segir Margrét, sem segist þó ekki hafa náð að henda reiður á það töframeðal sem notað er. „Það liggur við að maður haldi að þær séu allar að nota eitthvert furðu- legt undraefni," segir hún og hlær. „Svo er svolítið spes að skoða muninn á okkur og þeim. Hérna förum við í þetta hefðbundna; vax, plokkun og litun en þarna úti fara þær í miklu fleiri meðferðir og virðast einhvern veginn miklu þróaðari í þessu. Þær fara kannski í rándýr andlitsböð og aðrar meðferðir nokkrum sinnum í mánuði og svo eru sumar dugleg- ar í lýtaaðgerðunum. En þær mega eiga það flestar að þær líta alveg ótrúlega vel út og hugsa greinilega mikið um sig.“ Náttúrulegt útlit og falleg húð Margrét hyggst nú starfa á snyrti- stofunni Amira í Kópavogi þar sem hún mun nota kunnáttuna frá Holly- wood á íslenskar konur. „Ég var reyndar mjög heppin og mér stóðu til boða nokkur störf þeg- ar ég kom hingað í vor frá Holly wood. Nú fer maður bara að einbeita sér að tískunni í snyrtibransanum sem er aðallega náttúrulegt útlit, góð húð og léttur farði. Ég held einmitt að húðmeðferðirnar verði vinsælastar núna í sumar enda mikilvægt að taka húðina í gegn fyrir létta sum- arförðunina.“ 5 SPURNINGAR: INGA RÚNARSDÓTTIR16 ÁRA Hvað heltlr höfuðborg Eistlands? Það veit ég ekki. Hvar er Cardiff? Veit ekki. I hvaða banka var skipt um bankastjóra ekki alls fyrir löngu? Það veit ég ekki. Hvert er suðumark vatns? Er það ekki 100“? Hvað heitir formaður Islands- hreyfingarinnar? Það veit ég ekki. ELlN GUÐMUNDSDÚTTIR16 ÁRA Hvað heitir höfuðborg Eistlands? Veit það ekki. Hvar er Cardiff? Veit ekki. I hvaða banka var skipt um bankastjóra ekki alls fyrir löngu? Landsbankanum. Hvert er suðumark vatns? 100°. Hvað heitir formaður Islands hreyfingarinnar? Veit það ekki. ANNA BALDURSDÓTTIR19 ÁRA Hvað heitir höfuðborg Eistlands? Ekki hugmynd. Hvar er Cardiff? Veit það ekki. I hvaða banka var skipt um bankastjóra ekki ails fyrir löngu? Glitni. Hvert er suðumark vatns? 100“ Hvað heitir formaður fslands- hreyfingarinnar? Veit það ekki. EYDlS SVAVARSDÓTTIR15 ÁRA Hvað heitir höfuðborg Eistlands? Það veit ég ekki. Hvar er Cardiff? Veit ekki. I hvaða banka var skipt um bankastjóra ekki alls fyrir löngu? Búnaðarbankanum. Hvert er suðumark vatns? 100“. Hvað heitir formaður fslands- hreyfingarinnar? Veit ekki. uossjeuBbh jeuip g jngejB 001 ’tr IUJII9 'E S8|BM'2 UU!||Bl'|:jpAS

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.