blaðið

Ulloq

blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 34

blaðið - 25.05.2007, Qupperneq 34
Miðasala hefst á tónleika The Rapture: Skemmtilegasta dans-rokksveit heims „Þeir komu á Airwaves fyrir fimm árum og þá voru þeir að setja í gang House of Jealous Lo- vers og fleiri smelli,“ segir Eldar Ástþórsson, einn af aðstand- endum tónleika diskórokksveiflu- sveitarinnar The Rapture. Sveitin kemur fram á Nasa þriðjudaginn 26. júní, en miðasala hefst í dag á Miði.is og í verslunum Skíf- unnar. „Orðstír þeirra hefur aukist til muna síðan þeir komu til landsins og í dag er sveitin tví- mælalaust ein skemmtilegasta dans-rokksveit heims,“ segir Eldar. Nýjasta plata sveitarinnar hefur farið vel í gagnrýnendur og plötukaupendur. „Þegar eru komnir nokkrir hittarar sem hafa lekið inn á barina og rokkstöðv- arnar.“ Dómgreindarleysi eða græðgi? Það er kunnara en frá þurfi að segja að fólk á oft erfitt með að hætta því sem vel hefur reynst. Sér í lagi ef það hefur gefið, eða er líklegt til að gefa, einhvern aur í budduna. Aðstandendur Silvíu Nætur-gjörningsins eru engin undantekning þar á, enda kom nýverið út fyrsta platan eignuð dívunni hrokafullu og ber hún heitið Goldmine. Ég get ekki neitað því að ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum er ég frétti af útkomu umræddrar plötu. Silvia Nótt er gjörningur eða leikþáttur en ekki tónlistar- kona. Enda kemur í Ijós að kon- septið á bak við Silvíu Nótt nær engan veginn að skila sér (formi geislaplötu og platan styrkir enn frekar þá skoðun mína að það hefði átt að hætta á toppnum: Með frábærum gjörningi í tengslum við Eurovision-hátiðina í fyrra og enn betri þáttaröð sem fjallaði um gjörninginn. Lögin eru mörg hver ekkert verri en lög tónlistarmanna sem háðsádeilan beinist að - í raun eru þau bara alveg eins og mörg slík lög. En auðvitað var mark- miðið ekki að leika eftir slíkum „listamönnum“; ádeilan fólst í að ýkja en ekki líkjast. Ef rýnt er í textana kemur þó í Ijós að þeir eru ívið hallærislegri og hneyksl- anlegri en hefbundnir popptextar l>. • - Tfc*. i . • Eftir Hlyn Orra Stefánsson hfynUr@faladid.net (enda er slík dulin ádeila vænt- anlega markmiðið). En textarnir eru hvorki sérstaklega fyndnir né góðir og í raun ekkert ósvipaðir textum dæmigerðrar MTV-plötu. Og fyrst textarnir eru ekki sem skyldi inniheldur platan ekkert annað en frekar leiðinlega tónlist. Einstaka lög eru þó sæmileg. Nefna má „Calling" og „Thank You Baby“. Einnig hefði verið hægt að gera ágætis lag úr upp- hafsstefi plötunnar. En því verður ekki neitað að áhyggjur mínar er ég frétti af plötunni reyndust ekki ástæðulausar: Platan virðist ekki vera gefin út í öðrum tilgangi en þeim að græða örfáa þúsund- kalla á þeim krakkagreyjum sem taka Silvíu Nótt sem tónlistar- manni en átta sig ekki á háðinu. CALLING SMÁAUGLÝSINGAR blaðiðs SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Þetta gengur augljóslega ekki Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net 006 ..................VtnHÍil*-ÁtmatMtnaAHmúit....... ....................................' Ö"'' ^ 'ISÍ'tBIO ), .........»' 0 - r.«n«<i UMUMIInr. Crraíi ! ; M.. Vr'nAtW. Mofl«... bn»«> llu* *y lllUMI -> lx». Apph WC Jl M«M> - A Q »ln lltpliMW*.. tl TMiu.tliiiliiU. >; Viw - li*« • TAnki! p J65 ■ Ai<uyfilu> » 0 Tónlist.is -A tA í 8 uyiy’ raTOBBHMEHM Verslunin liefur veriö í umræðunni undanfarna daga vegna óánægju túnlistarmanna og útgefenda. Fullyrðir að Tónlist.is liafi ávallt staöiö í skiluin við útgáfufyfirtæki. Segist ekki greiða listamönnum lyrr en tilteknar upphæðir náist. Það voru ákveðin rök sem lágu á bak við það á sínum tíma að Skífan og Sena voru aðskilin. Það var talið samkeppnishamlandi að fyrirtæk- in væru í sömu eigu, en Tónlist.is er bara búð á Netinu og að leyfa að það sé á sömu hendi og Sena gengur aug- ljóslega ekki,“ segir Lárus Jóhannes- son, annar eigenda 12 tóna. Vefverslunin Tónlist.is hefur ver- ið mikið í umræðunni undanfarna daga frá því fréttir bárust af tónlist- armönnum sem telja að verslunin hafi svikið þá um greiðslu fyrir sölu á tónlist sinni. „Frá mínum bæjardyrum séð er alveg klárt að þetta [Utgáfufélagið Sena og Tónlist.is] á ekki að vera á sömu hendi. Þess vegna er þetta vantraust og ég held að það sé kjarni málsins.“ Svarað í stjórnsýslumáli Útgefendur tónlistar hafa velt fyrir sér hvort það sé samkeppnis- hamlandi að Tónlist.is sé í eigu 365 hf. sem á einnig Senu á sama hátt og Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að það væri samkeppnishamlandi að Skífuverslanirnar væru í eigu sama fyrirtækis. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þessi tiltekna spurning hafi ekki komið til kasta samkeppnisyfir- valda. „Hvort þetta er eðlilegt með tilliti til samkeppni er spurning sem yrði að svara í sérstöku stjórnsýslu- máli og slíkt mál hefur ekki verið rekið hingað til.“ Páll baðst undan að tjá sig efnislega um málið. Segjast standa í skilum Fram kom í Fréttablaðinu á þriðju- dag að Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tónlist.is, telur verslunina hafa staðið í skilum á öllum greiðslum til útgáfufyrir- tækja sem sjá um að koma fénu til listamanna sinna. Lárus hjá 12 tónum og Lárus Jðhannesson Er ósáttur við að 365 megi reka tónlist.is. ► 3 VííUCI U» ■!*«>* > 4imif0»» Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu, staðfesta báð- ir að uppgjör hafi borist frá Tónlist. is. Lárus segist ekki hafa sótt greiðsl- urnar sökum þess hve lágar þær eru en Eiður sagði í yfirlýsingu að Sena greiði listamönnum sínum út þegar tilteknar upphæðir hafi náðst. Heimildir Blaðsins herma að heildarsala Tónlist.is frá upphafi nemi um 10 milljónum króna frá árinu 2005. Samkvæmt því myndu um tvær milljónir skiptast á milli listamanna. Hafa selt tónlist án leyfis Þrátt fyrir yfirlýsingar fram- kvæmdastjóra Tónlist.is hefur versl- unin selt tónlist á vef sínum sem ekki hefur fengist leyfi fyrir. Tónlist- armennirnir Benni Hemm Hemm og Orri Harðarson hafa báðir látið fjarlægja efni frá sér af vefnum þar sem ekki var samið við þá áður en tónlistin fór í sölu. Þá hefur Blaðið heimildir fyrir því Tónlist.is hafi frá upphafi selt efni sem hvorki hefur fengist leyfi frá útgáfu né listamanni til að selja, en verslunin hefur aðgang að gagnagrunni sem geymir nánast alla íslenska tónlist sem komið hefur út. Ekki náðist í Stefán Hjörleifsson vegna málsins. „Upphaflega hugmyndin að þess- um gagnagrunni var að þetta væri gagnabanki sem hagsmunaaðilar gætu nýtt fyrir sig sjálfa,“ segir Lár- us hjá 12 tónum, og bætir við að það hafi alltaf verið óljóst hvernig gagna- grunnurinn þróaðist út í verslun. „Hugmyndin var sem sagt að skrá- setja íslenska tónlist og setja hana á stafrænt form þannig að hún yrði til á einum stað og þá gæti hver útgef- andi haft fullan aðgang að sínu efni. Ef það væri til sölu á tonlist.is gæti hann haft aðgang að þeim hreyfing- um sem þar eiga sér stað og nýtt sér það í eigin þágu.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.