blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
bla6ið
VEÐRIÐ I DAG
ÁMORGUN
VÍÐA UM HEIM
Þykknarupp
Vaxandi norðaustanátt, víöast 5
til 13 síðdegis og þykknar smám
saman upp sunnan- og austan-
lands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast inn
til landsins.
Víða bjartviðri
Austlæg átt 8 til 13 og súld
eða rigning austan- og suð-
austanlands, en annars bjart-
viðri. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast
inn til landsins vestantil.
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Dublin
Frankfurt
20
12
20
25
3
11
12
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
11 New York
15 Orlando
27 Osló
23 Palma
14 París
22 Stokkhólmur
15 Þórshöfn
19
23
14
23
16
19
B
Á FÖRNUM VEGI
Eiga íslendingar að
veiða hvali?
Valey Ýr Valgeirsdóttir
„Já, er hvalkjöt ekki gott?“
Þorkell Helgason
„Já, auðvitað. Við eigum að nýta
gæði náttúrunnar."
Haukur Björnsson
„Nei, það er enginn hagnaður
af því.“
Simon Nigel
„Ég veit ekki nógu mikið um málið
til að mynda mér skoðun á því.“
Brynjar Dagbjartsson
„Já, vegna þess að kjötið er gott
hráefni og til þess að halda jafn-
vægi í náttúrunni."
Tveir menn voru fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær sýknaðir af ákæru
fyrir fíkniefnalagabrot. Lögreglan
fylgdist með er annar þeirra tók á
móti sendingu sem upphaflega inni-
hélt um 900 e-töflur, en lögreglan
hafði skipt þeim út íyrir lyfleysu og
komið fyrir hlerunarbúnaði í pakk-
anum. Var hinum manninum gefið
á sök að hafa skipulagt sendinguna.
í nóvember á síðasta ári fundu hol-
lenskir tollverðir sendingu á Schip-
hol-flugvelli í Amsterdam sem var á
leið til Islands. Við skoðun kom í ljós
að pakkinn innihélt töluvert magn af
e-töflum. Pakkinn var sendur til lög-
reglunnar í Reykjavík, sem skipti út
töflunum og kom fyrir hlerunarbún-
aði í pakkanum. Var pakkinn svo
sendur áfram til skráðs viðtakanda
sem er ríkisborgari Srí Lanka um
tvítugt sem býr á íslandi. Við komu
pakkans hringdi hann í meðákærða,
Hollending á þrítugsaldri, og voru
þeir báðir handteknir.
Við rannsókn málsins kom í Ijós
að Hollendingurinn hafði farið frá
íslandi til heimalands síns mánuði
fyrir áðurnefndan atburð í samfloti
við félaga sinn. Einnig kom fram að
í nóvembermánuði hafi Hollending-
urinn fengið send skilaboð með far-
númeri pakkans umrædda.
Báðir ákærðu lýstu yfir sakleysi
sínu. Sá sem tók við sendingunni
sagðist ekki hafa vitað um innihald
pakkans. Viðurkenndi hann að
Hollendingurinn hefði hringt í sig
og beðið um að fá að sendan til sín
pakka, en hann hélt pakkann inni-
halda bækur sem Hollendingurinn
vildi ekki senda heim til sín af ótta
við að kærasta hans sæi þær. H o 1 -
lendingurinn sagði hins vegar að för
sín til heimalandsins tengdist fíkni-
efnakaupum ekki. Sagði hann sam-
ferðamann sinn hafa fengið sig til að
hafa uppi á heimilisfangi vinar síns,
þess sem veitti sendingunni viðtöku.
Er aftur til tslands kom á sam-
ferðamaðurinn svo að hafa hótað
Hollendingnum lífláti ef hann sæi
ekki til þess að pakkinn skilaði sér
til sín, án þess að vilja upplýsa um
innihald hans. Samferðamaðurinn
kvaðst hins vegar ekkert hafa vitað
um pakkasendingar á milli Hollands
og Islands. Hann hafi verið beðinn
af Hollendingnum um aðstoð við
að koma fölsuðum evruseðlum í um-
ferð og hafi verið fenginn með í för-
ina í þeim tilgangi.
t dómi héraðsdóms segir að ekki
þyki sannað að viðtakandi pakkans
hafi vitað að hann innihélt fíkniefni.
Er sá tími sem leið frá því að pakk-
inn barst og þar til hann opnaði
pakkann, ásamt þeirri staðreynd að
hann opnaði hann í næsta herbergi
við foreldra sína, talinn styðja þá full-
yrðingu hans að hann hafi ekki vitað
um innihald pakkans.
Það að Hollendingurinn hafi
breytt framburði sínum og hafi ít-
rekað haft samband við meðákærða
til að forvitnast um pakkann þykir
benda til að hann hafi „óhreint mjöl
í pokahorninu' eins og segir í dóm-
inum. Hins vegar voru vitni að því
að samferðamaður hans til Hollands
hótaði honum lífláti eftir að til baka
kom. Þá þykir ólíklegt að hann hefði
beðið eins lengi og raunin var með
að vitja pakkans ef hann hefði vitað
að um svo viðamikla fíkniefnasend-
ingu væri að ræða. Voru því báðir
mennirnir sýknaðir.
Hringrás sýknuð:
Sveitarfélögin
borga allt
Endurvinnslufélagið Hringrás
var í gær sýknað í Héraðsdómi
Reykjavíkur af 25,6 milljóna
króna bótakröfu frá slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins vegna
bruna sem varð á athafnasvæði
Hringrásar árið 2004. Slökkvi-
liðið fékk aðstoð frá verktakafyr-
irtækinu E.T. ehf. til að slökkva
eldinn og krafði vátryggingafélag
Hringrásar um þá upphæð er
greiða þurfti E.T. Því hafnaði
vátryggingafélagið þar sem
dekkjahrúgan sem slökkvistarf-
ið beindist að var ótryggð.
Borgaraleg sátt:
Búöarhnupl
borgað strax
Samtök verslunar og þjónustu
hafa í bréfi til dómsmálaráðu-
neytis lagt til að tekin verði upp
hér á landi svokölluð borgarar-
leg sátt. Aðferðin felst í því að
lögráða söjcunautur sem játar
brot sitt jjlidirritar skýrslu um
atburðinn sem síðan fer til
lögreglu sem ekki er kölluð
til. Viðkomandi skilar þýfinu
og greiðir að auki í samræmi
við ákveðnar reglur hluta af
öryggiskostnaði verslunarinnar.
„Við höfum fengið staðfest-
ingu á því frá ráðuneytinu að
málið hafi verið lagt í hendur
réttarfarsnefndar. Lögreglan
hefur tekið mjög vel í þetta því
hún sér fram á að geta sparað
sér mikla vinnu,“ segir Sigurð-
ur Jónsson, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu.
'Sqrænmeti
sérmerkt þér!
Aðalfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins:
Japanir gætu gengið út
Aðalfundur Alþjóðahvalveiði-
ráðsins hefur verið tíðindalítill, en
hann hófst í Anchorage í Alaska á
mánudaginn.
Talið er að helsta mál fundarins
verði umsókn Bandaríkjanna um
áframhaldandi leyfi til svokallaðra
,frumbyggjaveiða“.
„Fundurinn fer rólega af stað, og
sérstaklega þegar talað er um ísland.
I raun hefur ekki verið minnst einu
orði á ísland og íslenskar atvinnu-
veiðar, hvorki á hrefnu né langreyði.
Þetta hefur komið íslensku sendi-
nefndinni mjög á óvart, en það er
nú bara einn dagur búinn af fund-
inum og alls óvíst hvað gerist,“ segir
Gunnar Bergmann, formaður Félags
hrefnuveiðimanna, sem sækir fund-
inn fyrir hönd High North Alliance.
„Bandaríkin munu sækja um kvóta
en á móti vilja Japanar og Grænlend-
ingar fá kvóta,“ segir Gunnar um
umsókn Bandaríkjanna. „Það er
jafnvel gert ráð fyrir því að japanska
sendinefndin standi upp og gangi út
úr salnum til þess að mótmæla því
að fá ekki sinn kvóta.“