blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 blaðið Sumarpartí á Nasa Sumrinu verður fagnað á Nasa föstudaginn 1. júní næstkomandi en plötusnúðarnir Kiki- Ow og Curver munu halda uppi stuðinu með tónlist frá tíunda áratugnum og sér- stakur gestur verður breski skífuþeytarinn Wayne Paul. Ekki nóg með það heldur fá þeir sem vilja fata sig upp fyrir herlegheitin afslátt í Spútnik með hverjum keyptum miða en forsala aðgöngumiða er í verslunum Spútnik og á Nasa. mmm tíska ♦ Elskum Sólina. Þá fáu daga sem sólin skín hlýnar okkur um hjartarætur og við fáum sumar- andann yfir okkur. Isrúntur um Austurvöll eða Laugaveginn er lykilatriði á svona degi eða svalandi sundsprettur í einhverri útisundlauganna. ♦ Langar í Fullt af sólgleraug- um. Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi í það minnsta ^ tvö stykki, önnur stór og viða- mikil en hin minni og hefðbundnari. ♦ Líkar við Skyrdrykki. Með öflugum blandara, skyrdós og vel . völdum ávöxtum má útbúa svalandi skyrdrykk. Drykkur sem þessi getur verið heil máltíð út af fyrir sig, uppfull af vítamínum og orku fyrir amstur dagsins. ♦ Vitum ekki með Endalausar umræður um Framsókn. Sjálf- ir mega þeir líka hætta að velta fyrir sér meintum svikum gamalla vina i Sjálfstæð- isflokknum. Þegar menn impra í sífellu á mikilvægi þess að horfa fram á veginn er allsendis ótækt að tönglast endalaust á meintum bræðralagsbrotum... ♦ Bless bless Gríma á andlitinu. Þung, þétt og áberandi förðun er algjörlega dottin út og með öllu bönnuð. Þá sérstaklega núna í sumar þeg- ar áhersla er lögð á náttúrulegt útlit. ♦ Þolum ekki Loforð stjórnmálamanna sem fara svo fyrir bí. Við viljum ekki láta hafa okkur að fíflum meö því að gleypa við fögrum fyrirheitum og veita stjórnmálamönnum brautargengi á þeim forsendum, en fara svo á mis viö efndir þegar á reynir. Betra er ólofað en illa efnt! CtuiznosSuB MHHH...6LÓÐAÐUR Suðurlandsbrau! 32 • 577 5775 Lækjargata 8 • 577 5774 • Nýbylavegur 32*577 5773 Lambakjöt meö Bearnaise eða BBQ sósu Made in Iceland gerir það gott Tískuhátíðin Made in Iceland fer fram annað kvöld, fimmtudaginn 31. maí, í Verinu í Loftkastalanum. Um er að ræða tískusýningu sem Eskimo og Base Camp standa að og munu ungir, íslenskir fatahönnuð- ir sýna hönnun sína. „Það er aðallega verið að kynna sex fatahönnuði og 16 nýjar fyrir- sætur,“ segir Andrea Brabin hjá Es- kimo. „Svo munu hljómsveitirnar Steed Lord og Sometime spila þann- ig að þetta verður mjög spennandi. Tilgangurinn með þessu er að kynna grasrótina í tískuheiminum á íslandi í dag og við stefnum að því að gera þetta að árlegum viðburði. Það verður þarna stór tískusýning og svo er búið að hengja upp mynd- ir af fyrirsætunum í risastærð víðs- vegar um salinn, þannig að þetta á að vera svolítið óhefðbundið í uppsetningu. En við hjá Eskimo er- um líka að kynna 16 ný módel, þó að þetta snúist fyrst og fremst um hönnuðina. Þetta eru ungir og ferskir hönn- uðir sem munu sýna annað kvöld, þó að margir af þeim séu farnir að selja í verslunum erlendis eins og Ostwald Helgason sem er kominn inn í hinar og þessar búðir úti. En þetta er svona nýjasta nýtt. Svo munu líka Aftur-systur sýna hönn- un sína en þær hafa kannski verið einna mest áberandi í íslenskri fata- hönnun undanfarin ár.“ Made in Iceland hefur vak- ið athygli fjölmiðla ytra og hafa tímarit á borð við ID, Dazed and Confused og V Magazine boðað komu sína. „Svo mun fatahönnuðurinn Marjon Pejoski koma hing- að og Sasko Bezovski sem sér um innkaup fyr- ir verslun sem heitir Kokontozai Kv'- \ iiaiuaM Aftur Systurnar Hrafnhild Bára Hólmgeirsdætur han undir eigin merki en þær! meðal annars starfað mei Gabríelu Friðriksdóttur, D Ágúst, GusGus og Björk. Sara María Eyþórsdóttir Rekur verslunina Nakta apann og er einn af hónnuð- unum á Made in lceland í London og París og selur fatnað eftir nýja hönnuði. Svo eru hin og þessi dagblöð frá Bretlandi sem hafa sýnt áhuga þannig að það má segja að þetta sé nú þegar farið að vekja mikla athygli. Við lítum fyrst og fremst á þetta sem tækifæri fyrir þessa hönnuði til þess að koma sínu á fram- færi en við höfum alltaf reynt að styðja við bakið á ungum fatahönnuðum hjá Listahá- skólanum og okkur langar til þess að gera meira úr þessu. Byggja þetta svolítið upp svona eins og Airwaves og vonumst til þess að gera þetta stærra og meira með hverju árinu.“ Sýningin hefst klukk- an 20 og kostar 950 krónur inn, en hægt er að verða sér úti um miða á www.midi.is. Bjargar sér á endasprettinum Grasrótin í tískuheiminum á íslandi Annað kvöld munu sex ungir fata- hönnuðir sýna hönnun sina á tískuhá- tíðinni Made in lceland. Aftur Aftur hannar eingöngu úr áður nýttum textíl og er hver flík einstök. Aftur hefur verið starfandi í nokkur ár og hefur með- al annars starfað með Gabríelu Friðriks- dóttur, Daníel Ágúst, GusGus og Björk. Raxel Ragnheiður Axel er nýútskrifaður fata- hönnuður frá Listaháskóla (slands en hún hefur verið að selja eigin línu undir merk- inu Raxel í London, París og Reykjavík. Með náminu í Listaháskólanum starfaði Ragnheiður fyrir Dead, Go with Jan og Givenchy. Eyglo Eygló M. Lárusdóttir útskrifaðist úr Listaháskólanum vorið 2005. Eygló var i starfsnámi hjá Jeremy Scott en hefur einnig starfað með AsFour og Bernhard Willhelm. Ostwald Helgason Tvímenningarnir á bak við Ostwald Helgason eru þau Susanne Ostwald og Ingvar Helgason en samstarf þeirra hófst árið 2006 undir nafninu Ostwald Helgason og hafa þau nú þegar vakið þó nokkra athygli erlendis. Starkilfer Harga Einarsdóttir hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum bæði hér heima og erlendis, en hún er nú að koma meö sína fyrstu línu eftir langt hlé. Fatnaðinn vinnur hún í samvinnu við klæðskerann Öeimu Ragnarsdóttur. Forynja Sara María Eyþórsdóttir rekur verslun- ina Nakti apinn á Laugaveginum en verslunin er orðin hálfgerður samnefn- ari fyrir íslenska götutísku. Núna er framleiðslan í stærra og betra húsnæði, verslun númer tvö er við það að opna og stendur til að selja fatnaðinn einnig erlendis. Spennumyndin Unknown fjallar um fimm menn sem vakna heldur laskaðir í yfirgefinni vöruskemmu. Allir hafa þeir misst minnið og vita ekki hvernig þeir enduðu í skemm- unni né hver er með hverjum í liði. Ýmislegt rifjast þó upp með tíman- um og nokkuð langdregin atburða- rás fer af stað sem hefur för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Unknown er vægast sagt leiðinleg mynd framan af. Hún líkist meira tölvuleik en kvikmynd, bæði útlits- lega séð og hvernig sagan skríður áfram með vísbendingum úr fortíð- inni. Það ætti reyndar ekki að koma á óvart þar sem leikstjórinn, Simon Brand, er þekktari fyrir tónlistar- myndbönd en kvikmyndir og nálg- ast því viðfangsefnið öðruvísi en þaulreyndur kvikmyndaleik- stjóri. Leikararnir standa sig vel. Greg Kinnear smellpassar í hlutverk stressaða skrifstofumannsins sem Unknown Regnboginn, Háskólabíó • Lríkstjörl: Simon Brand James Caviezel, Greg Kinnear, Joe Pantoliano Atli Fannar Bjarkason atH@bladid.net nýtir hvert tækifæri til að ljúga til að ná sínu fram og Joe Pantoliano er stórkostlegur sem bundni mað- urinn sem aldrei er nefndur á nafn. Vandamál Unknown er ekki leik- ararnir heldur leikstjórn og hand- rit. Þeir gera sitt besta en sagan er bara ekki nógu pottþétt til að halda manni spenntum frá upphafi. Eftir hlé fer þó að draga til tíð- inda og mætti segja að myndin redd- ist á síðasta hálftímanum. Spennan eykst og endirinn er ófyrirsjáanleg- ur og bara mjög flottur - dregur myndina heilmikið upp með stór- góðri fléttu. í heildina er Unknown sæmilegasta ræma sem mætti halda áhorfendum betur við efnið í byrj- un en eins og langhlaupari á stór- móti bjargar hún sér vel fyrir horn á endasprettinum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.