blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
blaðiö
INNLENT
HÉRAÐSDÓMUR
Sigldi óhaffærum bát
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi mann í 20 þúsund króna
sekt fyrir að sigla smábáti sem ekki hafði haffærisskír-
teini. Landhelgisgæslan stöðvaði bátinn í desembervið
veiðarfyrir norðan land og tilkynnti lögreglu sem hafði af-
skipti af manninum við komu hans til hafnar í Bolungarvík.
SELTJARNARNES
A slysadeild eftir eldsvoða
Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í íbúð í
fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi í gærmorgun. Eldur kviknaði
í feiti í potti á eldavél í íbúðinni en tvennt var í íbúðinni.
Konan fékk reykeitrun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn
en íbúðin ertalin mikiðskemmd.
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Einar Karl aðstoðar Ossur
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ráðið
Einar Karl Haraldsson sem aðstoðarmann sinn. Einar
Karl var varaþingmaður Samfylkingarinnar á síðasta
kjörtímabili. Hann hefurvíðtæka reynslu úrfjölmiðlum
en hefur starfað sem almannatengslaráðgjafi síðustu ár.
Baráttukona í Bandaríkjunum:
Hættir mótmælum
Cindy Sheehan, ein ötulasta
baráttukonan gegn íraksstríð-
inu, hefur ákveðið að hætta
mótmælum. Hún hefur farið
um víðan völl og tjaldaði meðal
annars fyrir utan búgarð George
W. Bush Bandaríkjaforseta í Craw-
ford í Texasfylki. Þar reyndi Shee-
han árangurslaust að ræða við for-
setann vegna dauða sonar hennar,
Casey, sem lést í átökum í Bagdad
árið 2004.
Sheehan segist hafa fórnað
öllu sínu fyrir málstaðinn, hjóna-
bandinu, fjárhagnum og heils-
unni. Þrátt fyrir að njóta víða
hylli hefur hún einnig orðið fyrir
miklu mótlæti og verið vænd um
athyglissýki. Gagnrýnir hún bæði
demókrata og mótmælendur fyrir
að láta eiginhagsmuni ráða för
í baráttunni fyrir friði. „Ég hef
verið kölluð öllum illum nöfnum
og margsinnis verið hótað lífláti.
Ég ætla að taka allt sem ég á og
halda heim, verða móðir barn-
anna minna og endurheimta það
sem ég hef misst.“
's'qrænmeti
Kostnaður vegna dóms- og kirkjumála
Mynd/Sveiri Vilhelms
Hefur tvöfaldast
á tólf árum
■ Ný verkefni hafa færst til ráðuneytisins ■ Kirkjumál kosta um 5 milljarða
■ Aukin umsvif kosta meira segir ráðherra
sérmerkt þér!
11 rv-i i iigink<«
Mairvna framkallaöi
100myndir fyrir
adeins 2.900
Eftir Þórð Snæ Júliusson
thordur@bladid.net
Kostnaður vegna reksturs dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins hefur
meira en tvöfaldast í tíð ríkisstjórn-
arsamstarfs Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Samkvæmt
rekstarreikningi ríkissjóðs árið
1995 var heildarkostnaðurinn 9,7
milljarðar á verðgildi dagsins í dag.
Á fjárlögum í ár er sá kostnaður tæp-
lega 21 milljarður króna.
Töluverðar skipulagsbreytingar
hafa orðið á rekstri ráðuneytisins á
þessum árum og mörg ný verkefni
færst undirþað. Við breytingar á lög-
regluskipan sem gekk í gildi um síð-
ustu áramót færðist meðal annars
sýslumannsembættið á Keflavíkur-
flugvelli frá utanríkisráðuneytinu
og varð hluti af nýju sýslumanns-
embætti á Suðurnesjum. Kostnaður
vegna þess var rúmur milljarður á
fjárlögum ársins 2006.
Þá hafa fslendingar verið þátttak-
endur í Schengen-samstarfinu frá
árinu 2001 og er kostnaður vegna
þess áætlaður 134 milljónir króna
í ár. Útlendingaeftirlitið var einnig
aðskilið frá embætti lögreglustjór-
ans í Reykjavík og gert að sjálfstæðri
stofnun á fjárlögum. Það hefur
heitið Útlendingastofnun frá árinu
200t og hefur kostnaður vegna þess
nánast tvöfaldast frá aldamótum. Þá
tóku lög um neyðarsímsvörun gildi
um áramótin 1996 og er kostnaður
vegna reksturs hennar áætlaður um
100 milljónir króna á þessu ári.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra, segir aukin umsvif
vera helsta orsakavald aukins kostn-
aðar. „Augljóst er að aukin umsvif
við löggæslu á sjó og landi kosta
mikið og sá kostnaður vex með sí-
fellt umfangsmeiri verkefnum."
Einstakir kostnaðarliðir innan
ráðuneytisins hafa samt sem áður
vaxið mikið á tímabilinu. Þar ber
meðal annars að nefna kostnað
vegna yfirstjórnar ráðuneytisins
en rekstur hennar kostaði 254 millj-
ónir króna á núvirði árið 1995. A
fjárlögum ársins 2007 er hann áætl-
aður um 700 milljónir króna og
hefur því aukist um 175 prósent á
tímabilinu.
Þá hefur kostnaður vegna fangels-
ismála farið úr 519 milljónum króna
í 853 milljónir króna á sama tíma-
bili. Þó var minna fjármagn veitt til
fangelsisbygginga í ár en fyrir tólf
árum. Þá runnu 208 milljónir króna
til málaflokksins en í ár var sú tala
183 milljónir króna.
Landhelgisgæslan hefur vaxið
mikið að umsvifum á síðustu tólf
árum. Kostnaður vegna hennar
var um einn og hálfur milljarður
árið 1995 en er áætlaður rúmlega
2,2 milljarðar króna í ár. Auk þess
var 519 milljónum króna bætt við í
Landhelgissjóð á fjárlögum ársins
í ár.
En það er kostnaður vegna kirkju-
mála sem hefur aukist mest. Árið
1995 voru 756 milljónir veittar í
þann málaflokk en fjárútlát vegna
hans á fjárlögum 2007 eru áætluð
um fimm milljarðar að meðtöldum
sóknargjöldunum sem ríkið inn-
heimtir. Þau nema um tveimur
milljörðum króna í ár og 82 prósent
þeirra renna til þjóðkirkjunnar.
ÚLFLJÓTSVATNI
Upplýsingar og skrcming ó netinu:
www.ulfljotsvatn.is
; " 7—
- Kassaklifur - GP5 ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöyf -
Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri
Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandi!
ii
a
INNRITUN ER HAFIN - OpiÖ virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is