blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 blaðið Verður stærsta frystigeymslufyrirtækið Stjórn Eimskipa hefur samþykkt að gera formlegt yfir- tökutilboð í allt hlutafé Versacold Income Fund I Kanada. Tilboðið hljóðar upp á 12,25 Kanadadollara á hlut og nemur heildarkostnaðurinn um 67 milljörðum króna. Eim- skip hefur nú þegar tryggt sér um 25,3% hlutafjárins. HAFNARFJORÐUR Þjóðahátíð á iaugardag Þjóðahátíð Alþjóðahússins verður haldin I íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á laugardag. Á henni verður boðið upp á mat, tónlist og menn- ingu frá öllum heimshornum. Hátíðin er liður í lista- og menningarhátíðinni Björtum dögum. HÉRAÐSDÓMUR Tveir mánuðir fyrir tvö tannbrot Tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann var dæmdur fyrir tvær líkamsárásir sem áttu sér stað í október árið 2005 og september árið 2006, en í bæði skiptin braut hann tennur í manni. Hann greiðir málskostnað. Umdeildur sjónvarpsþáttur: Nýru í verðlaun Sjónvarpsþáttur einn í Hol- landi hefur valdið miklum sið- ferðislegum deilum í landinu og hafa stjórnmálamenn þar farið fram á að þátturinn verði ekki sýndur í sjónvarpi. Þátturinn ber heitið „Stóri líffæragjafaþáttur- inn“ og bítast þrír þátttakendur um verðlaunin, sem eru nýru úr dauðvona konu. Hún sér sjálf um að velja líffæraþegann eftir að hafa kynnt sér sögu þátttak- endanna og rætt við fjölskyldur þeirra. „Þetta er brjáluð hugmynd segir Joop Atsma, leiðtogi Kristi- legra demókrata. Flokkur hans er einn nokkurra sem farið hafa fram á að hætt verði við framleiðslu þáttanna. Framleið- endurnir ætla ekki að verða við beiðninni og segja að þátturinn leiði í ljós skort á liffæragjöfum í landinu. Snúningsdiskur Háþrýstidælur K 7.85 M Plus Þegar gerðar eru hámarkskröfur Vinnuþrýstingur: 20-150 bör Vatnsmagn: 550 Itr/klst Stillanlegur úöi Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól K 7.80 M Plus K 5.80 M Plus ■ Vinnuþrýstingur: 20-125 bör ■ Vatnsmagn: 450 Itr/klst ■ Lengd slöngu: 7,5 m ■ Stillanlegur úði ■ Túrbóstútur + 50% - ■ Sápuskammtari " 0 ■«» K 6.80 M Plus Vinnuþrýstingur 20-150 bör Stillanlegur úði Sápuskammtari ■ Vatnsmagn: 550 Itr/klst ■ Túrbóstútur + 50% ■ Lengd slöngu: 9 m Vinnuþrýstingur: 20-135 bör Vatnsmagn: 530 Itr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði Ymsir aukahlutir RAFVER SKEIFAN 3E-F • SÍMI 581-2333 • FAX 568-0215 ■ WWW.RAFVER.IS þriðjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 Rýnt f röntgenmyndir Röntgen- laeknir leitar eftir meinum í myndum. Bla6i6/Ómor Uppgötvun erfðabreytileika sem auka líkur á brjóstakrabba: Þróa á tæki til greiningar ■ Stór hluti ber breytileikana ■ Umhverfisþáttur í áhættunni ■ Eykur á bjartsýni Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það er mjög mikilvægt að horfa til þess að það sem búið er að finna núna skýrir bara 25 prósent af áhættunni á brjóstakrabbameini. Það er dálítið langt í land þar til hægt verður að segja konu að hún sé ekki í áhættu," segir Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Vísindamenn hjá fyrirtækinu og samstarfsmenn þeirra birtu um helgina niðurstöður rannsóknar sem leiddi til uppgötvunar tveggja nýrra erfðabreytileika sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Töluverð vinna er þó eftir áður en greiningartæki kemur á markað á grundvelli þessarar uppgötvunar. Óháðaldri Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar bera 25 prósent kvenna af evrópskum uppruna tvö eintök af erfðabreytileikanum á litningi 2 og eykur það líkurnar á brjóstakrabbameini um 44 pró- sent miðað við þær konur sem ekki bera breytileikann. Alls bera 7 prósent kvenna erfðabreytileik- ann á litningi 16 og eykur það lík- urnar á brjóstakrabbameini um 64 prósent miðað við þær konur sem breytileikinn finnst ekki í. Fyrsta skrefið í uppgötvun- unum var skimun á erfðameng- inu með greiningu á 300.000 erfðabreytileikum í stórum hópi íslenskra brjóstakrabbameinssjúk- linga óg heilbrigðum viðmiðunar- hópi. Nokkrir erfðabreytileikar sem sýndu fylgni við sjúkdóminn í íslenska hópnum voru því næst prófaðir í öðrum hópum frá ís- landi, Svíþjóð, Spáni, Hollandi og Bandaríkjunum. Þátttakendur i rannsókninni voru 21 þúsund, þar af 18 þúsund á íslandi. Erfðabreytileikarnir sem fund- ust eru óháðir aldri en tengsl eru á milli þeirra og ákveðinnar tegundar krabbameins. „Þessir breytileikar sem við fundum tengjast sérstaklega estrógenvið- taka jákvæðum æxlum sem eru háð kvenkynshormónum í vexti,“ greinir Kári frá. Umhverfisþættir mikilvægir „En algengir sjúkdómar eins og brjóstakrabbamein eru alltaf þannig að umhverfisþáttur er í áhættunni. Það er hægt að fá sjúkdóminn þótt ekki sé til staðar erfðabreyti- leiki sem eykur líkurnar á að maður fái hann. Maður þarf þó að verða fyrir meiri umhverfis- áhrifum heldur en þeir sem eru með arfgenga áhættu. Langoftast er um að ræða bæði erfðaþátt og umhverfisáhættu." Forstjóri íslenskrar erfðagrein- ingar segir að umhverfisþættir skipti miklu máli varðandi al- genga sjúkdóma. „Þetta þýðir að hægt er að hefja leit að umhverfis- þætti og forðast hann til að koma í veg fyrir að arfgeng áhætta verði að sjúkdómi. Þetta býður líka upp á að sett verði eitthvað í umhverfið sem setur lífræna ferlið í andstæða átt, til dæmis lyf sem mætti nota til forvarna. Erfðir algengra sjúk- dóma eru á þann hátt að þær auka manni bjartsýni á möguleikana á að takast á við sjúkdóminn Það er von Kára að uppgötvunin opni möguleikana á samvinnu Þettaá endanlega að frelsa okkur Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar Erföagreiningar við íslenska vísindamenn á Land- spítalanum og hjá Krabbameins- félaginu sem fyrir 12 árum áttu hlutdeild í uppgötvun sjaldgæfra brjóstakrabbameinsgena en stökk- breytingar í þeim auka áhættuna mjög mikið. Skoða þarf samspilið Með uppgötvun vísindamanna íslenskrar erfðagreiningar og vísindamanna úti í heimi hefur verið varpað ljósi á fimm breyti- leg svæði í erfðamenginu. „Það sem þarf að gera næst er að reyna að skoða samspil þessara svæða og nota skilning okkar á samspili þeirra til að búa til greiningartæki til að finna þær konur sem eru í áhættu og þurfa á nákvæmasta eft- irlitinu að halda. Það verður alltaf að finna aðferðina til að greina áður en fundin er aðferð til að lækna.“ Kári leggur áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar viti hvort þeir séu í áhættuhópi. „Það gerir ekkert annað en að opna þá mögu- leika að viðkomandi geti farið að gera eitthvað við þeirri áhættu sem hann fæðist með. Það eru til umhverfisþættir sem við getum annað hvort sótt í eða forðast til að hafa áhrif á þær líkur að þessi arfgenga áhætta verði að sjúk- dómi. Þetta á endanlega að frelsa okkur en ekki að hneppa okkur í þrældóm."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.