blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 11
blaöiö
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 11
Níkaragva:
Mæörahús
í notkun
Fyrsta Mæðrahúsið, sem byggt
er fyrir íslenskt fé í Níkaragva,
hefur verið tekið formlega í notk-
un í bænum Camoapa. Fjögur
önnur Mæðrahús, sem byggð
eru á vegum Þróunarsamvinnu-
stofnunarinnar, verða opnuð á
næstunni og bætast í hóp þeirra
52 sem fyrir eru í landinu.
Haft er eftir Gerði Gests-
dóttur ráðgjafa að starfsemi
Mæðrahúsanna hafi reynst
áhrifamikil leið til að vinna
gegn mæðra- og ungbarnadauða
sem er hár í Níkaragva. Vegna
erfiðra samgangna á rigningar-
tíma eigi konur erfitt með að
fá aðstoð heilbrigðisstarfsfólks
við fæðingu. Þess vegna þurfi
Mæðrahús að vera sem víðast.
Breytingar hjá Strætó:
Tenging við
skóla skorin
Samfylkingin og fulltrúi F-lista
mótmæltu í gær á fundi hverf-
isráðs Árbæjar þeirri ákvörðun
að láta hraðleiðina S5 aka um
Sæbraut í stað Miklubrautar. Þar
með sé skorið á tengingu Árbæj-
arhverfis, Ártúnsholts, Seláss og
Norðlingaholts við marga helstu
skóla landsins og stærstu vinnu-
staði. Verði þetta að teljast sérstak-
lega undarlegt í ljósi áforma um
gjaldfrjálsar almenningssamgöng-
ur fyrir námsmenn næsta haust.
1 bókuninni er jafnframt lýst
furðu yfir því að samráð hafi ekki
verið haft við hverfisráð Árbæj-
ar fyrr um breytingarnar sem
ganga eiga í gildi um næstu helgi.
Hugo Chavez, forseti Venesúela:
Forsetinn í stríð við fjölmiðla
Einungis klukkustundum eftir
að hafa látið loka RCTV-sjónvarps-
stöðinni ákvað Hugo Chavez,
hinn umdeildi forseti Venesúela,
að loka annarri sjónvarpsstöð.
Hann hefur einnig farið í mál
við bandarísku sjónvarpsstöð-
ina CNN fyrir að bendla sig við
al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin.
Linnulaus mótmæli hafa staðið
yfir víðs vegar um landið frá því Cha-
vez tilkynnti að hann hygðist ekki
endurnýja útsendingarleyfi RCTV,
sem hann sakar um að hafa reynt
að grafa undan ríkisstjórninni. Cha-
vez fyrirskipaði öllum sjónvarps-
stöðvum í landinu að birta ávarp
sitt, þar sem hann segir að nauðsyn-
legt hafi verið að loka stöðinni sem
hafi verið ógn við landið.
1 höfuðborginni Caracas lenti lög-
reglan í útistöðum við hátt í 5 þús-
und mótmælendur og beitti hún
táragasi og skaut gúmmíkúlum í
átt að þeim. Stuðningsmenn Cha-
vez hafa einnig fjölmennt út á götur
landsins til að lýsa stuðningi við
ákvörðun forsetans.
I gær tilkynnti svo samskiptaráð-
harra landsins að sjónvarpsstöðinni
Globovision yrði lokað fyrir að hafa
hvatt til þess að Chavez verði ráð-
inn af dögum. Forráðamenn stöðv-
arinnar þvertaka fyrir ásakanirnar.
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
B.Sc. í VIÐSKIPTAFRÆÐI
í viöskiptafræói við Háskólann á Akureyri er lögö áhersla á aó mennta nemendur tit
stjórnunarstarfa, m.a. meö þjálfun í faglegum vinnubrögóum við stefnumótun,
ákvarðanatöku og stjórnun. SamhLiöa eru nemendur þjálfaóir í fræöilegum vinnubrögðum
sem nýtast í framhaldsnámi. í grunninn fá allir nemendur sambæriLega menntun á sviöi
viðskiptafræða, en geta að auki vaLið að Leggja áhersLu á eitt af eftirtöLdum sviðum:
FERÐAÞJÓNUSTA MARKAÐSFRÆÐI
FJÁRMÁL STJÓRNUN
írak:
Mannfall og
mannrán
Níu mönnum var rænt
þegar uppreisnarmenn réðust
inn í skrifstofur fjármálaráðu-
neytisins í miðborg Bagdad
í gær. Fréttir af mannráninu
eru misvísandi en staðfest
hefur verið að fimm þeirra
sem rænt var eru Bretar, fjórir
öryggisverðir og sérfræðingur
á vegum ráðuneytisins.
Þá létust að minnsta kosti 22
og á sjötta tug slösuðust þegar
strætisvagn var sprengdur í loft
upp. Vagninn stóð á fjölmennu
torgi í miðborginni, en ekki er
vitað hvort nokkur var inni í
honum er sprengingin varð. f
fyrradag létust 20 manns þegar
bílsprengja sprakk í einu helsta
viðskiptahverfi Bagdad og tveir
bandarískir hermenn létust í
þyrluslysi í Diyala-héraði.
í boði er bæði staðarnám og fjarnám
Námskrár, kynningarefni og umsóknareyóubLöð eru á www.unak.is
Spennandi valkostur
• PersónuLegt umhverfi - góð tengsL miLLi nemenda og kennara.
• SveigjanLeiki - nemendur geta valió um að stunda staðnám eða fjarnám
• Áhugaverð bLanda af tengslum við atvinnuLíf og fræðiLegri umfjöLLun
„Ég er mjög ánægóur meö viðskiptafræðinámið við Háskólann á Akureyri. Ég tel þetta vera
gott nám þar sem maður fær góðan grunn fyrir framtíðina, hvað svo sem hún ber í skauti
sér. Mérfinnst námsálagið passLegt og fögin við hæfi og get mælt með þessu námi."
Einar Hafliðason
2. ár í stjómun
UMSÓKNARFRESTUR
ERTIL5. JÚNÍ2007
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI • v/Norðurslóð • 600 Akureyri • Sími: 460 8000 • www.unak.is