blaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
blaðið
• Í3L» * -rr,
t m
UTAN ÚR HEIMI
RÚSSLflND t
Tilraun með langdræga eldflaug
Rússneski herinn gerði í gær tilraun með langdræga
eldflaug sem getur borið fjölda kjarnaodda. Tilrauna-
skotið var gert frá Plesetsk í norðvesturhluta Rúss-
lands og lenti á skotmarki sínu í 5500 kílómetra
fjarlægð á Kamtsjatka-skaga.
Harmleikur í Texas
Lögreglan í Hudson Oaks í Texas fann í gær ungbarn
sem hékk í snöru í hjólhýsi í Oak Hills-hjólhýsagarð-
inum. Barnið var flutt á sjúkrahús en óvíst er hvort því
er hugað líf. Lík fjögurra annarra, þriggja barna og
eins fullorðins, fundust í nágrenni við hjólhýsið.
LÍBlfl
Blair fundar með Gaddafi
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf vikuferð sína til
Afríku í Líbíu þar sem hann sat fund með Muammar Gaddafi
Líbíuleiðtoga. Heimsóknin kemur í kjölfar tilkynningar British
Petroleum um að hefja aftur starfsemi í landinu. Samskipti
Bretlands og Líbíu hafa stórbatnað í valdatíð Blairs.
Hörmungar Yfir 2 milljónir hafa flúið átökin
Darfúr-héraði í Súdan. Bandaríkjaforseti vill
grípa til hertra aðgerða til að stöðva ofbeld-
ið, en hefur mætt andstöðu frá Kfnverjum og
Rússum.
jfst
Bandaríkin herða refsiaðgerðir gegn Súdan:
Harðorður Bush krefst aðgerða
Þrýsta á Sameinuðu þjóðirnar Kína og Rússland hikandi
Eftlr Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Bandaríkin ætla að herða refsi-
aðgerðir gegn Súdan og þrýsta á
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) að setja meiri þrýsting á Omar
al-Bashir, forseta landsins, að binda
enda á ofbeldið í Darfur-héraði. Kín-
verjar og Rússar eru þó ekki tilbúnir
að ganga jafnlangt og Bandaríkja-
stjórn hefur lagt til. Aðgerðir þeirra
hafa dregið úr skilvirkni núgildandi
refsiaðgerða og þykja líklegar til að
koma í veg fyrir frekari aðgerðir i ör-
yggisráði SÞ.
Refsiaðgerðirnar hafa þegar
gengið í gildi og er þeim einkum
beint að fyrirtækjum í olíuiðnað-
inum. George Bush Bandarikjafor-
seti sagði í gær að fleiri súdönskum
fyrirtækjum og einstaklingum verði
meinað að eiga viðskipti við Banda-
ríkin. „Of lengi hefur fólkið í Dar-
fúr þjáðst af völdum ríkisstjórnar
sem er samsek um árásir, morð og
nauðganir á saklausum borgurum.
Ríkisstjórn mín hefur kallað þessar
aðgerðir réttu nafni: þjóðarmorð.
Við beinum aðgerðum okkar gegn
einstaklingum sem ábyrgir eru fyrir
ofbeldinu,“ sagði Bush.
Yfir 200 þúsund manns hafa látið
lífið í átökunum sem staðið hafa yfir
frá 2003. Um tvær milljónir manna
hafa flúið heimili sín. Flestir halda
til í flóttamannabúðum í Darfúr-
héraði auk þess sem um 200 þúsund
manns hafa flúið til nágrannaríkis-
ins Tsjads.
Bush hefur skipað Condoleezzu
Rice að leita stuðnings við hertar að-
gerðir af hálfu öryggisráðsins, sem
og að þrýsta á um að friðargæslulið
á vegum SÞ verði sent til Darfúr. Ein-
ungis um 7 þúsund manna herlið
frá Afríkubandalaginu sér um að
viðhalda vopnahléi í héraðinu, en
það hefur hingað til engan veginn
ráðið við verkefnið. Ríkisstjórn Sú-
dans neitar að hleypa sveitum SÞ til
héraðsins. „Ég skora á al-Bashir að
hætta öllum hindrunum og hleypa
friðargæsluliði að til að binda enda á
ofbeldi sem beint er gegn saklausum
mönnum, konum og börnum," sagði
Bush.
Kínverjar efuðust í gær um áhrif
refsiaðgerðanna og sögðu að þær
myndu aðeins flækja málin enn
frekar. Öryggisráðið ræddi í síðustu
viku um möguleikann á að senda
sameiginlegt friðargæslulið SÞ og
Afríkubandalagsins til Darfúr, en
samkomulag þess efnis hefur enn
ekkináðst viðKína.
Kína og Rússland hafa verið harð-
lega gagnrýnd fyrir varfærnislega
afstöðu sína gagnvart Súdan. Kín-
verjar hafa átt mikil viðskipti við
Súdan, einkum með olíu, sem skýrir
tregðu þeirra til að gripa til aðgerða.
Hagsmunir Rússa eru minni, en
líklegt þykir að andstaða við Vestur-
veldin eigi þar hlut að máli.
Bæði Kínverjar og Rússar hafa
á undanförnum árum selt mikið
magn vopna til Súdans og þannig
dregið úr skilvirkni vopnasölu-
banns SÞ. Bannið nær þó eingöngu
til vopna sem ætluð eru til notkunar
í átökunum í Darfúr og því mjög
einfalt að sneiða hjá því. Yfirvöld í
Khartoum halda því fram að vopnin
séu ekki notuð í héraðinu, en
mannúðarsamtökinAm-
ensty International full-
yrða að svo sé. Vopna-
sala Kína og Rússlands
til Súdans
nam sam-
tals 117
m i 11 j -
ó n u m
dollara
árið 2005.
PRÓFAÐU NICOTINELL NIKÓTÍNTYGGIGÚMMÍIÐ.
SAMA GÓÐA BRAGÐIÐ, NÚ í NÝJUM PAKKNINGUM,
FÆST MEÐ ÁVAXTA-, MINTU-, LAKKRÍS- OG NIKÓTÍNBI
Hjoojwglnlh^ja* AnWsails og Uj>eaa6 eða drega úr reyLxigxri.
LYFJA
LágmúK - Smáratorg - l.augavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavlk - Gnndavík - Selfoss - t.augarás - Borgarnes - Stykkishóimur
Grundarfiörður - Búðardalur - ísafjðrður - Bolungarvík - Patreksfjðrður - Sauðárkrókur - Blönduós - Hvamrnstangi - Skagaströnd - Húsavík - Köpasker
Raufarhcfn - Þórshöfn - Eg'lsstaöir - Seyöisfjörðui - Fáskrúðsfjörður • Höfn - Neskaupstaöur ■ Reyðarfjörður - Eskifjðiður
www.lyfjá.is
LYF|A 5TYÐUR lANDSLIÐ KVENNA i HANDBOLTA
Meira en tvöföldun
í íslenskunáminu
Námskeiðum hjá Mími-sí-
menntun fjölgaði mikið á milli ára,
sérstaklega í íslensku fyrir útlend-
inga. Þetta kemur fram í ársskýrslu
félagsins sem kynnt var á aðalfundi
þess í gær.
Aðsókn í íslenskunámskeið
hefur aldrei verið meiri og fjölgaði
nemendastundum um 115 prósent
á milli ára. Fjölmargir nemendur
af erlendum uppruna sækja einnig
önnur námskeið hjá Mími, til
dæmis námskeið fyrir starfsfólk í
umönnunarstörfum. Nemendum í
þeim námskeiðum fjölgaði einnig
verulega.
Hjá Mími er boðið upp á fjöl-
breytt námskeið fyrir alla aldurs-
hópa. „Fjöldi nemenda síðastliðið
ár var 5.500 á aldrinum 5 til 80
ára frá yfir 80 þjóðlöndum," segir
Ingibjörg Stefánsdóttir, verkefnis-
stjóri hjá Mími-símenntun. Mímir-
símenntun leggur meðal annars
áherslu á menntun fyrir fullorðið
fólk sem hefur ekki lokið námi
eftir grunnskóla og á síðasta ári sér-
staklega reynt að ná til fólks yfir
miðjum aldri.
Það tókst og var tæpur helm-
ingur nemenda í starfstengdum
námskeiðum yfir fertugu.