blaðið - 15.06.2007, Síða 10

blaðið - 15.06.2007, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 blaöiA UTAN ÚR HEIMI HOLLAND Samkomulag um fílabeinsviðskipti Afríkuríki hafa náð samkomulagi um hvernig fílabeins- viðskiptum skuli háttað í álfunni á næstu árum. Ríki í suðurhluta álfunnar hafa fengið leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeini sem þau hafa öðlast með löglegum hætti, en svo verða öll fílabeinsviðskipti bönnuð í níu ár. LÍBANON Eido borinn til grafar Mikill mannfjöldi kom saman þegar líbanski þingmaðurinn Walid Eido, sem talaði oft harðlega gegn Sýrlandsstjórn, var borinn til grafar í höfuðborginni Beirút í gær. Eido var einn af tíu sem lést í sprengingu í Beirút á miðvikudaginn og var þjóðarsorg lýst yfir vegna tilræðisins í gær. toanMiiian^; Bush aidrei óvinsæiii Einungis 29 prósent Bandaríkjamanna segjast styðja George Bush í embætti Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri könnun Wall Street Journal og NBC, og hefur hann aldrei mælst óvinsælli. Einungis tuttugu prósent sögðu Bandaríkin vera á réttri leið undir stjórn Bush. Þorolfur stefnir Icelandic Group: Ágreiningur um kaupréttarsamning Aðalmeðferð var í gær í máli Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, gegn Icelandic Group þar sem hann var áður forstjóri. Snýst málið um skyldu fyrirtækisins til að gera kaupréttarsamning við hann. Samkvæmt ráðningarsamningi átti að gera kaupréttarsamning innan mánaðar frá því hann hóf þar störf. Það var hins vegar aldrei gengið frá slíkum samningi en því er haldið fram að hálfu Icelandic Groups að skylda þeirra til að gera slíkan samning hafi fallið niður þegar þeir sögðu honum upp störfum. Q.ofé a-f aLLrí Blan/wax/om Laura Ashley Faxafen 14 s .551-6646 opið virka daga 10-18 dagaiA,a ±2.-20 júu^C YRIRO-lt ÁRA RUM FLUTT í FAKAFEN 9 w >0% OPNUNARTILBOÐ . > * EIGUM VÍIKIÐ * * *ÚRVAL AF FÖTUM FYRIR | 7 JÚNl * +■ 1 ■ $(¥■ pv Pórsmörk Hæstiréttur ' •’ . 1 . k *'■ : . ' v' ' dæmdi i gær að Þórsmörk í-'-g* v- r jwr væri eign rikisins. Mum hax [ : : ; j-., :*-■ Hæstiréttur dæmir ríkinu í vil: Þjóðlendur til Strasbourg? ■ Ríkið á Þórsmörk og Goðaland ■ Landnáma ekki sönnunargögn Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Hæstiréttur úrskurðaði í gær að Þórs- mörk og Goðaland séu þjóðlendur í eign ríkisins. Óbyggðanefnd og Héraðsdómur Suðurlands höfðu áður komist að sömu niðurstöðu. Landeigendur, Rangárþing eystra og prestsetrasjóður höfðuðu mál á hendur ríkinu og kröfðust þess að úrskurður Óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi. Fimm mál þess efnis voru fyrir Hæstarétti í gær og var ríki sýknað í þeim öllum. Bændur hafa samt sem áður sama afnotarétt og þeir hafa haft hingað til. „Það kann að vera að einhverjir fari með þessi mál til Mannréttindadóm- stólsins í Strasbourg," segir Ragnar Aðalsteinsson sem fór með málið fyrir hönd Rangárþings eystra. „Ef hann kemst að annarri niðurstöðu er þetta allt saman til einskis og það þarf að byrja ferlið allt upp á nýtt. Miðað við dóma sem hafa gengið þar um eignarréttindi þá væri það afar forvitnilegt. Sérstaklega af því að dómstóllinn hér hefur komið sér hjá þvi að syara veigamiklum röksemdum um eignarréttindi byggðarmanna. Það myndi hugs- anlega verða tekin afstaða til þess í Strassbourg." Ragnar segir mörgum álita- málum enn ósvarað. „ Til að geta Það kann að vera að málið farí til Mannrétí- indadómstólsins RagnarAöalsteinsson, R hæstaréttarlögmaður komist að lögfræðilegá réttri niður- stöðu, þá hefur Hæstiréttur orðið að glíma við þann vanda að rökstyðja hvernig hann getur sniðgengið laga- ákvæði sem ótvírætt giltu hér á landi frá 1281 og gilda hugsanlega enn þá. Þá hefur Hæstiréttur heldur ekki tekist á við með rökstuddum hætti hvers vegna ekki hægt sé að byggja á í versta falli hefðarrétti, ef aðrar heimildir eru ekki nægar. Lögfræði- lega séð er þetta ófullnægjandi." Ragnar gagnrýnir Hæstarétt enn frekar: „Hæstiréttur er alltaf að gæla við landnámu eins og hún hafi ein- hver sönnunargildi. Hún er hins vegar ekki opinber bók. Hún er skrifuð í lok 13. aldar og skrifuð eins og einn fræði- maður hefur sagt sem goðsögur. Síðan virðist Hæstiréttur gera ráð fyrir því að eignarréttur geti gufað upp með óljósum hætti. Það er líka spurning sem ekki hefur verið svarað lögfræði- lega, hvernig gerist það? Það vantar enn rökstuðning fyrir því hvernig eignarréttur fellur niður. Þetta eru aðeins nokkur dæmi sem er ósvarað, álitaefnin eru mikið fleiri." Guðmundur í Byrginu: Fær ekki fasta búsetu í bústað Kosning um tillögu að breyt- ingu á aðalskipulagi klauf meiri- hluta sveitastjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps. Um var að ræða ósk frá Guðmundi Jóns- syni, fyrverandi forstöðumanni Byrgisins. Hann fór fram á að frí- stundabyggð með lóðum fyrir sjö sumarhús yrði breytt i íbúabyggð. Tillagan var felld með þremur at- kvæðum gegn einu en einn sat hjá. Ingvar G. Ingvarsson, oddviti meirihluta sveitastjórnarinnar, greiddi atkvæði með tillögunni. í samtali við fréttavefinn sudurland. is segist Ingvar hafa byggt atkvæði sitt að hávaðamengun á svæðinu sé yfir þeim mörkum sem gilda um sumarbústaðabyggð. „Ennfremur eru nærliggjandi lóðir iðnaðar- og gámasvæði sem ýtir einnig undir það að þettahenti ekki sem drauma- staður fyrir sumarbústaðabyggð,“ sagði Ingvar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.