blaðið - 10.07.2007, Page 9

blaðið - 10.07.2007, Page 9
blaóiö ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2007 FRÉTTIR 9 Þurfti að hætta eftir 21 klukkustundar sund Synti baksund til að kasta ekki upp Húsdýragarðurinn Grútarblautum erni bjargað Vegfarandi um Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi bjargaði ófleygum erni á föstudag með því að hafa samband við Náttúrustofu Vestur- lands sem kannaði málið. Fuglinn var að sögn Skessuhorni, handsamaður og sendur í Hús- dýragarðinn í Reykjavíkþar sem átti að þvo hann og fæða, þar sem hann var grútarblautur, líklega eftir viðureign við fýl. Ein kló var brotin og stélið laskað. Án hjálpar vegfarandans hefði fuglinn varla lifað af. Fuglinn var ómerktur en líklegast rígfullorðinn. Bíldudalur Kveikt var í Litlu-Eyri Eldur var borinn að iðnaðarhús- næði að Litlu-Eyri á Bíldudal þann 20. febrúar og rannsakar lögreglan því brunann sem íkveikju. Brunabótamat hússins er, sam- kvæmt fréttamiðlinum bb.is, um 50 milljónir króna en engin starfsemi var í húsinu þegar það brann og hafði ekki verið í einhvern tíma. Húsið var í eigu Berglínar ehf. í Stykkishólmi. Lögreglan hvetur alla þá sem hugsanlega búa yfir vitneskju um eldsvoðann til að hringja í síma 450-3730 eða 450-3744. Flugumferð Næst-annasam- asti dagurinn Á sjötta hundrað flugvéla fóru um svæði íslenskrar flugum- ferðarstjórnar frá sunnudegi til mánudags og var sólarhringur- inn sá annar annasamasti hingað til. Meðaltalið er innan við tvö hundruð vélar á sólarhring. Öll umferð frá Evrópu til Amer- íku fór í gegnum svæði hér vegna hagstæðra vinda, samkvæmt upplýsingum Flugstoða. s /( bI p á-'H bd Akureyri Gaf þrjár millj- ónir til aldraðra Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, færði Öldrun- arheimilum Akureyrar peninga- gjöf að upphæð þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta hana til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. Benedikt S. Lafleur, sem gerði til- raun til að synda yfir Ermarsund frá Dover í Englandi til Calais í Frakk- landi, þurfti að hætta sundi um mið- nætti í fyrrinótt eftir að hafa synt í 21 klukkustund. „Það var virkilega svekkjandi að þurfa að hætta sundi þegar ég var farinn að sjá til lands. Mér sýndust vera 4 eða 5 kílómetrar eftir þegar minnst var,“ sagði Benedikt þegar Blaðið hafði samband við hann. Hann var að vonum þreyttur eftir sundið, enda hafði hann synt rúm- lega 25 kílómetra. „Fyrsti kaflinn gekk frekar erf- iðlega, en svo tók við langur kafli með sól og stillu - nánast eins og að synda í sundlaug. En þegar ég nálgaðist Frakklandsstrendur lenti ég í miklum straumum; stóð í stað og rak jafnvel frá landi. Það tafði mig of mikið til að ég gæti klárað sundið,“ sagði Benedikt, sem segist munu stunda sjósund áfram, þótt hann telji ósennilegt að hann reyni aftur við Ermarsundið á næstunni. Bátur fylgdi Benedikt alla leið og rétti áhöfnin honum næringu í vökvaformi. „Það gerði mér erfið- ara fyrir að ég átti erfitt með að nær- ast, bæði sökum öldugangs og eins sökum velgju. Á tímabili varð ég að synda baksund til að kasta ekki upp.“ hlynur@bladid.net STUTT • Lyfjaakstur ökumaður um tvítugt var stöðvaður í Kópa- vogi í fyrrinótt í reglubundnu eftirliti lögreglunnar. Kom þá í ljós að maðurinn var undir áhrifum lyfja og með réttindi í ólagi. Einnig fundust eiturlyf í bílnum. • Flugfélagið Engum fast- ráðnum flugmönnum hefur verið sagt upp hjá Flugfélagi íslands fyrir næsta vetur. Fé- lagið réð 14 flugmenn til sum- arstarfa í ár en óijóst er hvort einhver jir þeirra halda vinnu í vetur. Það ræðst af því hvort einhverjir fastráðnir flug- menn fara i launalaus leyfi. mbl.is THIIftl Upplifðu ísland með Thule ferðavörum Ferðabox verð frá 24.900,- Allar upplýsingar um THUIJE ferðaboxin er að finna á vef Stillingar www.stilling.is í Stilli www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11,108 Reykjavik | Bildshöfði 12,110 Reykjavík | Smiöjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Simi: 520-8000

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.