blaðið - 10.07.2007, Side 11

blaðið - 10.07.2007, Side 11
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 2007 FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net 757 vélarnar okkar fljúga í níu tíma. Þessi vél getur flogið í allt að nítján tíma. Þannig að það er varla sá staður í heim- inum sem ekki er hægt að fljúga til Bylting í flug- vélasmíði ■ Ný þota Boeing færir flugfélögum ný tækifæri ■ Líklegt að rekstrarkostnaður lækki töluvert Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@bladid.net Flugvélaframleiðandinn Boeing kynnti í gær nýja þotu sem talið er að muni umbylta flugheiminum. Léttari, sparneytnari og langfleygari Þotan sem ber nafnið 787 Dream- liner er fyrsta stóra farþegaþotan sem er að meirihluta gerð úr kol- trefjaefnum. Koltrefjaefni eru bæði léttari og endingarbetri en ál sem hingað til hefur mest verið notað í þotur af þessu tagi og því er þotan mun léttari en aðrar sambærilegar þotur. Af því leiðir að hún eyðir um 20 prósentum minna eldsneyti og hefur töluvert meira flugþol. Með sjö í takinu Icelandair hefur nú þegar tryggt sér fjórar 787 þotur. „Fyrstu tvær koma á árinu 2010 og svo aðrar tvær 2012. Svo höfum við möguleika á þremur til viðbótar sem við erum ekki búin að negla dagsetningar á,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Hann segist mjög spenntur fyrir BOEING 787 DREAMLINER ► Nú þegar hafa 677 þotur verið pantaðar af 47 fyrir- tækjum. Þær eru meira en 100 milljarða virði. ► 50% þotunnar er úr kol- trefjaefnum en aðeins 12% af síðustu nýju þotunni frá Boeing, 777. W. Vegna þess að koltrefjaefn- ™ in tærast ekki verður hægt að hafa rakastig í farþega- rýmum mun meira en nú þekkist. þessum nýju þotum því þær muni líklega koma til með að lækka rekstr- arkostnað töluvert. „Þær munu eyða mun minna eldneyti, eða um 20 pró- sentum minna á hvert sæti miðað við vélarnar nú,“ segir Jón Karl og bætir við: „Eldsneytisverð hefur þre- faldast á síðustu árum þannig að þetta verður gríðarlegur munur ef sú þróun heldur áfram.“ Þá segir Jón Karl koltrefjaefnin vera gríðarlega sterk efni sem þurfa minna viðhald en álið sem hefur verið ráðandi í eldri vélum. „Tær- ingar verða til dæmis miklu minna vandamál," segir Jón Karl. Nýju vélarnar opna einnig ný tæki- færi fyrir Icelandair. „757 vélarnar okkar fljúga í níu tíma. Þessi vél getur flogið í allt að nítján tíma. Þannig að það er varla sá staður í heiminum sem ekki er hægt að fljúga til,“ segir Jón Karl og nefnir staði eins og Moskvu og Asíu sem dæmi. Umhverfisvænni Útblástur farþegaþotunnar er um 20 prósentum minni en hjá eldri þotum. Umhverfisverndarsinnar víða um heim hafa fagnað tilkomu þotunnar en hafa þó slegið ýmsa varnagla. Þeir eru einkum þeir að minni rekstrarkostnaður mun hafa í för með mér auknar flugsamgöngur og því verður heildarútblásturinn áfram jafn mikill eða jafnvel meiri. Þrátt fyrir að mikið sé talað um að í framtíðinni muni koltrefjaefni líkt og notuð eru í 787 ryðja áli úr vegi þá hækkaði gengið í Alcoa, næststærsta álframleiðanda í heimi, í gær. VILTU VITA MEIRA? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net MARKAÐURINN í GÆR • Mest viðskipti í Kauphöll OMX voru með bréf Kaupþings, fyrir 3,3 milljarða króna. Næstmest víð- skipti voru með bréf Landsbankans, fyrir 2,6 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Exista, 4,78%. Bréf Icelandair hækkuðu um 3,67% og bréf Kaup- þings um 2,69% • Mesta lækkunin í gær var á bréfum Össurar, eða 2,27%. Bréf Atlantic Petroleum lækkuðu um 0,46%. • Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82% og stóð í 8.701 stigi í lok dags. • fslenska krónan styrktist um 0,69% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 0,62% í gær og Nikkei-vísitalan í Japan um 1, 3%. Þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,4%. Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá 0MX á íslandi, 9. júlí 2007 Viðskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboð í lok dags: Félog í úrvalsvísitölu verð breyting viðsk.verös vlöskipta dagsins Kaup Sala ▼ Actavis Group hf. 88,90 -0,11% 9.7.2007 2 346.710 88,80 ♦ Atorka Group hf. 9,00 0,00% 9.7.2007 9 16.989.906 8,95 9,04 ▲ Bakkavör Group hf. 70,70 1,00% 9.7.2007 20 227.109.444 70,40 70,90 a Existahf. 38,35 4,78% 9.7.2007 64 1.019.042.674 38,15 38,35 a FL Group hf. 30,10 0,67% 9.7.2007 32 685.849.848 30,05 30,20 a Giitnir banki hf. 28,95 0,52% 9.7.2007 94 2.328.682.164 28,95 29,00 ▼ Hf. Eimskipafólag íslands 39,55 ■0,63% 9.7.2007 6 2.526.323 39,55 39,65 a lcelandair Group hf. 31,10 3,67% 9.7.2007 26 729.136.378 31,00 31,15 a Kaupþing banki hf. 1220,00 2,69% 9.7.2007 120 3.326.119.248 1218,00 1221,00 a Landsbanki íslands hf. 39,70 2,06% 9.7.2007 88 2.565.975.299 39,65 39,75 Mosaic Fashions hf. 17,00 6.7.2007 - - 16,90 17,20 Straumur-BurSarás Fjárf.b. hf. 22,85 9.7.2007 114 1.402.939.711 22,80 22,85 A Teymlhf. 5,39 2,08% 9.7.2007 16 93.064.985 5,32 5,39 v Össurhf. 107,50 •2,27% 9.7.2007 17 78.189.159 106,00 107,00 Onnur bréf ó Aðallista ♦ 365 hf. 3,37 0,00% 9.7.2007 1 661.032 3,37 3,40 * Alfescahf. 5,82 1,39% 9.7.2007 2 6.074.144 5,80 5,88 ▼ Atlantic Petroleum P/F 1085,00 ■0,46% 9.7.2007 2 906.851 1075,00 1085,00 ♦ Flaga Group hf. 1,90 0,00% 29.6.2007 - - 1,90 1,92 *■ ForoyaBank 232,00 1,09% 9.7.2007 34 13.383.951 229,00 230,00 ♦ lcelandic Group hf. 6,40 0,00% 6.7.2007 1 211 6,40 6,44 a. Marelhf. 91,60 1,10% 9.7.2007 4 36.540.000 91,40 91,90 ♦ Nýherji hf. 19,20 0,00% 21.6.2007 - - 19,50 ♦ Tryggingamiðstöðin hf. 39,30 0,00% 20.6.2007 - 39,25 39,60 ♦ Vinnslustððin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - - First North á Islandi a Century Aluminium Co. 3640,00 2,25% 9.7.2007 6 54.546.320 3629,00 3653,00 ♦ HBGrandihf. 12,00 0,00% 2.7.2007 mmm mmm 12,50 ♦ Hampiðjanhf. 7,00 0,00% 20.6.2007 . . 7,70 Nýr norskur Nýr olíu- og gasrisi varð til í Noregi í síð- ustu viku er aukaaðal- fundir í Norsk Hydro og Statoil samþykktu samruna. Norsk Hydro mun afhenda Statoil olíu- og gas- framleiðsluhluta fyr- irtækisins og einbeita sér að álframleiðslu og vatnsaflsvirkjunum í framtíðinni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum. Nýja fyrirtækið mun fyrst um sinn nefnast Statoil Hydro. Samanlögð framleiðsla þess verður 1,9 milljónir tunna á dag og birgðirnar eru sam- anlagt 6,3 milljarðar tunna. oliurisi Sænskir atvinnurekendur vilja evru Ný könnun meðal sænskra atvinnurekenda sýnir að 60% þeirra telja það hafa neikvæð áhrif að Svíþjóð standi utan evrusvæðisins. „Evran er heimsgjaldmiðill. Fyrirtækin telja að það komi niður á samkeppnishæfni þeirra að búa annars vegar við gjaldeyriskostnað og hins vegar við þá huglægu hindrun sem felst í því að standa fyrir utan,“ segir Anna-Stina Nordmark, nýr framkvæmdastjóri sænsku atvinnurekendasamtakanna. í viðtali við Dagens Industri skammar Nordmark stjórn Fredriks Rein- feldts fyrir að taka ekki afstöðu til evrunnar og segir stöðu Svíþjóðar hafa breyst frá því að evrunni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir fjórum árum. Til dæmis hafi fleiri ríki bæst við evrusvæðið. Stressandi aö vera atvinnulaus Öfugt við það sem margir halda fylgir því meiri streita að vera atvinnulaus en að vera upptek- inn í vinnu. Þetta kemur fram í könnun sem danska blaðið Politiken segir frá. Þannig segjast 52% atvinnu- lausra upplifa talsverða eða mikla streitu, en samsvarandi hlutfall hjá þeim sem hafa vinnu er 34%. Bo Netterstrom, yfirlæknir hjá Stressklinikken í Hillerod, segist ekki hissa á þessum niðurstöðum. Það valdi streitu að hafa hvorki vinnu né tekjur og búa við óvissu um framtíðina. í samtali við blaðið segist Lars Preisler, talsmaður samtaka lífeyris- sjóða, að óvenjulega lítið atvinnuleysi í Danmörku kunni að ýta undir streitu atvinnulausra. Áður hafi fólk getað kennt samfélaginu um að það hefði ekki vinnu. Nú fái atvinnulausir fremur á tilfinninguna að það sé þeim sjálfum að kenna að þeir finni ekki starf. blaði þriöjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.