blaðið


blaðið - 10.07.2007, Qupperneq 13

blaðið - 10.07.2007, Qupperneq 13
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 2007 LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@bladid.net „Ég held að það sem gerist í umhverfinu gerist jafn- framt innra með okkur. Þannig að þegar fólk er farið að hugsa meira um líkamann hugsar það jafnframt meira um náttúruna og öfugt. Þetta helst í hendur." Foreldrar hreyfa sig minna Flestir vita að nýfengið foreldra- hlutverk gjörbrey tir lífi fólks, en nú hefur ný rannsókn staðfest grun margra um að barneignir bitni á heilsurækt og líkam- legu formi. Samkvæmt rann- sókn sem gerð var í Háskóla í Pittsburgh í Bandaríkjunum, missa foreldrar ungra barna mikinn tíma, sem áður fór í að stunda líkamsrækt. Konur sem æfa í um fjóra tíma á viku áður en þær eignast börn, skerða tím- ann um 90 mínútur að meðal- tali þegar barnið er fætt. Feður, sem áður æfðu í um átta tíma á viku, missa að jafnaði heila fjóra og hálfan tíma af líkams- rækt þegar barnið fæðist. Tímaskortur er helsta skýringin á minni heilsurækt foreldra, en einnig er talið að „allt eða ekk- ert“-viðhorf til líkamsræktar hafi sitt að segja; fólk haldi að ef það hafi lítinn tíma til að hreyfa sig í senn geti það eins sleppt því. Ekki dónalegt að geispa Mörgum finnst í hæsta máta dónalegt að geispa á virðulegum samkomum eða þegar mikilvæg málefni eru rædd. Raunin er þó sú að um er að ræða tiiraun líkamans til þess að halda sér vakandi og öllum skynfærum virkum. Með geispi sendum við svalt loft til heilans og eigum betra með að halda einbeitingu. Ræðumenn ættu því ekki að taka það nærri sér þegar hlust- endur þeirra geispa, enda eru þeir með því að reyna að með- taka upplýsingarnar betur. Segja má að nokkurs konar ferða-hjólaæði hafi gripið landsmenn í sumar enda er mikil ásókn í alls kyns hjólreiðaferðir sem ferðaskrifstofur bjóða upp á hér á landi sem erlendis. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir segist ekki vera hissa á því; það sé einfaldlega frábært að hjóla, og ekki síst á íslandi. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Fyrir þremur árum datt Önnu og Sólveigu Magneu Jónsdóttur í hug að bjóða ferðamönnum upp á hjól- reiðatúra frá Þórkötlustöðum við Grindavík, enda báðar miklar hjóla- konur og höfðu starfað við ferða- þjónustu um árabil. „Umhverfið á Reykjanesi er alveg kjörið fyrir hjól- reiðar og gönguferðir, enda nokkuð STAÐREYNDIR Nálægt Þórkötlustöðum eru elstu minjar um saltfiskverk- un á íslandi. Anna og Sólveig eiga 24 hjól sem þær lána hjólagörpum. Hvorug þeirra ólst upp á Suðurnesjum þó svo að þær hafi valið svæðið fyrir hjóla- ferðirnar slétt og mjög fallegt. Vissulega er oft töluvert rok þar en alls eldd alltaf,“ segir Anna. „Reyndar er ekkert slæmt að hjóla í roki, maður klæðir sig bara aðeins betur og hjólar rösklegar til að fá hita f kroppinn.“ Hún segir það vera algengan misskilning að það sé erfitt að hjóla á íslandi. „Eg er búin að hjóla yfir Sprengisand og víðar og finnst það alltaf jafn æðislegt. Það tekur enga stund að venjast snörpum vind- hviðum eða brekkum,“ segir hún. Umhverfi og heilsa Anna segist ekki vera í nokkrum vafa um að aukin ásókn f alls kyns hjólaferðir stafi jafnt af umhverfis- og heilsuræktarvakningu sem orðið hefur að undanförnu. „Hjól- reiðar eru mjög umhverfisvænn ferðamáti sem jafnframt reynir á líkamann, og ég held að það sem gerist í umhverfinu gerist jafnframt innra með okkur. Þannig að þegar fólk er farið að hugsa meira um lík- amann hugsar það jafnframt meira um náttúruna og öfugt. Þetta helst í hendur. Ég held líka að margir séu orðnir dálítið þreyttir á að vera á endalausum hraða og þeytingi á ferðalögum, þar sem markmiðið er að sjá sem mest á sem allra stystum tíma. Hjóla- og göngu- ferðir snúast um að upplifa náttúr- una með nánum hætti,“ segir hún. Upphafið að heilsuátaki Þær Anna og Sóiveig hafa tekið marga misstóra hópa í hjólaferð. „Það er algengt að til okkar komi hópar á vegum fyrirtækja sem eru að skipuleggja óvissu- og hvata- ferðir eða annað slíkt og ég gæti trúað að í mörgum tilfellum væri slíkt liður í allsherjar heilsuátaki meðal starfsmanna. Að minnsta kosti veit ég til þess að það hefur verið raunin hjá sumum, að þeir hafi hafið allsherjar heilsuátak eftir svona hjólaferð. Til dæmis kom til okkar um daginn fullorðin kona í starfsmannaferð með sínu fyrirtæki. Hún hafði ekki hjólað í um þrjá áratugi en gaf öðrum þó ekkert eftir og sagði við okkur í lok ferðarinnar að hún væri ákveðin í því að kaupa sér hjól næsta mánudag, svo ánægð væri hún,“ segir Anna og bætir því við að vissulega sé fólk almennt mistilbúið í krefjandi hjólaferðir. „Við tökum auðvitað tillit til þess að fólk er í mismunandi ástandi og erum ekki að keyra neinn út, enda er það ekki markmiðið." Sjálfar halda Anna og Sólveig sig í góðu formi í þessari vinnu en Anna segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Mér finnst líka mjög gaman að ganga á fjöll og reyni að gera sem mest af því þegar tfmi gefst til. Svo hjólum við í öUum veðrum og á hvaða tíma árs sem er, að því gefnu að hóparnir treysti sér sjálfir í það.“ Vandræðalegt megrunarlyf Bandarfkjamenn í megrun flykkj- ast i hrönnum í lyfjaverslanir lands- ins til þess að festa kaup á megrun- arlyfinu Alli, en það er fyrsta lyf sinnar tegundar sem Matvæla- og lyfjastofnunin hefur veitt leyfi til að selja f lausasölu. Ásóknin í þetta lyf er gríðarleg þrátt fyrir að það geti haft afar vandræðalegar aukaverk- anir. Þeir sem taka lyfið eiga á hættu að missa hægðir, og þá sérstaklega þeir sem eru nýbyrjaðir að taka það og þeir sem innbyrða fituríka fæðu með lyfinu. Framleiðendur lyfsins vara við þessum aukaverkunum á pakkningu lyfsins og ráðleggja fólki að ganga í dökkum nærfötum fyrstu dagana og að hafa með sér föt til skiptanna í vinnu eða skóla. Lyfsalar ráðleggja gjarnan fólki að byrja að taka lyfið þegar það á frí og getur verið heima hjá sér, til þess að forðast neyðarlegar uppákomur í margmenni. Alli virkar þannig að það bindur fitu úr fæðunni og kemur í veg fyrir að hún sé melt og tekin upp í blóðinu. Sé fæðan mjög fiturík eykst hættan á hægðamissi til muna og því er nauðsynlegt að skera niður fitu á meðan lyfið er tekið. Þannig virkar það ekki einungis sem megrunarlyf heldur eru neytendur þess gjarnan neyddir til þess að venja sig á hollt mataræði til frambúðar, og því er þessi leiða aukaverkun ekki slæm að öllu leyti. Alli er ekki ætlað að vera „krafta- verkalyf “ heldur gagnast það fyrst og fremst þeim sem vilja missa nokkur aukakiló en ekki þeim sem þurfa að vinna bug á alvarlegri offitu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.