blaðið - 10.07.2007, Síða 20

blaðið - 10.07.2007, Síða 20
LAUSHROARSKELDA Atli Fannar skrifar frá Danmörku atli@bladid.net tpa Tónlist sveitarinnar má lýsa þannig að . J-' það er eins og djöfullinn sjálfur sé að framkvæma særingu á jesúbarninu með það að markmiði að ná sjálfum sér út. Veðrið skánaði á viðbióðsleffri Hróarskel -■■'r-LJL O [báríð Gojira var mögnuð Pungt rokkið reyndist nærandi. Blaðið/Atli Fannar Sólin lét sjá sig á síðasta degi Hróarskelduhátíðar- innar og hljómsveitirnar héldu áfram að brillera. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Roskilde-festival... and step on it,“ sagði ég við sköllóttan leigubílstjóra í Köben á laugardag. „Þú veist að það kostar peninga,“ sagði hann á móti, en svipurinn sem ég gaf honum gerði svar mitt nánast óþarft: „Já. Eg veit að það kostar peninga.“ Bílstjórinn lét ekki segja sér það tvisvar og steig bensínið í. botn. Hann ók á 160 kílómetra meðal- hraða og negldi niður í hvert skipti sem hann sá bíla úti í kanti, af ótta við að lögreglan sæti fyrir honum. Krónískt þreyttur á lífinu Ég hefði alveg eins getað sagt honum að keyra okkur til hel- vítis, því svæðið líktist engu öðru. Drullan var heldur betur ekki á undanhaldi og drukknir hátíðar- gestir skjögruðu um svæðið í leit að einhverju syndsamlegu; rokk- tónlist, eiturlyfjum eða kynlífi utan hjónabands. Ég heyrði í hljómsveitinni Soul- savers í fjarska og dreif mig í Ar- ena-tjaldið þar sem tónleikar sveit- arinnar voru að ná hápunkti. Mis- kunnarlaus leðjan gerði mér erfitt fyrir og olli því að lóð virtust föst við ökkla mína, en ég er jaxl og grenjaði ekki yfir því frekar en aðrir hátíðargestir. Soulsavers voru flottir. Mark Langegan, gamli grugg-hundur- inn og einkavinur Kurts Cobains heitins, stóð kyrr á sviðinu eins og stytta. Rám röddin naut sín vel með tónlistinni, en hann virtist samt eitthvað þreyttur. Kannski er hann bara krónískt þreyttur á lífinu, það kæmi mér ekki á óvart miðað við texta hans úr laginu Revival: „I need you so, it's sin. Put an end to my suffering." Gojira sigraði hjarta mitt Hljómsveitin Gojira frá Frakk- landi sigraði hjarta mitt á laug- ardagskvöldið. Sveitin er algjört ólíkindatól þar sem hún spilar dauðarokk frá helvíti þrátt fyrir að vera frá landi baguette-brauða og rauðvínssmökkunar. Ótrúlegt hvað þungt rokk getur verið nærandi fyrir sálina þegar maður er gjörsam- lega búinn að fá nóg af aðstæðunum í kringum sig. Tónlist sveitarinnar má lýsa þannig að það er eins og djöfullinn sjálfur sé að framkvæma særingu á jesúbarninu með það að markmiði að ná sjálfum sér út. Svo perver- tískar eru kaflaskiptingarnar og hraðinn, en flogaveikir eru sérstak- lega varaðir við því að fara á tón- leika með Gojira. The Who og málefni aldraðra Mér fannst The Who ekkert skemmtilegir, sveitin var meira svona... fyndin. Það er eitthvað hræði- lega kaldhæðnislegt við að horfa á sveitina, sem er örugglega með sam- anlagðan aldur upp á 900 ár, syngja My Generation. Lagið er samið þegar þeir voru unglingar, en ætli þeir séu að vekja athygli á málefnum aldraðra með því að flytja það í dag? Þá sá ég aðeins nokkur lög með Kaliforníugenginu Red Hot Chili Peppers. Sveitin stóð svo sem undir væntingum, en eftir að hafa séð mynddiska með tónleikum hennar býst maður ekki við miklu. Sveitin er einfaldega of vön því að spila á stórtónleikunum og veit akkúrat hvernig á að kynda undir aðdá- endum sínum, tónleikarnir gerðu ekki mikið fyrir okkur hina. Með Muse kom sólin Á sunnudag gerðist hið óvænta. Himnarnir opnuðust og sólin byrj- aði að skína sem aldrei fyrr. Það sem áður var helvíti á jörðu var orðið að drullugri sólarparadís og viðhorf mitt til hátíðarinnar og lífsins al- mennt hringsnerist á stundinni. Ég missti af Arctic Monkeys, en tónleikar Muse voru magnaðir. Það mætti segja að hljómsveitin sé þessi fullkomni frændi sem er alltaf með nýtt trikk uppi í erminni. Ekki nóg með að hann kaupi handa þér vín, taki upp skaupið og skutli þér niður í bæ á gamlárskvöld, heldur sækir hann þig líka eftir djammið, breiðir yfir þig og setur fötu við hliðina á rúminu þínu. Þegar Muse var búin að spila smelli eins og New Born, Starlight, Time is Running Out, Sunburn, Fee- ling Good og Apocalypse Please þá yfirgaf sveitin sviðið í smástund og kom svo aftur með ofursmelli á borð við Unintended, Plug in Baby og fleiri sem ættu að fá aðrar hljóm- sveitir til að hugsa sveitinni þegj- andi þörfina. Hátíðargestir voru ekki eins þyrstir og áður Dramatískur samdráttur „Bjórsalan er búin að minnka um mörg hundruð prósent. Þetta er fá- ránlegt," sagði sölumaður á einum af fjölmörgum Tuborg-bjórbásum á Hróarskelduhátíðinni í samtali við blaðamann Blaðsins á laugardag. Vart sást til sólar á hátíðinni fyrr en á sunnudag og voru gestir því ekki eins þyrstir og ella. Sölumaðurinn sagðist sjaldan hafa séð söluna svona slæma, en hann hefur starfað við bjórsölu á hátíðinni síðustu ár. í fyrra og hitt- iðfyrra skein sólin linnulaust og bjórsalan var í samræmi við það. I ár er raunin önnur og verri fyrir Tuborg. Raðir sem mynduðust við bjórbásana sjást varla í ár, en áður sá fólk ekkert að því að bíða í allt að hálftíma eftir bjórglasi. Öll sala verri Bjórsalar eru ekki þeir einu sem eru ósáttir, því öll verslun á svæð- inu hefur verið döpur vegna veð- urs að sögn verslunarmanna sem í bjórsölu Engar raðir Fólk þurfti afar sjaldan að bíða í röð til að fá bjór. blaðamaður spjallaði við. Eigandi fataverslunar á svæðinu talaði um að vatnið hefði náð upp í fötin sem héngu á snögunum á tímabili og lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum með sölu. Annar talaði um að allir færu af svæðinu með tap á bakinu, hvort sem um væri að ræða fata- eða matarsölumenn. afb Ekki eru allir ósáttir við veðrið í Hróarskeldu Skemmtilegra að drukkna í drullu „Mér finnst skemmtilegra að hafa veðrið svona,“ sagði Halli Valli, söngvari og gítarleikari hljómsveit- arinnar Ælu, í samtali við blaða- mann Blaðsins á laugardag. Halli var alls ekki ósáttur við veður, vinda og drullu og stóð í mestu makindum sötrandi Cosmopolitan úr plastglasi þegar blaðamaður spjallaði við hann. „I fyrra var fáránlegur hiti og ég var að drukkna í hita. Það er skemmti- legra að drukkna í drullu." Tjaldið í góðu lagi „Tjaldið stendur mjög vel, það er í góðu lagi,“ sagði Halli, en hann var ekki einn af þeim sem flúðu svæðið í vellystingarnar í Kaupmannahöfn og sagðist tvímælalaust ætla að vera á svæðinu til loka hátíðarinnar. Af hljómsveitunum sem Halli sá sagði hann Peter, Bjorn and John standa upp úr. „Peter, Björn and John voru æðislegir,“ sagði hann. „CSS voru líka geggjuð og í dag sá ég Hayseed Dixie. Þeir voru skemmti- legir miðað við djókband." afb

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.