blaðið - 11.08.2007, Qupperneq 12
12 FRETTIR
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007
blaöiö
pnnanHMHaH
Flugslys Tuttugu
- létust er flugvél hrapaði
skömmu eftir flugtak.
Tuttugu létust í flugslysi
Tuttugu manns létust þegar flugvél hrapaði skömmu eftir flugtak í
Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi i gær. Vélin var á leið frá eyjunni Mo-
oreu til Tahítí, sem er einungis í sautján kílómetra fjarlægð.
Meðal farþega vélarinnar voru tveir starfsmenn Evrópusambandsins,
tveir Bandaríkjamenn og fímm starfsmenn umhverfisráðuneytis
Frönsku Pólýnesíu. Ekkert liggur fyrir um orsök slyssins.
Þúsundir
veikjast
Þúsundir manna hafa veikst
á flóðasvæðunum í Indlandi,
Bangladess og Nepal undanfarna
daga. Hjálparstarfsmenn hafa
átt í vandræðum með að hlúa að
bágstöddum vegna ófullnægjandi
hjálpargagna. Mikill fjöldi hefur
þegar sýkst og þurft á aðhlynn-
ingu að halda vegna niðurgangs,
en sérfræðingar segja staðið vatn
vera gróðrarstíu fyrir hitabeltis-
sjúkdóma á borð við malaríu og
beinbrunasótt. aí
Námumenn
ófundnir
Björgunarmönnum hefur enn
ekki tekist að ná til sex námu-
verkamanna sem festust á um 450
metra dýpi í kolanámu í Utah-ríki
í Bandaríkjunum eftir grjóthrun
á mánudaginn. Borað var þröngt
gat niður í rýmið í gær, þar sem
talið er að þeir séu fastir. Óljóst
er hvort mennirnir eru enn á lífi.
Forsvarsmenn námunnar segja að
séu mennirnir á lífi ættu þeir að
hafa drykkjarvatn og súrefni sem
ætti að nægja í margar vikur. aí
Fljúga aftur yfir Guam
Rússneskar orrustuflugvélar flugu fyrr í vikunni yfir eyjuna Guam í
Kyrrahafi í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðsins. A eyjunni er banda-
rísk herstöð og er talið að Rússar hafi með fluginu viljað sýna hernað-
arlegan styrk sinn. Að sögn rússnesks hershöfðingja brostu rússnesku
flugmennirnir til flugmanna bandarískra flugvéla sem mættu þeim.
Flug rússnesku vélanna var þáttur í umfangsmikilli þriggja daga heræf-
ingu flughersins.
Að hringja kollekt í pabba til að spara Kollekt
Það er Síminn''
Vamarmálaráðherra ísraels
Enginn friður næstu árin
Ehud Barak, varnarmálaráðherra ísraels, segir engan
möguleika á að ísraelsmenn og Palestínumenn nái friðar-
samkomulagi sín á milli á næstu þremur til fimm árum.
f frétt ísraelska blaðsins Yedioth Ahronoth kemur fram
að Barak segir að hugmyndir um frið á næstunni milli
fsraels og Palestínumanna séu ekkert nema draumórar.
Barak á að hafa látið ummælin falla í einkasamtölum.
„ísraelsmenn munu ekki draga herlið sitt til baka frá
Vesturbakkanum áður en lausn fæst á eldflaugaárásum
Palestínumanna. Það mun taka að minnsta kosti þrjú
til fimm ár.“
Barak á einnig að hafa sagt að hann muni ekki leyfa að
vegatálmar ísraela á Vesturbakkanum verði fjarlægðir.
Orðin stangast á við orð Ehuds Olmerts, forsætisráð-
herra fsraels, sem lofaði Mahmod Abbas Palestínufor-
seta fyrir stuttu að um hundrað slíkir yrðu brátt fluttir
á brott. aí
Ófriður áfram Barak segir hug-
myndir um frið á næstunni ekkert
nema draumóra.
Hlutabréf halda
áfram að lækka
■ Lækkunin rakin til húsnæðislána í Bandaríkjunum
■ Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú og hálft prósent
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Hlutabréf héldu áfram að lækka
í verði á mörkuðum heims í gær.
Arnar Freyr Ólafsson, sérfræð-
ingur hjá Glitni, segir að helst megi
rekja lækkunina til húsnæðislána í
Bandaríkjunum. „Óvissa ríkir um
afskriftir endakaupenda þessara
skuldabréfa. Ákveðinn hópur sem
hefur fengið skuldabréf gefin út í
Bandaríkjunum sem eru notuð til
að fjármagna húsnæðiskaup, getur
ekki staðið undir þessum skuld-
bindingum og þar af leiðandi ekki
borgað lánin. Menn sjá því fram á
einhverjar afskriftir í bókum hjá fjár-
málafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og
áhættufjárfestingarsjóðum.“
Mikil niðursveifla varð á hluta-
bréfamörkuðum strax við opnun
markaða í gærmorgun. Arnar Freyr
segir að niðursveiflan í Bandaríkj-
unum hafi smitað út frá sér um
allan heim. „Huglægu áhrifin á ís-
lenska markaðinn hafa verið mjög
sterk. Þetta gæti einnig haft áhrif
á ytri þætti og haft neikvæð áhrif á
tekjumyndun."
Dæla inn fé
Seðlabankar víðs vegar um heim
hafa reynt að bregðast við ástand-
inu og lýsti seðlabanki Bandaríkj-
anna því yfir í gær að hann væri
reiðubúinn að veita bönkum að-
gang að auknu fé til að bregðast við
verðfallinu. Annan daginn í röð
dældi evrópski seðlabankinn miklu
fjármagni inn á markaðina, að sögn
til að tryggja ástandið á mörkuðum
evrulandanna. Evrópski seðlabank-
inn hefur því lagt bönkum á evru-
sæðinu til 156 milljarða evra síðustu
tvo daga, sem jafngildir um 14 þús-
HLUTABRÉF LÆKKA
W Breska FTSE-vísitalan,
franska Cac-vísitalan og
samnorræna OMX-vísitalan
lækkuðu allar um þrjú til
fjögur prósent í gær. Þýska
Dax-vísitalan lækkaði um
1,6 prósent.
W. Seðlabankar víðs vegar um
^ heiminn reyndu að bregð-
ast við ástandinu með því
að dæla fé inn á markaðina
í gær.
und milljörðum íslenskra króna.
Á fréttavef BBC segir að lækkunin
geti gert bönkum, fyrirtækjum og
einstaklingum erfitt að fá aðgang
að lánsfé og að ef ekki verði breyt-
ing á geti það leitt til alþjóðlegrar
kreppu.
Óvissa um framhald
Arnar Freyr segir talsvert mikla
óvissu um hvort framhald verði á
lækkun á alþjóðlegum mörkuðum.
„Þar til menn hafa komið með lausn
á vandamálinu er líklegt að þetta
komi til með að lækka áfram vegna
óvissunnar. Það hefur enginn bent
á hve stórt vandamálið sé, en ég tel
að áhrifin af þessu verði að baki í
september eða október."
Gengi bréfanna í kauphöllinni
voru á mikilli hreyfingu i gær. Úr-
valsvísitalan lækkaði um 3,47% og
fór þar með niður fyrir átta þúsund
stig. Mesta lækkunin var á bréfum
Exista sem lækkuðu um 6,47%.
HVAÐ VANTARUPP A?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Aö svara tölvupósti með farsímanum
þegar þú bíður eftir að komast á teig
á fyrstu holu
blackberry
(•|
Það er Síminn"
STUTT
• Pyntingar Sonur Muammars
Gaddafis, leiðtoga Líbíu, segir
að búlgörsku heilbrigðisstarfs-
mennirnir sem voru fangelsaðir
eftir að hafa verið sakaðir um að
smita um 450 börn af HlV-veir-
unni, hafi verið pyntaðir af lög-
reglu til að ná fram játningum.
• Fjárfestingar Reiknað er með
að Suður-Kóreumenn muni
bjóðast til að fjárfesta mikið i
norðurkóreskum fyrirtækjum
til að styrkja innviði norður-
kóresks samfélags, á fyrirhug-
uðum fundi leiðtoga ríkjanna í
lok mánaðarins.