blaðið - 11.08.2007, Qupperneq 32
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2007
blaóió
Ll FSSTILLSPJ ALLIÐ
bladid@bladid.net
Þau veltu fyrir sér hvað þau höfðu
gert rangt og skildu ekki hvernig ég
gat vitað að ég væri samkynhneigð ef
ég hefði ekki verið með strák.
Hinsegin dagar standa
sem hæst þessa dagana
og hápunktur þeirra er
í dag, þegar þúsundir
manna ganga niður
Laugaveginn til að
gleðjast með samkyn-
hneigðum. Þótt margt
hafi áunnist í réttindabar-
áttu samkynhneigðra
undanfarin ár eiga sumir
í innri baráttu sem fylgir
því að ákveða að koma
út úr skápnum. Þótt það
ætti að vera sjálfsagt
að viðurkenna samkyn-
hneigð sína fyrir sjálfum
sér og öðrum mæta sumir
ennþá fordómum. Blaðið
fékkfimm þjóðþekkta
íslendinga til að segja frá
því þegar þeir komu út úr
skápnum.
Jón Þór Þorleifsson, framleiðandi og smaii
Að lifa sínu
rétta lífi
Ég kom út úr skápnum þegar ég yar
rúmlega tvítugur, fyrir tíu árum. Ég
hafði það sem útgangspunkt að ég væri
hættur að blekkja mig og aðra og það
reyndist mér mjög vel. Eg var búinn
að ímynda mér allt það versta áður en
ég sagði fólki frá þessu. Ég held það sé
eðlilégt í svona ferli og það tók rosalega
langan tima að ákveða að segja frá og
fara að lifa sínu eigin lífi, rétta lífinu.
Mínir nánustu tóku fréttunum mjög vel
en ég er svo heppinn að eiga góða fjöl-
skyldu. Ég byrjaði á að segja foreldrum
mínum þetta og svo nánustu vinum. Ég
lagði út frá því að vinir mínir spyrðu
mig og þetta var rætt vel og ítarlega. Ég
hef vitað að ég væri samkynhneigður
frá því ég var unglingur, þegar maður
fattaði að vinirnir voru voðalega hrifnir
af einhverjum stelpum. Ég var líka dug-
legur að tala um hvað hin og þessi stelpa
væri flott, þó ég hefði engan áhuga á
þeim og horfði yfirleitt á gaurinn við
hliðina á þeim. Mér líður miklu betur
eftir að ég kom út en lífið hefur svo sem
ekkert breyst og þetta hefur engin áhrif
á lífsmynstur mitt.
Að koma út úr skápnum!
Sýni eðlilegum
. fordómum skilning
Það er enginn einn dagur í mínu lífi sem
ég kom út úr skápnum heldur gerðist þetta
smátt og smátt. Eg vissi af þessu frá því ég
var krakki þótt það væri ekkert verið að tala
um það. Ég var líka smástund að átta mig á
þessu sjálf. Ég er yfirleitt frekar róleg í tíðinni
og rétt eins og maður var sjálfur smástund
að átta sig á þessu þá finnst mér alveg sjálf-
sagt að aðrir fái tíma til að átta sig. Þó það
sé reyndar skrýtið að það sé ennþá frétt að
einhver skuli vera samkynhneigður. En það
er með þetta eins og annað, það eru tekin tvö
skref áfram og eitt skref aftur á bak. Þjóðfé-
lagið hefur alltaf tilhneigingu til að verða
frjálslyndara, en svo koma einhverjir íhalds-
gaurar og taka smá til baka aftur. Fólk í mínu
umhverfi brást mjög vel við þegar það frétti
, af minni samkynhneigð. Ég er í ákveðnu
starfi og er fyrst og fremst þekkt fyrir það.
Svo kemur hitt svona auka. Ég hef ekki hitt
neinn sem hefur ekki fundist það í lagi. Á
vissan hátt verður maður að sýna eðlilegum
skammti af fordómum skilning en berjast
gegn heiftarlegum fordómum.
Ákveðin forréttindi
að vera hommi
Ég kom út úr skápnum fyrir ellefu árum.
Það var erfitt, það er nær alltaf erfitt að koma
út þar sem í því felst ákveðin breyting á
sjálfsmynd. Við erum öll alin upp í gagnkyn-
hneigðu umhverfi og maður þarf að setja á sig
sína samkynhneigðu ímynd, því allir ætlast til
að við séum gagnkynhneigð. Ég fékk gríðar-
lega mikinn stuðning þegar ég kom út, bæði
frá fjölskyldu minni, sambýliskonu minni og
fjölskyldu hennar og öllum vinum mínum. Ég
hafði hreinlega ekki áttað mig á að ég myndi
fá svona mikinn og góðan stuðning úr öllum
áttum. Það kom mér mjög skemmtilega á óvart
og skipti verulega miklu máli. Maður var eig-
inlega búinn að ímynda sér að maður fengi nei-
kvæð viðbrögð og ég hafði málað þetta mjög
dökkum litum. Þetta er svo mikið umbreyt-
ingarferli að allir sem eru að koma út þurfa
á þessum stuðningi og styrk að halda. Þegar
þessi innri átök eru yfirstaðin þá tekur ekkert
annað við en hrópandi hamingja, lífsgleði og
skemmtilegheit. Eg held að manni sjálfum
líði miklu betur sem og öllum sem umgangast
mann. Það eru ákveðin forréttindi falin í því
að vera samkynhneigður því maður fær að
kynnast heiminum frá fleiri sjónarhornum.
Baldur Þórhallsson,
stjórnmálafræðingur
Hamingja á okkar
eigin forsendum
Ég held ég hafi aldrei verið inni í einhverjum
skáp en ætli ég hafi ekki verið um 16 ára þegar
ég gerði umhverfinu grein fyrir því hver ég
væri. Þetta lá allt mjög ljóst fvrir snemma og ég
vissi í raun alla tíð af þessu. Eg tjáði foreldrum
mínum þetta frekar fljótt og fékk þessi hefð-
bundnu viðbrögð. Þau veltu fyrir sér hvað þau
hefðu gert rangt og skildu ekki hvernig ég gat
vitað að ég væri samkynhneigð ef ég hefði ekki
verið með strák. Ég get ekki sagt að líf mitt
hafi breyst mikið eftir þetta. Ég var rosalega
ung þegar ég vissi hvert ég stefndi en mesta
breytingin var að ég gerði mér grein fyrir því
að ég gæti verið ég sjálf án þess að þurfa að
skipta um kyn. Að koma út úr skápnum árið
1980 á íslandi var ekki kræsilegt og í raun og
veru treysti ég mér ekki til að búa mér mann-
sæmandi líf hér og hálfpartinn flúði til útlanda
í nám. Samfélagið var allt svo fjandsamlegt og
það sem var verst var þögnin. Það var ekkert
um okkur talað. Hins vegar er mikilvægast að
nú höfum við rétt á að finna hamingju á okkar
eigin forsendum.
Skammast mín ekki
fyrir sjálfan mig
Það var engin stórkostleg athöfn þegar
ég kom út úr skápnum. Ég gerði þetta mjög
hægt og rólega. Mér leið aldrei eins og ég væri
í felum. Sjálfur fattaði ég þetta eiginlega á
eftir öllum öðrum. Er maður ekki kominn
út úr skápnum þegar maður segir mömmu
sinni eða pabba frá samkynhneigðinni? Það
skemmtilega við það hjá mér er að það liðu
sjö ár á milli þess að ég sagði mömmu frá
því og svo pabba. Ég var ekki tilbúinn að
segja pabba frá þessu strax, mér fannst það
líka skipta litlu máli því ég var í litlum sam-
skiptum við hann á þessum tíma. Ég var 17
ára í fyrsta skipti sem ég sagði einhverjum frá
þessu. Mér fannst það ekki erfitt og í minn-
ingunni er það bara skemmtilegt. Þótt ég flíki
ekki kynhneigð minni þá skammast ég mín
alls ekki fyrir að vera það sem ég er. Hins
vegar er hrópað hommi á eftir mér hverja ein-
ustu helgi í miðbæ Reykjavíkur. Ég kippi mér
ekki upp við það og kalla á móti: „Straight-
ari“. Þeir sem taka því illa þegar maður segist
vera hommi tala ekki við mann þannig að ég
tek ekki eftir því. En það eru alltaf einhverjir.