blaðið - 13.09.2007, Side 4

blaðið - 13.09.2007, Side 4
FRETTIR FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 blaöió Tillögur um lengt fæðingarorlof væntanlegar Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, segir að lög um fæðingar- og foreldraorlof séu í endurskoðun og að til standi að leggja fram frumvarp um breytingu á þeim á næsta þingi. Mælt var fyrir um það í stjórnarsáttmálanum að lengja skyldi fæðingarorlofið í áföngum. Enn tómlegt á jólaborðum landsmanna Aðeins má veiða rjúpu í 18 daga í haust og verður heimilt að veiða 38.000 fugla. Áfram verður sölu- bann á rjúpu og rjúpnaafurðum. Er ákvörðun umhverfisráðherra m.a. byggð á því mati Umhverf- isstofnunar að rjúpum hafi nú fækkað annað árið í röð. Áfram verður u.þ.b. 2600 km2 svæði á Suðvesturlandi friðað fyrir veiði. Þjóðleikhúsráð Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hefur skipað í Þjóðleikhúsráð og gildir skipunin til fjögurra ára. Ráðherra skipaði Ingimund Sigfússon formann og Halldór Guðmundsson varaformann. Kolbrún Halldórsdóttir, Ran- dver Þorláksson, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara, og Ásdís Skúladóttir, tilnefnd af Félagi leikstjóra á íslandi, skipa einnig ráðið. aí Sektaðir á 45 km hraða Brot 184 ökumanna voru mynduð á Digranesvegi á þriðjudag- inn. Lögregla fylgdist með öku- tækjum sem var ekið í austurátt á móts við Menntaskólann í Kópavogi, en þar er þrjátíu kíló- metra hámarkshraði. Á tveimur klukkustundum, síðdegis, fóru 288 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 45 kílómetra hraði en sá sem hraðast ók var mældur á sextíu. Eftirlit lögreglu kom í kjölfar ábendinga frá íbúum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað. aí Karlamir aldrei meira með bömin ■ Taki karlar jafnmikið orlof og konurnar verða þær oft fyrir að- kasti ■ Frjósemi kvenna hefur aukist með lengra fæðingarorlofi Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@bladid.net Ingólfur V. Gíslason, félagsfræð- ingur og sviðsstjóri hjá Jafréttisstofu, segir að karlmenn hafi áreiðanlega aldrei fyrr í íslenskri sögu verið jafnvirkir við umönnun ungbarna og í dag. Ingólfur heldur í dag fyr- irlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í Hátíðar- sal Háskóla Islands þar sem hann mun fjalla um þróun fæðingar- og foreldraorlofs eftir lagasetningu um þau mál árið 2000. Ingólfur ætlar að velta því fyrir sér að hve miklu leyti markmiðum laganna hafi verið náð. „Það markmið laganna að ung- börn njóti samvista við báða for- eldra hefur klárlega náðst. Karl- menn hafa alveg áreiðanlega aldrei fyrr í íslenskri sögu verið jafnvirkir við umönnun ungbarna og í dag. Að sama skapi hafa lögin örugglega haft áhrif á frjósemi kvenna. Hún hefur aukist í kjölfar lagasetningarinnar.“ Ingólfur segir lögin líklega hafa stuðlað að jöfnun stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði og að ekki sé ólíklegt að framhald verði áþeirri þróun standi ríkisstjórnin við það loforð sitt að lengja orlofið og halda jöfnum rétti karla og kvenna til þess. „Megingalli laganna nú er þetta bil frá því orlofi lýkur og þar til leikskól- arnir taka við. Raunin er að mæður brúa þetta bil í ríkari mæli en feður með því að breyta vinnumarkaðs- þátttöku sinni,“ segir Ingólfur. Konurtaka megnið af orlofinu Ingólfur segir það einnig athygli- vert að þær breytingar á hlutverka- skiptum karla og kvenna sem lögin hafi í för með sér virðist að sumu leyti erfiðari fyrir konur en karla. „Það virðist ekki vera stór- mál fyrir karla að taka að sér þetta hefðbundna umönnunarhlutverk kvenna, en að sumu leyti er þetta erfiðara fyrir mæðurnar. Sérstak- lega í þeim tilfellum þar sem parið velur að skipta orlofinu jafnar en tíðkast almennt. Algengast er að konurnar taki sex mánaða orlof og karlarnir þriggja. I þeim tilfellum þar sem skiptingin er jafnari heyra konurnar það jafnvel út undan sér að svona lagað geri ekki góð móðir.“ FÆÐINGARORLOF ► Foreldrar eiga rétt á þremur mánuðum hvort um sig og þremur mánuðum til viðbót- ar mega þau skipta á milli sín eftir eigin geðþótta. ► Fæðingarorlofið má taka hvenær sem er á fyrstu 18 mánuðunum eftirfæðingu eða ættleiðingu barns. ► Að auki eiga foreldrar rétt á foreldraorlofi sem er ólaun- að leyfi frá störfum sem hvort foreldri um sig getur tekið í allt að 13 vikur til að annast barn sitt og fylgir rétturinn hverju barni fram að 8 ára aldri þess. ► Um 90% karlmanna nýta sér einhvern hluta þess fæð- ingarorlofs sem þeir eiga rétt á. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Háskóli íslands Ræstingafólkinu Háskólamenn hafa áhyggjur af uppsögnum Skúringarnar endurskipulagðar Ræstingafólki ( nokkrum bygg- ingum Háskóla Islands hefur öllu verið sagt upp störfum. Háskóla- kennarar og aðrir starfsmenn eru margir hverjir æfir vegna þessa og tölvupóstar, sendir á alla starfs- menn skólans, hafa gengið manna á milli þar sem meðal annars er fullyrt að Pólverjar á lágum launum hafi tekið við störfunum og hneyksl- ast er á vinnubrögðum háskólans. Að sögn Skúla Júlíussonar, rekstr- arstjóra fasteigna HÍ, er þó of mikið gert úr málinu. „Helmingi fólksins hefur þegar verið boðið starf aftur og hið sama stendur til með hinn helminginn. Um er að ræða skipu- lagsbreytingu, t.d. til að auka sér- hæfingu starfsfólks, en ekki á að lækka fólk í launum.“ hlynur@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.