blaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 11
bíaöið
FiMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007
FRÉTTÍR
11
Geir Haarde
á írlandi
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra kemur á morgun heim
úr þriggja daga heimsókn til
írlands. Geir fór til landsins
meðal annars í því skyni að
heimsækja fyrirtæki þar í
landi sem eru í íslenskri eigu,
þ.e. fyrirtækin Hibernia Atl-
antic, Industria og Merrion
Capital Group og Fortás sem er
stefnumótunar- og ráðgjafar-
vettvangur stjórnvalda á sviði
viðskipta og vísinda.
Einnig hittir forsætisráðherra
forseta írlands, Mary McAle-
ese, og þrjá ráðherra í ferðinni:
Bertie Ahern forsætisráðherra,
viðskiptaráðherrann Michéal
Martin og Brian Lenihan dóms-
málaráðherra. hos
Afturí
ökupróf
Allmargir voru staðnir að
hraðakstri á höfuðborgarsvæð-
inu í gær en í þeim hópi var
17 ára stúlka sem var stöðvuð
á mótum Reykjanesbrautar
og Sæbrautar. Bíll hennar
mældist á 118 km hraða og
fyrir vikið á stúlkan ökuleyf-
issviptingu yfir höfði sér. Lög-
reglan segir að nú liggi fyrir
stúlkunni að reyna að standast
ökupróf öðru sinni.
STUTT
• Stórsýning Sýningin Verk og
vit verður haldin dagana 17.-20.
apríl 2008 í Iþrótta- og sýningar-
höllinni í Laugardal.
• Fríverslunarsamningur
Skrifað var undir samkomulag
um samstarf í verslun og við-
skiptum milli Kína og íslands
í Reykjavík á mánudag. í gangi
eru viðræður um fríverslunar-
samning milli landanna og er
þetta samkomulag Iiður í þeim
viðræðum.
• Mótmæli Saving Iceland mót-
mæltu fyrir utan stjórnarráðið
í gæi. Mótmælin voru liður í
alþjóðlegum mótmælum gegn
stóriðju víða um heim í gær, 12.
september.
• Innbrot Lögregla handtók
tvo karla á fertugsaldri í
verslun í Ármúla í Reykjavík
á þriðjudagskvöld. Mennirnir
brutu upp útidyrahurð og
höfðu stungið á sig skiptimynt
úr búðarkassa þegar lögreglan
kom á vettvang. Þjófarnir
hafa áður komið við sögu hjá
lögreglu en annar þeirra var
eftirlýstur fyrir aðrar sakir.
Mælst til að Dash 8-400 vélar verði kyrrsettar eftir annað óhapp
Annað óhappið á nokkrum dögum
Kanadíski flugvélaframleiðand-
inn Bombardier mæltist til þess í
gær að allar flugvélar af gerðinni
Dash 8-400 verði kyrrsettar og
gangist undir ítarlega skoðun, eftir
að flugvél norræna flugfélagsins
SAS nauðlenti í Vilnius, höfuðborg
Litháens, í gær. Þetta var annað
óhapp Dash 8-400 vélar í eigu SAS
við lendingu á nokkrum dögum, en
lendingarhjól gaf sig við lendingu
í Álaborg í Danmörku síðastliðinn
sunnudag. Enginn slasaðist í óhöpp-
unum tveimur.
Vélinni í Litháen var nauðlent
eftir að grunur vaknaði um bilun
í hægra lendingarhjóli vélarinnar.
Óhapp við lendingu Enginn
slasaðist þegar vélin í Litháen fór
út af brautinni í lendingunni.
Rúmlega fimmtíu manns voru um
borð í vélinni, sem var á leið frá
Kaupmannahöfn til litháíska bæj-
arins Palanga. I kjölfarið kyrrsetti
SAS allar Dash 8-400 vélar sínar og
neyddist því til að aflýsa rúmlega
hundrað flugferðum í gær, flestum
í norðurhluta álfunnar.
Flugfélag Islands hefur á að skipa
tveimur Dash 8 flugvélum. Þær eru
hins vegar af gerðinni Dash 8-ioo,
ekki Dash 8-400, og verða því ekki
kyrrsettar. Þá hefur Landhelgis-
gæslan pantað flugvél af gerðinni
Dash 8-300 og munu óhöpp síðustu
daga ekki hafa áhrif á þau kaup.
atlii@bladid.net
■MM|
Þú ert
letkdyórtrjT)
í þií)<J líft
HVAÐ VILTU VERÐA? HVAÐ VILTU LÆRA' HVERT VILTU FARA?
ÞÚ ERT LEIKSTJÖRINN í ÞÍNU LÍFI, .OG ÞAÐ ER SAMA HVAÐA HLUTVERK ÞÚ VELUR, KAUPÞING STENDUR MEÐ ÞÉR
KAUPÞING BÝÐUR ÞJÓNUSTU SEM ER SNIÐIN AÐ ÞÖRFUM UNGS FÓLKS.
KANNAÐU MALIÐ A WWW.KAUPTHING.IS/UNGTFOLK EÐA HRINGDU I SÍMA 444 7000.
HVERT ER ÞITT HLUTVERK?
KAUPÞING
Huqsum lengra