blaðið - 13.09.2007, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007
blaóiö
blaöi
Útgáfufélag:
Ritstjórí:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Smáríki með
sjálfstraust
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra undirstrikuðu í raun endurskilgreiningu á sjálfsmynd Islands í ut-
anríkismálum er þau töluðu á málþingi um stöðu Islands í samfélagi þjóð-
anna síðastliðinn föstudag.
Forsætisráðherra orðaði það svo að ákvörðunin um að bjóða Island fram
til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna lýsti nýrri sýn á stöðu Islands á al-
þjóðavettvangi og nýju sjálfstrausti og virkni í utanríkismálum. „I þessu felst
skilgreining á Islandi sem öflugu smærra ríki en höfnun á þeirri sjálfsímynd
að Island sé vanmáttugt örríki," sagði Geir.
Ingibjörg Sólrún orðaði sömu hugsun þannig: „Það er fullkomlega ónauð-
synlegt að nálgast viðfangsefni samtímans af vanmætti gagnvart öðrum þjóð-
um. Heppileg blanda af sjálfstrausti, bjartsýni og raunsæi er það sem mestum
árangri skilar,“ sagði hún.
Þetta er allt rétt hjá leiðtogum stjórnarflokkanna. Island á að taka virkari
þátt í alþjóðlegu samstarfi, bæði til að gæta hagsmuna sinna og vegna þess að
við berum ábyrgð og höfum skyldur í samfélagi þjóðanna. Island á fjármuni
til að láta gott af sér leiða. Islendingar búa sömuleiðis yfir margvíslegri þekk-
ingu og reynslu, sem getur nýtzt fátækum eða stríðshrjáðum löndum.
Það skiptir hins vegar máli að einblína ekki á framboðið til öryggisráðsins
sem einu birtingarmynd þessarar endurskilgreiningar á sjálfsmynd Islands í
utanríkismálum. Frumkvæðið og sjálfstraustið verður að koma fram á fleiri
sviðum.
Það á til dæmis við um þróunaraðstoð. Þótt ísland hafi lagt meira í hana
undanfarin ár, stöndum við flestum vestrænum löndum enn langt að baki.
Sama á við um ffiðargæzlu. Þar hafa Islendingar margt fram að færa. Þótt
við eigum engan her, er ekki síður eftirspurn eftir borgaralegum sérfræð-
ingum en hermönnum í slíkum störfum.
Ef Island ætlar að standa undir hinni nýju sjálfsímynd, verður það líka að
skapa mynd af sér sem áreiðanlegum bandamanni. I því ljósi má spyrja hvort
það sé í samræmi við nýju skilgreininguna að kalla fulltrúa íslands í verkefni
Atlantshafsbandalagsins í írak heim. Þar er um að ræða verkefni, sem NATO-
ríkin, Island þar með talið, ákváðu í sameiningu að ráðast í þótt í hópi þeirra
hafí verið skiptar skoðanir á innrásinni í Irak. Hins vegar blandast varla
nokkrum hugur um að uppbyggingarstarfið í Irak, þar með talið verkefhi
NATO, er mikilvægt hvaða skoðun sem fólk hefur á stríðinu þar.
Islenzka ffiðargæzlan mat það svo að of lítið væri að hafa einn fulltrúa í
Bagdad; annaðhvort ætti að fjölga fulltrúum eða hætta þátttöku í verkefninu.
Hefði smáríki með sjálfstraust ekki fremur átt að leggja meira til uppbygg-
ingarstarfsins en að fara heim? Ólafur Þ. Stephensen
Sjj SÆKTU LEIÐARANNAWWW.IVIBUS/PODCAST_______
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prenture Landsprent ehf.
Veitingahúsið
Lækjarbrekka
Óskar efirir að ráða matreiðslumann til starfa.
Við leitum eftir fagmenntuðum og metnaðarfullum
einstaklingi og æskilegt er að viðkomandi
getið hafið störf sem fyrst.
Mjög góð laun eru í boði.
Vinsamlega hafið samband við
Hilmar Þór í síma: 892-0434
eða í tölvupósti: info@laekjarbrekka.is
Veitingahúsið
Lækjarbrekka
Óskar eftir aðstoðafólki í veitingasal bæði á
fullar vaktir og aukavaktir um kvöld og helgar.
Reynsla er kostur en ekki skilyrði. Kennsla í
framkomu og vinnubrögðum fyrir óvana.
Allar upplýsingar eru veittar á staðnum
á milli klukkan 14:00 — 17:00
eða í síma 551-4430.
UéR Át)UH TVrr
VAR /4Lp£EÍ 5T>AÍ?.W
í LIQGJflNDI Mflwiií
—ALtmEin
/VíetNM 5l6GU5T AuíJ/íTAf}1
Í BöLLVM o(j 1>V/ UM líkt
ÉV ALDRZl VAR
5PARKAfi í i-í6(iJ4NPÍ
MfíNN. 5fl ER
■munumnn
...£>vo er íílca
3lR d$ Lgrd
úl HEIVÍTIS
Ww AF-
N0STA LC í U NEI KVÆf)N I
Opið hagkerfi reynist best
1 vikunni var frá því greint að
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra hygðist skipa nefnd til að
fara yfir lagaumhverfi erlendra fjár-
festinga hér á landi. Markmið þessa
starfs á að vera að einfalda reglu-
verkið og auðvelda þannig fjárfest-
ingar erlendra aðila í íslensku at-
vinnulífi.
Það er full ástæða til að fagna
þessu ffamtaki ráðherrans. Lög og
reglur sem snerta viðskipti og at-
vinnulíf þurfa að vera í stöðugri
endurskoðun enda er nauðsynlegt
að aðlaga þær síbreytilegum að-
stæðum. Á undanförnum fimmtán
áram hafa raunar verið gerðar ýms-
ar grundvallarbreytingar varðandi
fjárfestingar erlendra aðila hér á
landi og má með nokkurri einföld-
un segja, að nú sé meginreglan frelsi
á þessu sviði en áður hafi meginregl-
an verið bann. Aðild okkar að EES
átti að sjálfsögðu mikinn þátt í þeim
breytingum sem hér um ræðir, en
um leið var það skýr stefna þeirra
ríkisstjórna og þess þingmeirihluta
sem var við völd að greiða fýrir er-
lendum fjárfestingum, um Íeið og
markvisst var unnið að því að opna
íslenska hagkerfið í báðar áttir.
Þannig var t.d. ákveðið að takmarka
ekki heimildir erlendra aðila til fjár-
festinga við einstaklinga og fyrirtæki
frá aðildarlöndum EES heldur láta
þær líka ná til aðila utan svæðisins.
Á sama hátt hafa verið gerðar ýmsar
lagatæknilegar breytingar sem hafa
það að markmiði að auðvelda er-
lendum aðilum fjárfestingar hér.
Staðan í dag er því sú, að erlendar
fjárfestingar í flestum greinum at-
vinnulífsins eru nú heimilar og til-
tölulega einfaldar. Eftir standa hins
vegar fyrst og ffernst takmarkanir
varðandi sjávarútveg og orkuiðnað.
Ætla má að endurskoðun reglna á
þeim sviðum verði meginviðfangs-
efhi nefndar viðskiptaráðherra. Ekki
liggur fyrir hvort nefndin fer af stað
með það upplegg að afnema þessar
takmarkanir alfarið eða einungis að
rýmka og lagfæra regluverkið, en á
þessum tímapunkti finnst mér full
ástæða til að hvetja nefndina og ráð-
herra til djarfrar stefnumótunar.
Reynsla okkar Islendinga af því
að opna hagkerfi okkar og afnema
hindranir á viðskiptasviðinu er afar
góð. Þau stóru skref sem stigin hafa
verið á undanförnum árum í þeim
Birgir Ármannsson
efhum hafa hleypt miklum krafti í
efiiahagslífið með þeim afleiðingum
að lífskjör hafa batnað hér meira en
dæmi eru um frá fyrri tíð. Hrakspár
um afleiðingar þess að auka frelsi og
greiða fyrir viðskiptum - þar á með-
al fjárfestingum - í báðar áttir, hafa
reynst ástæðulausar. Ég fæ ekki séð
að önnur sjónarmið eigi við um
sjávarútveginn og orkuiðnaðinn eða
að fremur sé ástæða til að óttast fjár-
festingar erlendra aðila í þeim grein-
um.
Það er raunar athyglisvert að
fram til þessa hefur aukið ffelsi í
fjárfestingum miklu frekar orðið til
þess að Islendingar hafa fjárfest er-
lendis í stórum stíl en að útlend-
ingar hafi orðið fyrirferðarmiklir í
íslensku atvinnulífi. Ört stækkandi
íslensk fýrirtæki hafa séð fjölmörg
tækifæri til vaxtar erlendis en áhugi
erlendra aðila á fjárfestingum hér
hefur enn sem komið er fýrst og
fr emst takmarkast við fremur fá svið
atvinnulífsins. Á því eru vafalaust
margar skýringar, sem ekki gefst
kostur á að rekja hér. Það er hins
vegar full ástæða fýrir nefhd við-
skiptaráðherra að fara vandlega yfir
þau mál í störfum sínum samhliða
endurskoðun á reglum um sjávar-
útveg og orkuiðnað og gera tillögur
til úrbóta þar sem við á.
Samhliða þessu er líka full þörf á
að fara yfir skattamál atvinnulífsins
með það að markmiði að gera fjár-
festingar í fýrirtækjum hér á landi
enn hagstæðari. Það fellur vissulega
utan verksviðs nefndarinnar en
engu að síður er ástæða til að skoða
þessi mál í samhengi. Enginn deilir
um að stór skref hafa verið stigin í
þá átt að gera íslenskt skattaum-
hverfi afar hagstætt fýrir atvinnu-
starfsemi en það er bæði mikilvægt
og gerlegt að ná enn betri árangri á
því sviði. Það þarf bæði að lækka
skattprósentuna enn frekar og gera
tæknilegar breytingar til að auð-
velda og bæta samkeppnisstöðu ís-
lenskra fýrirtækja sem starfa í al-
þjóðlegu umhverfi. Slíkar breytingar
munu skila sér í öflugra hagkerfi og
enn betri lífskjörum í ffamtíðinni.
Höfundur er þingm. Sjálfstæðisflokksins
KLIPPT OG SKORIÐ
Framsókn-
armenn eru
ekki par
ánægðir með að-
stoðarmann sam-
gönguráðherra, Ró-
bert Marshall. Þeir spyrja á
heimasíðu sinni, í stíl við Róbert:
„Til hvers er Róbert Marshall?“
rétt eins og hann spurði: „Til
hvers er Framsóknarflokkurinn?“
í grein í Morgunblaðinu 9. sept-
ember. „Róbert þessi, helsta mál-
pípa Kristjáns Möllers sam-
gönguráðherra, kvartar sáran
undan meintum dónaskap og
gífuryrðum alþingismanns
Framsóknarflokksins Bjarna
Harðarsonar varðandi Gríms-
eyjarferjuhneykslið í sömu andrá
og hann lýsir þingmanninum
sem tudda á velli, nauti í flagi, fíl
í postulíni og grjótkastara í gler-
húsi. I vandlætingarrússi.“
Framsóknarmenn halda því
svo fram að Róbert hafi bitið
höfuðið af skömminni þegar
hann segi ekkert athugavert við
að ráðherrann hafi reynt að
svipta ráðgjafann, skipaverkffæð-
inginn, ærunni. Róbert andmæl-
ir: „Höldum því til haga að sam-
gönguráðherra hefur hvergi sagt
að Einar Hermannsson, skipa-
verkfræðingur, beri ábyrgð á
Grímseyjarferjuklúðrinu.
Hvergi."
En hvernig reitti Róbert fram-
sóknarmenn til
reiði? „Á öllum
mínum ferli sem
blaða- og ff étta-
maður kynntist
ég aldrei öðru
eins samansafni fólks sem var
jafn reiðubúið, hvenær sem
var, að níða skóinn af félögum
sínum,“ ritaði Róbert. Fram-
sóknarmenn spyrja: „Hljóp
aðstoðarmaður samgöngu-
ráðherra út undan sér eins og
stundum áður? Eða var hon-
um att á foraðið til að segja
það sem samgönguráðherra
meinar en þorir ekki að segja
sjálfur?"
gag@bladld.net