blaðið - 13.09.2007, Page 18

blaðið - 13.09.2007, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 blaöiö LÍFSSTÍLL48K 48k@bladid.net •&§>£$ í stað hjólsins er snertiskjár, sem getur numið snertingu fleiri en eins fingurs. iPod Touch er í raun iPhone án símans. Hann er þó minni, aðeins 8mm þykkur. I I Galopin tölva Aðdáendur PSP þurftu ekki að bíða lengi eftir því að hin nýja PSP-tölva yrði brotin upp af framtakssömum tæknisnill- ingum. Hópi að nafni Team M33 hefur nú þegar tekist að opna hugbúnað tölvunnar upp á gátt þannig að hægt er að keyra alls konar heimagerð forrit og ólöglega leiki á vélinni góðu. Enn ein töfin Samkvæmt hinum málglaða Mark Rein hjá Epic-tölvuleikja- fyrirtækinu er ekki lengur víst að Unreal Tournament 3 muni verði tilbúinn á fyrirhuguðum útgáfudegi í nóvember. Rein lét þessi orð falla á spjallborði sem helgað er leiknum en þessi töf mun líklega eiga við bæði PC- og PS3-útgáfur leiksins. Xbox 360 útgáfunni mun einnig seinka. Bannaður til ársins 10.000 Einn aðdáandi Halo-leiksins varð sér á einhvern hátt úti um prufuútgáfu af Halo 3, þrátt fyrir að enn sé langt í að leikurinn komi út. Microsoft- mönnum varð lítið skemmt og gripu þeir til þess ráðs að banna Xbox Live!-reikning not- andans næstu 7.992 árin. Það á því eftir að reynast honum erfitt að keppa í uppáhalds- leiknum sínum á næstunni. Framhald af Bioshock Það er óhætt að segja að Bioshock-leikurinn hafi ræki- lega slegið í gegn, enda allir sammála um að hann sé með betri leikjum sem gerðir hafa verið. Framleiðendur leiksins hyggjast nú gera framhald af leiknum og verður um fleiri en eitt að ræða. Að þeirra sögn má fólk búast við nýjum Bioshock á tveggja ára fresti enda nóg af ósvöruðum spurningum i leiknum. Endalaus partíleikur Singstar-leikjaserían hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hafa mörg teiti í heimahúsum notið góðs af Singstar. Með tilkomu Playst- ation 3 þykir því við hæfi að upp- færa þessa seríu aðeins og því hefur Singstar fyrir Playstation 3 litið dagsins ljós. Til að fullnýta mögu- leikana sem búa í PS3 hefur Netið orðið mun mikilvægari þáttur í spilun leiksins. Nú getur fólk vistað upptökur, myndbrot og myndir af flutningi sínum og sett á sérstakt Singstar-samfélag á Netinu þar sem allir sýna sig og sjá aðra. Hvað endingu varðar ætti Singstar að geta orðið býsna langlífur, svo lengi sem fólk heldur röddinni og nennir að syngja. Með tilkomu Sing- store-búðarinnar munu eigendur leiksins geta keypt sér ný lög fyrir leikinn og því sérsniðið hann að sínum eigin smekk. Smápíurnar gætu þvi náð í heilu plöturnar með Britney/Christinu/Timberlake á meðan tilfinninganæmu gaurarnir gætu sankað að sér Coldplay og öðru álíka efni. Þetta þýðir að leikurinn verður aldrei eins og mun fólk geta troðið inn fleiri og fleiri lögum, svo lengi sem plássið á harða disknum og buddan leyfir. Singstore-þjón- ustan mun hins vegar ekki verða virk hér á íslandi fyrst um sinn en þangað til verður fólk að láta sér nægja hin rúmlega 30 lög sem koma með leiknum. Singstar getur í senn verið einn heimsins besti fjölsþilunarleikur og heimsins versta tímasóun. í góðra vina hópi skín snilld leiksins í gegn en fyrir þá sem sitja einir heima er leikurinn tilgangslaus. Það er nefni- lega fátt sorglegra en karlmaður á SINGSTAR PS3 Leyfðuröllum SPILUN: 74% ENDING: 89% GRAFÍK: - HLJÓÐ: Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net = 82% þrítugsaldri sem situr einn heima á laugardagskvöldi og syngur há- stöfum Toxic með Britney Spears. Ný kynslóð iPod-spilara Kominn á sjöttu kynslóðina Sjötta kynslóð iPod-tón- listarspilarans frá Apple kom út í seinustu viku. Apple uppfærði alla iPod- spilarana ásamt því að kynna nýja útgáfu iPod sem kölluð er iPod Touch. Eftir Elías R. Ragnarsson elli@bladid.net iPod-spilararnir hafa ekki séð stóra uppfærslu síðan árið 2005 þegar fimmta kynslóðin var kynnt sem gat spilað vídeó. Spilararnir hafa séð minni uppfærslur og nýjar útgáfur af Nano- og Shuffle-spilurn- unum hafa verið kynntar, en þrátt fyrir það hefur hugbúnaður spilar- anna lítið breyst í næstum tvö ár. Með nýju iPod-kynslóðinni hefur Apple ekki aðeins uppfært alla iPod- spilarana heldur einnig skipt niður vörulínunni. Hinn hefðbundni iPod-spilari sem allir þekkja kallast nú iPod Classic og verður tiltækur í tveimur útgáfum, 8ogb og tóogb. Hvíta plastinu sem einkennt hefur framhlið iPod-spilara frá byrjun hefur nú verið skipt út og er fram- hliðin nú úr áli svipað og Nano-og Shuffle-spilararnir. Notendaviðmót spilarans hefur verið uppfært þó nokkuð og er nú mun myndrænna en áður. Myndir af geisladiskunum birtast þegar lög eru skoðuð ásamt því að boðið er upp á Coverflow-möguleikann úr iTunes og iPhone, þar sem flett er í gegnum plötuumslög í stað þess að skoða hefðbundinn texta. Litli feiti iPod nano breyttist líklegast hvað mest, en í stað þess að vera ílangur eins og áður, er hann nú stuttur og breiður, nánast kassalaga. Var þessi breyting gerð til að koma fyrir stærri skjá en Nano styður nú við vídeó-spilun ásamt því að hafa sama notendaviðmót og stóri bróðirinn, iPod Classic. Breyting þessi hefur þó lagst misvel í fólk, því mörgum þykir hann líta út fyrir að vera stærri en hann er og hefur hann fengið viður- efnið „iPod Fatty“. Spilarinn er þó ör- þunnur, jafnvel þynnri en fyrri Nano- spilarar en hann er þó eilítið þyngri. Spilarinn kemur í 4gb og 8gb útgáfu. Snertu mig Nýjasta nýtt frá Apple er iPod Touch-spilarinn sem er gjörólíkur fyrri spilurum, en hann hefur ekki skrunhjólið sem hefur einkennt iPod- spilarana frá örófi alda. I stað hjólsins er snertiskjár, sem getur numið snert- ingu fleiri en eins fingurs. iPod Touch er í raun iPhone án símans. Hann er þó minni, aðeins 8mm þykkur. Spilarinn er með Wi Fi-tengingu og því er hægt að vafra um á Netinu á iPod-spilaranum. Helsta nýjungin mun verða möguleikinn á að kaupa Pod Fyrsti iPod-spilarinn kom á markað í október 2001 og var 5gb. Windows-stuðningur kom ekki fyrr en með annarri kynslóð spilaranna og var þá mjög takmarkður. iPod Photo kom á markað árið 2004 og var fyrsti iPod- spilarinn með litaskjá. Fimmta kynslóðin, iPod Vid- eo, var sú fyrsta sem ekki studdist við Firewire-teng- ingu, aðeins USB. tónlist úr iTunes-búðinni beint í iPod- spilarann. Tónlistin samstillist svo tölvunni þegar spilarinn er tengdur við hana. Spilarinn mun koma í tveimur útgáfum, 8gb og i6gb. Spilararnir eru allir væntanlegir í sölu hér á íslandi um mánaðamótin að iPod Touch undanskildum, en von er á honum um miðjan næsta mánuð. ísland bezt í heimi! Torfæruaðdáendur ættu að fá góðan glaðning þegar leikurinn Sega Rally kemur út í lok mánað- arins en í leiknum mun leynast eitt stykki íslenskur torfærubíll. Þessu var ljóstrað upp á bloggsíðu helgaðri leiknum sem haldið er úti af Evrópudeild Sega. Trukkurinn mun skarta forláta skófludekkjum sem gjörbreyta aksturseiginleikum bílsins og daðra framleiðendur leiksins jafnvel við að láta bílinn aka á vatni. Ekki er ljóst hversu furðulegt að enn sem komið er hafi áberandi hinn aflmikli trukkur enginn tölvuleikur birst þar sem verður en það er hreint út sagt íslensk torfæra er í aðalhlutverki. Bölvun á Lair Veikindi og dauðsföll settu svip á framleiðsluna, skuld- inni skellt á æðri máttarvöld. Það er óhætt að segja að drekaleik- urinn Lair hafi fengið býsna óblíðar móttökur hjá tölvuleikjagagnrýn- endum. Leikurinn þykir hafa ein- hver óþægilegustu stjórntæki sem völ er á, þó svo að það sé býsna mis- jafnt eftir mönnum hversu óhentug stjórntækin eru. Miðað við hvernig vinnsla hefur gengið og viðtökur leiksins verið mætti draga þær álykt- anir að bölvun hvíldi á leiknum. Það virðist að minnsta kosti vera álit Julians Eggebrecht, forstjóra Factor 5, sem gerði Lair-leikinn. „Ég trúi alla jafna ekki á drauga en ég held að það hafi einhverjir reimleikar komið við sögu hérna,“ sagði Egge- brecht við MTV á dögunum. Veikindi og dauðsföll Eggebrecht og Brian Kreuger, einn af starfsmönnum Factor 5, voru alveg sammála um það að eitthvað hefði andrúmsloftið verið skrýtið við framleiðslu leiksins og að allt sem mögulega gat farið úr- skeiðis hefði undantekningarlaust gert það. „I hvert skipti sem von var á mikilvægri sendingu þá fór eitt- hvað úrskeiðis." Eggebrecht segir ennfremur að veikindi og dauðsföll hjá fjölskyldum Factor 5-manna hafi einnig sett strik í reikninginn. Það er ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis við framleiðslu Lair hvort sem það var æðri máttarvöldum að kenna eða ekki.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.