blaðið - 13.09.2007, Page 20
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007
blaöió
LÍFSSTÍLLKONAN
konan@bladid.net
v;; ■ Hér er metnaðurinn almennt mjög mikill,
jF ekki bara hjá sjálfu starfsfólki leikskólanna
heldur líka hjá foreldrunum og þeim sem að
okkur standa hjá leikskólasviði borgarinnar.
meiri tækni
Samkvæmt könnun breska aug-
lýsingafyrirtækisins Saatchi &
Saatchi hafa konur á aldrinum 24
til 45 ára meiri áhuga á tæknilega
vel útbúnum græjum en bleikum,
dúllulegum og einföldum
græjum. Einungis um 9 prósent
kvennanna sem tóku þátt í
könnuninni sögðust sækjast eftir
græjum sem væru „kvenlegar“,
" eins og til dæmis bleikar Playst-
ation-tölvur og Hello Kitty-lykla-
borð. Allar hinar sögðust frekar
kjósa græjur sem væru nettar
og létu lítið yfir sér en væru
jafnframt vel tæknilega útbúnar.
Þykir þetta til marks um að
markaðsmenn misskilji margir
óskir kvenna og geri jafnvel lítið
úr þeim.
Offita og keis-
araskurðir
Hlutfall kvenna sem látast af
barnsburði í Bandaríkjunum
hefur hækkað undanfarin ár og
er nú með því hæsta sem þekkst
hefur þar í landi í áratugi. Lík-
urnar á andláti við barnsburð
eru eftir sem áður mjög litlar
« - enda urðu um 13 andlát mæðra
á hverjar 100.000 fæðingar í
landinu árið 2004, og 12 andlát
á hverjar 100.000 fæðingar árið
2003. En það var þó fyrsta árið
sem sú tala fór yfir 10 frá árinu
1977.
Sérfræðingar telja að meðal
skýringa séu aukning á offitu
meðal mæðra sem og fjölgun á
keisaraskurðum.
Unnið gegn
launamuninum
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra og Árni Mathiesen
fjármálaráðherra hafa ákveðið
að skipa þrjá starfshópa til að
fylgja eftir markmiðum sem
koma fram í stefnuyfirlýsingu
- ríkisstjórnarinnar á sviði jafn-
réttismála. Þar er megináhersla
lögð á að unnið verði markvisst
gegn kynbundnum launamun og
að endurmat fari fram á kjörum
kvenna hjá hinu opinbera.
Sæunn Elfa Karlsdóttir leikskólastjóri í Jörfa
Kennir börnunum lífsleikni
og tilfinningatjáningu
Mikið og metnaðarfullt
starf fer fram í leikskólum
landsins að sögn leik-
skólastjórans Sæunnar
Elfu Karlsdóttur í Jörfa í
Reykjavík.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Stjórnendur og starfsmenn leik-
skólanna gegna mikilvægu starfi
við að passa upp á og mennta kyn-
slóð framtíðarinnar. Hver og einn
leikskóli hefur sínar áherslur og í
leikskólanum Jörfa við Hæðargarð í
Reykjavik er það Sæunn Elfa Karls-
dóttir leikskólastjóri sem leggur
línurnar.
„Við leggjum höfuðáherslu á lífs-
leikni og tilfinningatjáningu. Það
felur meðal annars i sér að við
kennum börnunum markvisst að
tjá líðan sína og finna tilfinningum
sinum farsælan farveg,“ segir Sæ-
unn. „Við notumst við kennsluefni
á borð við bókina Að temja drek-
ann og Stig af stigi og styðjumst
líka við kenningar um félagsfærni
eftir norska uppeldisfræðinginn
Katri Lamer svo eitthvað sé nefnt.
Kjarninn í því er jákvæð styrking,
þannig að börnum er hrósað fyrir
það sem vel er gert og þau eru hvött
til að gera enn betur, og svo er mikil
áhersla lögð á að leysa hvern þann
vanda sem upp getur komið í sam-
starfi við börnin.“
Stór faghópur
Sæunn segist nota svipaðar að-
ferðir í samvinnu sinni við starfs-
menn leikskólans. „Þar er líka
jákvæð styrking lykilatriði og svo
erum við dugleg að fara á alls kyns
námskeið. Til dæmis höfum við
farið á námskeið í aðferð sem heitir
á íslensku Heildstæður stuðningur
við jákvæða hegðun sem byggir
á hrósi. Við erum líka dugleg að
halda fundi og miðla þekkingu
okkar hvert með öðru. Ég bý svo vel
að ég er með stóran faghóp, enda
eru 16 af starfsmönnum leikskólans
faglærðir, og bæði þeir og þeir ófag-
lærðu eru mjög metnaðargjarnir og
áhugasamir," segir hún.
Er mikil mannekla á
leikskólanum?
„Mig vantar tvo starfsmenn og
einn kokk, en það er alls ekki mikið
miðað við hvað þetta er stór leikskóli.
Vissulega skapar það alltaf álag á
starfsmenn þegar einhvern vantar
en við höfum þó ekki þurft að grípa
til þess ráðs að loka deildum eða
annað slíkt,“ segir Sæunn.
Skara fram úr
Eins og góðum stjórnanda sæmir
er Sæunn dugleg að fylgjast með
starfi annarra leikskóla og grunn-
skólanna líka. „Ég verð til dæmis
alltaf mjög glöð þegar einhver af
mínum börnum fara í grunnskóla
þar sem Stig af stigi er kennt. Svo
hef ég skoðað leikskóla í Danmörku
og fleiri löndum og verð að segja að
íslenskir leikskólar skara fram úr í
samanburði við þá. Hér er metnað-
urinn almennt mjög mikill, ekki
bara hjá sjálfu starfsfólki leikskól-
anna heldur líka hjá foreldrunum
Er leikskólakennari að
mennt
Hefur jafnframt lokið fram-
haldsnámi í stjórnun.
Hefur verið leikskólastjóri
Jörfa frá opnun árið 1997.
og þeim sem að okkur standa hjá
leikskólasviði borgarinnar. Allir
leggja sig fram um að gera starfið
sem best úr garði.“
Hver og einn hefur sína stefnu
Allir leikskólar starfa eftir ákveð-
inni aðalnámskrá sem gefin er út
af menntamálaráðuneytinu en
leikskólastjórar hafa engu að síður
töluvert frelsi til þess að móta stefnu
eigin skóla. „Allt sem við gerum í lífs-
leikni- og félagsfærniþjálfun okkar
tengist aðalnámskránni beint, en
við vinnum eftir henni og svo okkar
eigin námskrá," segir Sæunn.
Hvenœr kviknaði hugmyndin að
námskrá Jörfa?
„Ég held það hafi verið árið 1994.
Þá var mjög lítið til af lesefni, en ég
fékk hugmyndina að þessu út frá
börnum og foreldrum sem ég hafði
kynnst og vandamálum þeirra. Oft
var um að ræða félagsleg vandamál
sem fólk átti erfitt með að tjá sig
um. Ot frá þessu fór ég að leita að
námsefni sem gæti verið fyrirbyggj-
andi gegn vímuefnaneyslu, einelti
og alls kyns ofbeldi. Á þessum
árum var þetta alls ekki í tísku, og
árið 1996 var ég mjög glöð að upp-
götva bókina Að temja drekann
eftir kanadíska leikskólakennara,
og það var fyrsta kennsluefnið sem
ég kynntist og svo vorum við fyrsti
leikskólinn í Reykjavík sem fór að
nota Stig af stigi. Ég var óskaplega
glöð að kynnast þessu efni og hef
notað það allar götur síðan,“ segir
Sæunn Elfa að lokum.
Mikið er um dýrðir á Bókmenntahátíð í
Reykjavík sem hófst um síðustu helgi og lýkur á
laugardaginn. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar,
Kristín Ingvarsdóttir, er kona vikunnar hjá Blað-
inu að þessu sinni.
Hvað œtlaðirþú að verða þegarþú varst lítil? Ég
sagðist oft ætla að verða lögfræðingur eins og
pabbi, meinaði það samt aldrei og sá mig fyrir
mér i mörgum öðrum spennandi störfum.
Efekki hér, þá hvar? Ef ég er ekki á landinu er
ég annað hvort á flakki út af vinnunni eða að
heimsækja kærastann minn sem vinnur og býr
erlendis. Á sumrin vil ég samt helst vera ein-
hvers staðar á fjöllum á Islandi.
Hvað er kvenlegt? Hmmm, getur verið mjög
margt finnst mér...
Er munurá körlum og konum og efsvo er, hver
er hann? Ég er meira á því að það sé munur á
einstaklingum en á kynjunum. Held að áhuga-
mál og bakgrunnur móti einstaklinga meira en
kynið.
Erfullu jafnrétti náð? Nei, því miður, en mér
finnst Island gott fordæmi á mörgum sviðum
jafnréttismála.
Hvað skiptirþig mestu máli í lífinu? Fjölskyldan,
vinir, heilsan, hreyfing, útivist og svo verð ég að
bæta við góðum mat (!). En það fer samt alltaf
mestur tími i vinnu sem er skemmtilegt líka.
Helstu fyrirmyndir? Ég hef ekki neinar fyrir-
myndir en reyni að læra af fólki sem mér finnst
framúrskarandi á sínu sviði og/eða er beinlínis
gott fólk. Mamma min er ein af þeim.
Ráð eða speki sem hefur reynstþér vel? Nei, ég
á ekkert eitt sérstakt „universal" ráð sem mér
finnst ganga við öll tækifæri. Finnst samt að
maður verði alltaf að hugsa vel um heilsuna því
annars á maður erfitt með að njóta þess sem
lífið hefur upp á að bjóða bæði í leik og starfi.
Uppáhaldsbók? Afmælisdagabókin mín þar sem
ég hef safnað undirskriftum vina og ættingja
síðan á fermingaraldri. Mér finnst svo vænt
um þessa bók að ég hafði hana alltaf með mér í
handfarangri þau 13 ár sem ég bjó erlendis og var
á endalausu flakki. Gamla barnfóstran mín, sem
nú er látin, gaf mér bókina og orti ljóð til mín
sem hún skrifaði á fyrstu síðuna.
Draumurinn þinn? Að Islendingar muni ekki
eyðileggja landið eða leyfa öðrum að gera það.
Og svo langar mig til að eiga hamingjusamt líf
það sem eftir er.