blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 9
blaöió ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR 9 Þing unga fólksins Vilja útrýma launamun Þing unga fólksins var haldið í þriðja sinn um liðna helgi, en það er vettvangur ungliða- hreyfinga stjórnmálaflokk- anna til að takast á um mál- efni líðandi stundar. Þingið var haldið í Norræna húsinu og Valhöll auk þess sem Fram- sóknarflokkurinn hýsti mót- töku á laugardagskvöldið. Alls sátu 63 fulltrúar ungliða- hreyfinganna þingið og voru ýmsar ályktanir samþykktar á því. Meðal þeirra voru ályktanir um að færa alþingis- kosningar fram á haustdaga, að afnema tolla á vörur frá þróunarlöndum og að halda áfram baráttu fyrir útrým- ingu kynbundins launamunar. þsj Bolungarvík Frumkvöðull buslar Hrannar Þór Einarsson, sjö ára gamall, var fyrsti Bolvík- ingurinn til að renna sér niður vatnsrennibraut í hinum nýja sundlaugargarði bæjarins, að sögn fréttavefjarins BB.is. Hrannar má með nokkrum rétti kalla guðföður garðsins, en fyrir tveimur árum, þá fimm ára gamall, bað hann þá- verandi bæjarstjóra, Einar Pét- ursson, um að slík rennibraut yrði reist. Einar sagði pilti að teikningar yrðu að koma til áður en slíkt yrði að veruleika og skeiðaði Hrannar þá heim á leið þar sem hann dró upp teikningu af leiktækinu. Teikn- ing Hrannars var lögð fyrir á fundi bæjarráðs og nú hefur brautin glæsta risið, bæjar- búum til gleði og yndisauka. aþ Stuöningur viö lýöræði Þingforsetar til Georgíu Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, er ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna í heimsókn í Georgíu. I för með forseta er Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. í tilkynningu segir að ferðin sé hluti af sameiginlegu verkefni þingforseta landanna og er markmið hennar að styðja við lýðræðisþróunina í Georgíu. Þingforsetarnir eiga fundi með Saakashvili, forseta Georgíu, Nogaideli forsætisráð- herra og Burjanadze þingfor- seta og öðrum ráðamönnum. Skáksveit Salaskóla til Namibíu Svartir og hvítir taflmenn Skáksveit Salaskóla í Kópavogi, sem á dögunum vann heims- meistaramót í flokki fjórtán ára og yngri, tefldi við unga Nami- bíumenn um síðustu helgi í ferð í boði Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Að sögn Stefáns Jóns Haf- stein, starfsmanns Þróunarsam- vinnustofnunar, tók sveitin þátt í skákkennslu sem stofnunin hefur staðið fyrir í Namibíu á liðnum misserum og fóru í tvo barnaskóla í norðurhluta landsins. „Annar skólanna stendur í fá- tækrahverfi í bænum og þar sýndi héraðsmeistarasveit nemenda listir sínar í dansi, trumbuslætti og söng, Islendingunum til mik- illar ánægju. Á endanum slógust Salaskóla- mennirnir Birkir Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Lee í hópinn með dansandi sveit heima- manna á skólalóðinni," segir Stefán. Ekki náðist í strákana þar sem þeir misstu af flugvél frá London til íslands í gærmorgun. Að sögn móður annars þeirra var þó von á þeim til landsins í gærkvöldi. hlynur@bladid.net Birkir og Guðmundur sýna lipurð Skáksveinarnir kenndu skák og fengu kennslu i dansi að launum. Útgáfa 2008.1 Vantar þig traustan og áreiðanlegan viðskiptafélaga? Viðskiptafélaga sem hefur heildarsýn yfir söluna, fjárhaginn, arðsemina, birgðirnar, verkefnin, tímana þína og skilar ávallt nákvæmum stöðuskýrslum? Stólpi er sveigjanlegt bókhalds- og upplýsingakerfi með lausnir fyrir flestar gerðir atvinnurekstrar. Auðvelt er að læra á kerfin sem eru samhæfð Office skrifstofuhugbúnaðinum og kunnug- legt viðmót skilar sér í tíma- og vinnusparnaði fyrir notendur. Nú kynnum við nýja, byltingarkennda útgáfu af Stólpa sem hefur hlotið frábærar umsagnir þeirra sem reynt hafa Fjárhagsbókhald • Samningagreiðslur • Verkbókhald • Félagakerfi • Þjónustuvefur Skuldunautar • Birgðakerfi • Verkbeiðnir • Fyrirspurnakerfi • Netaðstoð Lánadrottnar ■ Framleiðslukerfi ■ Tilboðskerfi • Launakerfi • Persónuleg aðstoó Sölukerli • Birgðapantanir ■ Rafræn samskipti • Stfmpilklukka • Vefskoðari Innheimtukerfi • Tollkerfi • Markaðskerfi • Vínnuskýrslur • Þjóðskrá Ókeypis aögangur í 60 daga Tryggðu þér ókeypis aógang að Stólpa í 60 daga. Hafðu samband í síma 568 8055 eða kynntu þér á vefsíðu okkar www.stolpi.is hvernig þú og þitt fyrirtæki geta hagnast á því að velja sér traustan viðskiptafélaga. Kynningar í Reykjavík og landsbyggðinni á næstunni I Sladur Oogsotning Staðsetning Timasctning Reykjavík 26. september Grand Hótel kl. 16:00-18:00 Borgarnes 27. september Hótel Borgarnes kl. 16:00-18:00 Keflavik 2. október Fluqhótel kl. 16:00-18:00 Selfoss 3. október Hótel Selfoss kl. 16:00-18:00 Eqilsstaðir 4. október Hótel Hérað kl. 16:00-18:00 ísafjörður 9. október Edinborgarhúsið kl. 12:00-14:00 Sauðárktókur 11. október Mæltfell kl. 12:00-14:00 Akureyri 11. október Hótel KEA kl. 16:00-18:00 Höfn 17. október Kaffi Hornið kl. 12:00-14:00 Ólafsvik 25. október Hótel Ólafsvik kl. 16:00-18:00 Léttar veitingar og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. BROS 3069/2007

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.