blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaöió Sanngirni og samræming skatttekna í kjölfar hugmynda Verslunarráðs um fíatan skatt og ummæla minna á afmælisráðstefnu Verslunarráðs um skattamál hafa átt sér stað nokkrar umræður um þessi mál og er það afar gott. Enda grundvallarspurningar stjórnmálanna; hvernig byggjum við upp sanngjarnt og einfalt skattkerfi sem skilar bæði fólki og fyrirtækjum sanngjörnum ábata afvinnu sinni og miklu svigrúmi til athafna um leið og við byggjum upp besta velferðarkerfi í heimi að skandinavískri fyrirmynd. Sjálfur held ég að engin skattaleg aðgerð auki meira ráðstöfunarfé þeirra sem eru með lágar- og milli- tekjur en sú að samstilla skattheimt- una með þessum hætti þar sem skatt- leysismörkum er haldið háum. Jafnræði Hugmyndir um flatan eða sam- ræmdan skatt á fólk og fyrirtæki á sér víða stuðning og spannar það allt sviðið frá BSRB til Verslunarráðs. Þessar hugmyndir eru ólíkar í út- færslum en eiga sér sama inntak og grunnhugsun. Á ráðstefnunni gerði ég stuttlega grein fyrir þeirri skoðun minni að skattkerfi framtíðarinnar ætti að gæta sem best jafnræðis á milli skattlagningar atvinnutekna og fjár- magnstekna, að teknu tilliti til skatt- lagningar fyrirtækja. Ennfremur að tekjuskattar ættu að vera flatir, þ.e.a.s. í einu skattþrepi, af tekjum umfram skattleysismörk. Þessi ummæli hafa valdið ein- hverjum misskilningi og kannski ekki að furða, því að ekki er til ein Markmiðið á að vera það að skattlagn- ing tekna sé hin samaá atvinnutekjur. UMRÆÐAN Hækkun skattleysismarka „Mín skoðun fer þar saman við skoðanir flestra í Samfylkingunni að helstu úrbæturnar, til skamms tíma litið, felist í hækkun skattleysismarka." Björgvin G. Sigurðsson óumdeild skilgreining á flötum skatti. Flest lönd sem nefnd eru í sömu andrá og flatir skattar hafa þó farið þá leið að hafa persónufrádrátt og þar með skattleysismörk. Eftir að hátekjuskattur var aflagður á íslandi erum við að mörgu leyti með flatan tekjuskatt. Mín skoðun fer þar saman við skoðanir flestra í Samfylkingunni að helstu úrbæturnar, til skamms tíma litið, felist í hækkun skattleysismarka. Til lengri tíma litið, um leið og aukið svigrúm til skattalækkana er skapað, tel ég rétt að lækka almennan tekju- skatt og ætti sú ráðstöfun að hafa for- gang fyrir öðrum skattalækkunum ef undan eru skilin vörugjöld og stimpilgjald. Samkeppnishæfni íslands Markmiðið á að vera það að skatt- lagning tekna sé hin sama á atvinnu- tekjur, hvort heldur um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Það felst þó ekki í því að sömu prósentu sé beitt á tekjuskatt fyrirtækja, fjármagnstekju- skatt og tekjuskatt einstaklinga. Taka verður tillit til þess að tekjur sem aflað er í gegnum fyrirtæki og renna á endanum til einstaklinga sem arður eru skattlagðar tvisvar. Fyrst sem tekjur innan fyrirtækis og svo sem fjármagnstekjur þegar arður er greiddur eða gengishagnaður innleystur við sölu fyrirtækis. Nú er til dæmis tekjuskattur fyrirtækja 18 prósent og fjármagnsskattur ío pró- sent. Hagnaður fyrirtaekis, kominn í vasa eiganda, er því að lágmarki skatt- lagður um 26,2 prósent (taka verður tillit til þess að tekjuskatturinn lækkar endanlega hagnað til ráðstöf- unar). Á sama tíma er tekjuskattur á laun að viðbættu staðgreiðsluútsvari 35,72 prósent. Þó markmiðið eigi að vera að eyða þessum mun, er óvíst hvenær við náum því. Það hlýtur að vera for- gangsatriði að tryggja samkeppnis- hæfni Islands á öllum sviðum, þar með talið í skattamálum, og erlend skattasamkeppni gæti knúið okkur til frekari lækkana á fjármagns- tekjur og hagnað fyrirtækja i náinni framtíð. Aðeins meira um flata skatta Hugtakið flatir skattar hefur ekki eina skýra merkingu og er notað um mismunandi hugmyndir og á stundum með óljósri tilvísun. Rétt er að hafa til hliðsjónar hug- tökin hlutfallslegur skattur, stighækk- andi skattur og stiglækkandi skattur (proportional, progressive and re- gressive tax). Hlutfallslegur skattur er sá sem leggst hlutfallslega jafnt á allar tekjur (hagnað) og þannig er jað- arskatturinn alltaf jafn meðalskatti. Stighækkandi (progressive) skattur byggir á því að skattbyrðin (effective tax) vaxi með auknum tekjum. Einkum hafa fjórar tegundir af flötum skatti verið ofarlega í umræðunni: -Hreinn flatur skattur er á þann veg að sama hlutfall er innheimt af öllum tekjum, án frádráttarliða. -Flatur skattur með grunnfrá- drætti / persónuafslætti eru eins og tekjuskatturinn á fslandi. Aðeins eitt skattþrep en til viðbótar er grunn- frádráttarliður eða persónuafsláttur. Önnur útfærsla er að frádrátturinn sé fremur fjölskylduafsláttur, breyti- legur eftir stærð og gerð fjölskyldu. -Hall-Rabushka flatur skattur er flatur skattur með skattleysis- mörkum og frádrætti vegna fjárfest- ingar. Markmiðið er að skattleggja fyrst og fremst neyslu en ekki fjárfest- ingu og sparnað. -Neikvæður tekjuskattur (Milton Friedman) er flatur skattur með skattleysismörkum. Þó þannig að ef tekjur eru undir skattleysismörkum er viðkomandi greiddur mismunur- inn. Um leið yrði hvers kyns tekju- trygging vegna elli, örorku eða at- vinnuleysis afnumin. Flatur skattur hefur víða verið inn- leiddur nýverið. Einkum hefur þessi þróun verið áberandi í Eystrasalts- löndunum. Rússland, Úkraína og Sló- vakía eru önnur dæmi. Þá má bæta við Rúmeníu sem ég heimsótti um daginn með forseta ís- lands. Þar kom fram í samtali mínu við viðskiptaráðherra Rúmeníu að þeir telja að flatir skattar hafi haft mjög jákvæð áhrif á hagvöxt og framlegð einstaklinga og fyrirtækja til þjóðarbúsins. En um leið verður að geta þess að innviðir þess samfé- lags eru enn ansi frumstæðir eftir hörmungar kommúnismans. Höfundur er viðskiptaráöherra. gBBm ,... Kolbeinn Sigþórsson ....................................... v > Námskeiöiö var mjög skemmtilegt, ööruvísí en ég hélt að það yrði. Það sem ég fékk aðallega ut úr þessu , námskeiðí var aukið sjálfstraust og ég hef núna trú á sjálfum mér, ég er oröin lífsglaðari og kann aö meta miklu d ineira það sem ég hef. Þetta mun nýtast mér la framtíð. DALE CARNIE FYRIR UNGLINGA Kynningarfundur verður þriðjudaginn 25. september. kl. 20.00, Ármúla 11, 3.hæð Næsta námskeið hefst föstudaginn 28.september Æskilegt að foreldrar mæti á kynningarfundinn með unglingum sem fara á námskeið 14 -17 ára Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina Fjölbreytileiki og geðheilbrigði Fjölbreytileiki í samfélagi okkar er alltaf að aukast og auðgar líf okkar. En fjölbreytileikanum fylgja líka erf- iðleikar. Fjölmenning felst í því að mismunandi gildismat og hugarfar manna mætast. Einkenni fjölmenn- ingar er að fólk má „bregðast á mis- munandi hátt” við sama atburðinum eða hlutnum. Hér á landi er geðlægð landsþekkt fyrirbæri. Þá er ég ekki að tala um bókstaflegt þunglyndi, heldur tíma- bundna vanlíðan sem einkennist af þyngslum og vonleysi. Utanaðkom- andi aðstæður, eins og til dæmis atvinnuleysi, ástvinamissir eða hjónaskilnaður, geta haft í för með sér geðlægð. Slíkar aðstæður eru viðurkenndar orsakir sem valda van- líðan. Á hinn bóginn er einnig hægt að finna atriði sem ekki eru sérstak- lega tengd geðsveiflum en geta haft vandræði í för með sér fyrir innflytj- endur. Hér er um að ræða menning- arlegan mismun sem getur reynst vandmeðfarinn í fjölmenningarlegu samfélagi. Vanþekking á samfélagsgerð Skortur innflytjenda á kunnáttu í nýju tungumáli og vanþekking á sam- félagsgerðinni hafa eðlilega ákveð- inn menningarlegan mismun í för með sér. En önnur atriði eru einnig þýðingarmikil í þessu samhengi. Til dæmis ber fólk virðingu fyrir eldra fólki í mörgum menningarheimum eins og í Asíu eða í Afríku. Ég ólst upp í slíkum menningarheimi sjálfur. I Japan er það viðtekið að eldra fólki er sýnd kurteisi og virðing. Á Islandi skiptir það ekki miklu máli hvort ein- hver maður er eldri eða yngri en ein- hver annar. Fólk getur talað saman á jafnréttisgrundvelli án tillits til ald- urs. Ég get sagt það af eigin reynslu að það tók mig talsverðan tíma að að- lagast þessu og finna málamiðlun. Vefur misskilnings En ef manneskja af erlendu bergi brotin skilur ekki hvað er að gerast í kringum sig vegna tungumála- Fjölmenning felst í því að mismunandi gildismat og hugarfar manna mætast. UMRÆÐAN Toshiki Toma vankunnáttu þá getur hún túlkað afskiptaleysið sem af því hlýst sem „skort á virðingu” og tekur því sem persónulegri niðurlægingu. Þá mótar maðurinn slæma mynd af um- hverfi sínu, mynd sem er ekki alls kostar rétt. En í rauninni er líf inn- flytjanda oftast ofið með slíkum smá- bilum milli raunveruleikans og þess hvernig viðkomandi túlkar raunveru- leikann - sérstaklega á meðan inn- flytjandinn er ekki búinn að aðlagast samfélaginu nægilega. Þess vegna sýnist mér nauðsynlegt að leysa þennan vef misskilnings og mistúlkunar, frá einum þræði til ann- ars, til þess að geta nálgast geðheil- brigðisgæslu innflytjanda. Að sjálf- sögðu á málið að vera unnið af bæði innflytjandanum sjálfum og af því fólki sem vill veita honum aðstoð. Fordómar gagnvart geðsjúkdómum Ef við förum enn lengra og skoðum menningarleg viðhorf inn- flytjanda gagnvart geðsjúkdómum flækjast málin enn frekar. Ástæðan er sú að fordómar gagnvart geðsjúk- dómum eru enn ríkjandi í mörgum menningarsvæðum og fólk frá slíkum svæðum kýs hugsanlega frekar að líta fram hjá geðsjúk- dómum, en að horfast í augu við þá. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og fjölbreytileikinn eykst í samfélaginu, þá stöndum við frammi fyrir fjölbreyttari or- sökum vanlíðunar. Við þurfum að leggja okkur fram til að vel til tak- ist - til að öllum líði vel. Höfundur er prestur innflytjenda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.