blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 30
46 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaöiö ■r FÓLK folk@bladid.net Já, sem og borg- arbúar allir, enda málum við bæinn rauðan. Fær HK að sjá rautt á laugardaginn? Dagur Sigurðarson er framkvæmda- stjóri Vals. Vinni liðið HK í efstu deild karla í knattspymu næsta laugardag, verður það meistari i fyrsta sinn í 20 ár. 4 HEYRST HEFUR Gervigrasafræðingurinn og ofurbloggarinn Jens Guðmunds- son gerir óformlega könnun á bloggi sinu þar sem hann spyr hvað sé mest pirrandi íslenska dægurlagið. Má búast við miklum úlfaþyt, því sigurvegari keppninnar var Draumur um Nínu, sem hefur verið annar þjóð- söngur íslands um langt skeið... Um einhverskonar grín virðist vera að ræða, þegar bloggsíðan Hvítur Heimur er lesin enda varla hægt að taka mann með slíkar skoðanir og ritfærni al- varlega. Hér er lítið dæmi: „allt sem hann (Hitler) vildi var það að við hvita fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skap- aði okkur til að vera.“ Helgi telur sig greinilega ofar í fæðukeðjunni en hörunds- dökka útlend- inga. Ætlar hann sér þá kannski að borða þá...? Hún er skemmtileg ritdeilan milli Salvarar Nordal heim- spekings og Páls Magnússonar útvarpsstjóra á síðum Morgun- blaðsins. Byrjaði Salvör á því að kvarta yfir magni íþrótta- efnis á kostnað fréttatímans við beinar útsendingar og að íþróttum væri gert hærra undir höfði en öðrum menn- ingarviðburðum. Páll svarar þessu og biður Salvöru um „... meira umburðarlyndi gagnvart þörfum og óskum þess fólks sem hefur önnur áhugamál en hún“. Salvör svaraði að bragði í gær og sagði að margir þeirra er væru sammála henni styddu Ríkisútvarpið. Og ef sá hópur missti trúna á stofnunina, kynni að styttast í að sumir misstu vinn- una... Myntf/Nicole Weingart Girls Rock! Ung snót mundar Stratocasterioa, að hætti Jimi Hendrixi * Ný heimildarmynd um rokkbúðir fyrir imgar stúlkur Stelpur geta líka rokkað Hinn íslensk-ættaði Bandaríkjamaður Arne Johnson mun sýna heim- ildarmynd sína Girls Rock! á kvikmyndahá- tíðinni Riff sem hefst á fimmtudag en hún fjallar um stúlkur sem læra tónlist og sjálfstyrk- ingu í rokkbúðum í Bandaríkjunum. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Arne er afkomandi Jakobínu John- son skáldkonu og hefur aldrei fyrr komið til íslands. Hann mun koma hingað til lands með föður sínum og bróður þar sem þeir munu hitta íslenska ættingja sína á Húsavík. „Það er frábært að fá loksins tæki- færi til að heimsækja Island því maður hefur fengið margar sögur af fólkinu og landinu í gegnum tíðina. Ég hef aðeins kynnt mér landið á Netinu og er ætlunin að reyna að sjá sem mest á þessum tíu dögum sem ég verð þar. Til dæmis mun ég fara gullna þríhyrninginn, sem hljómar mjög spennandi!" Stelpur rokka „Ég og Shane King, sem er æsku- vinur minn, höfðum lengi talað um að gera kvikmynd saman, alveg síðan við vorum níu ára. Sjálfur hef MAÐURINN ► ► ► Arne er 39 ára gamall. Girls Rock! er fyrsta mynd Arne ífullri lengd. Áður hefur hann klippt mynd um Rauðu Khmer- ana, Out of the Poison Tree, sem sýnd var í bandarísku sjónvarpi. ég unnið sem bíógagnrýnandi á dagblaði og báðir höfum við óstjórn- legan áhuga á kvikmyndum. Einnig deilum við undarlegum áhuga á stúlknapönki frá tíunda áratugnum, sem er eiginlega kveikjan að mynd- inni. I heimabæ okkar, Portland í Oregon-fylki, eru nefnilega rokk- búðir fyrir stúlkur á aldrinum 8-18 ára, þar sem sumir leiðbeinend- urnir eru einmitt fyrrum meðlimir slíkra pönksveita. Þannig heyrðum við af þessum búðum og ákváðum að heimsækja búðirnar til að sjá þetta með eigin augum. Strax og við komum sáum við að þetta væri efni í góða sögu og ákváðum að gera heimildarmynd um það starf sem þarna er unnið. “ Ekki Britney Spears-verksmiðja „Þarna er einfaldlega verið að kenna stúlkum á hljóðfæri í gegnum rokktónlist. Rokkið hefur ávallt verið kennt við karlmennsku, en þarna er stúlkunum kennt að þær geti vel rokkað ef þær vilja. Við urðum svo- lítið hræddir um að Gene Simmons hefði stolið hugmyndinni okkar þegar hann byrjaði með raunveru- leikaþáttinn Rockschool, en fljótlega sáum við hvaða boðskap hann pred- ikaði; að rokkið snerist um peninga, dóp og kynlíf. Auðvitað hefur hver sina túlkun á rokki, en fyrir okkur er það frelsand, ákveðin sjálfstyrk- ing, því margar stúlkur í dag þjást af allskyns röskunum, eru ósáttar við útlit sitt og halda að þær þurfi að líta út eins og tímaritsglansmynd til að komast áfram í lífinu. I stað þess að ganga staðalímyndum á hönd þá læra þær að virða sjálfar sig, auk þess að læra gamla og góða slagara! Þetta er því engin Britney Spears-verksmiðja, heldur þvert á móti verksmiðja sem skilar af sér sjálfstæðum, greindum og gegnheilum músíkölskum stúlkum," sagði Arne að lokum. Nánari upp- lýsingar um myndina má nálgast á vefsíðu kvikmyndahátíð- arinnar: www. riff.is. ekkert spes „Mér þykir ekkert sérstakt við það að vera íslendingur eða íslenskur - landið, tungumálið, sagan eða hvað það nú er sem við byggjum meint þjóðerni okkar á, vekja ekki hjá mér tilfinningar nægilega sterkar til að kveikja í mér ást á þessum fyrirbærum.j...] Þjóðmenning okkaráþað sameiginlegt með kristinni trú að vera byggð á vondum skáidsögum - við eigum engar byggingar, engar sýnitegar menjar um annað en eymd og volæði.[...]Við gætum allt eins notað Rauðhettu og úifinn eða Mjallhvíti og dvergana sjö til að byggja undir egóið, enda hef ég það fyrir satt að Snorri hafi skrifað síðarnefndu söguna á meðan hann fitlaði við sig i heita pottinum." Björgvin Valur eyjan.is/goto/bjorgvin Landshlutarígur „ÁrniJohnsen fersjaldnast troðnar sióðir ígagnrýni sinni á menn og málefni. Á þriðjudaginn skrifaði hann grein i Morgunblaðið þar sem hann kvartaryfir Vestfirðingum. Maður er nú orðinn all-langþreyttur á Vestfjarðaþulunni íþessu kvótadæmi öllu, að engir þjáist nema þeir. Svona málflutningur er með öttu óþolandi og þingmanninum til vansa. ]...]Gallinn við Árna er að hann sér aldrei annað en eigið kjördæmi og helst bara Vestmannaeyjar. “ Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason Together- regiment „En kannski vill Samfylkingin bara fá eigið tungumál svo hún þurfi ekki meir að tala við almenning og geti fullendis hreiðrað um sig ofan við þetta jarðbundna lif. Þar getur hún útbúið áhættumat og stundað samræðustjórnmái út ieitt á meðan vara- formaðurinn bullar á ensku og islensku til skiptis um gildi áframhaldandi útrásar og fengið ásamt viðskiptaráðherranum dimm- raddaða klapp á bakið frá fjárpennunum á markaðskálfum blaðanna fyrir einstakan skilning á þörfum fjármálaheimsins." Kristján B. Jónasson kristjanb.blog.is Fræðslukvöld SKB: Síðbúnar afleiðingar og þarfir foreldra langveikra barna Grand Hótel - þriðjudaginn 25. september frá kl. 18:00 - 19:30 1. Hvað eru síðbúnar afleiðingar? Þorsteinn Ólafsson, fulltrúi vinnuhóps um síðbúnar afleiðingar, fjallar um viðfangsefni hópsins. 2. Eftirfylgni í kjölfar lækningar, samanburður á íslandi og Svíþjóð. Anna Þórdís Guðmundsdóttir / Jón Steinar Guðjónsson segja frá reynslu dóttur sinnar. 3. Kaffiveitingar 4. Foreldrar langveikra barna - lífið eftir meðferð. Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur greinir frá rannsókninni „En hvað um foreldrana?". 5. Umræður Allir velkomnir. STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA Su doku 2 1 3 8 9 2 5 6 1 3 4 9 6 8 2 9 5 6 7 5 8 7 2 9 5 8 3 7 7 1 6 6 2 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. hjá góðum lögfræðingi?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.