blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 15
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 15 Heimsferðir brutu lög um alferðir Óheimilt að krefjast auka- greiðslu vegna gengisflökts Heimsferðum var óheimilt að krefja neytanda um viðbótar- greiðslu fyrir alferð í tilefni af geng- islækkun krónunnar. Þetta er niður- staða samgönguráðuneytisins sem staðfesti úrskurð Neytendastofu frá því í fyrra. Neytandinn hafði keypt sér ferð með Heimsferðum sem fjórum mánuðum síðar krafðist viðbótar- greiðslu upp á rúmlega 13 þúsund krónur. Rökin fyrir viðbótargreiðsl- unni voru þau að gengi krónunnar hefði lækkað á þeim fjórum mán- uðum frá því að pöntun var gerð og ferðin var greidd. I almennum skil- málum og samningi aðila var hins vegar hvergi tilgreint hvernig fram- angreind hækkun skyldi reiknuð út. Af þeim sökum taldi Neytendastofa að um væri að ræða brot á lögum. í niðurstöðu ráðuneytisins og Ney tendastofu er Heimsferðum bent á að orða skilmála sína með skýr- ari hætti og tilgreina nákvæmlega hvernig verðbreytingar séu reikn- aðar og við hvaða gengi er miðað. Hefur þessari ábendingu meðal ann- taka aðila í ferðaþjónustu. ars verið komið á framfæri til Sam- magnus@biadid.net Reader's Digest útnefnir „grænustu" löndin ísland næstbest Samkvæmt úttekt Reader’s Di- gest er ísland „næst-grænasta“ land í heimi. Tímaritið kaus að kanna hvar væri hægt að vera í bestri snert- ingu við náttúruna, jafnframt því að lifa nokkuð mannsæmandi lífi - og undanskildi þar með staði eins og norðurheimskautið og svörtustu frumskóga. Finnland hafnar í fyrsta sætinu, en ísland er í öðru sæti og fylgja Noregur og Svíþjóð þar fast á eftir. Fékk Eþíópía lægstu einkunn þeirra rúmlega 140 landa sem vegin voru og metin. Meðal þess sem tillit var tekið til var hreinleiki vatns, orkubúskapur og hve mikið er losað af gróðurhúsa- lofttegundum, auk félagslegra þátta á borð við menntunarstig og með- altekjur. í tímaritinu kom fram að jafnvel þau lönd sem báru af öðrum áttu sína umhverfisdjöfla að draga, en losun gróðurhúsalofttegunda er yfir meðaltali í Finnlandi. Einnig var tekinn saman listi yfir græn- ustu borgir heims og bar þar Stokk- hólmur sigur úr býtum, en Reykja- vík var ekki ein þeirra borga sem voru metnar. arndis@bladid.net Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611. Það tekur enga stund. I dag drógum við ut 30 milljónamæringa. Verður þú einn af þeim? HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.