blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 27
blaðiö
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007
43
Kidd sagt upp
Verslunarkeðjan Marks og
Spencer hefur sagt upp samn-
ingum sínum við bresku ofurfyr-
irsætuna Jodie Kidd eftir að í ljós
kom að hún hafði reynt að selja
blaðamanni dagblaðsins News of
The World eiturlyf. Samkvæmt
forsvarsmönnum fyrirtækisins
kemur ekki til greina að endur-
nýja samning Kidd þar sem það
getur skaðað orðstír keðjunnar.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
stórfyrirtæki segir upp samn-
ingum sínum við ofurfyrirsætu
en á síðasta ári sleit tískukeðjan
H&M samstarfi sínu við fyrirsæt-
una Kate Moss eftir að myndir
birtust af henni þar sem hún
neytti kókaíns í hljóðveri þáver-
andi kærasta síns Pete Doherty.
Bíða mis-
spenntir eftir
Sigur Rós
Von er á tvöfaldri breiðskífu frá
hljómsveitinni Sigur Rós þann 5.
nóvember næstkomandi eins og
greint hefur verið frá í Blaðinu.
Skífurnar kallast Hvarf og Heim
og eru lögin á plötunum 11 talsins
alltíallt.
Lesendur tónlistarsíðunnar
Drownedinsound.com bíða þó
misspenntir eftir plötunum og
sjá sig knúna til þess að segja
skoðun sína á bandinu sem er
þekkt fyrir að vinna hug og
hjörtu útlendinga. Að minnsta
kosti að mati íslendinga. Sumir
lesendur síðunnar fagna þó tvö-
faldri plötu frá Sigur Rós en aðrir
segjast ekki muna hvort þeim líki
enn við sveitina. Öðrum stendur
á sama en hljómsveitin höfðar
greinilega eícki til allra. Einn
bendir á að Sigur Rós geti sent
frá sér nánast hvaða efni sem er,
gagnrýnendur séu alltaf himinlif-
andi og tali um snilligáfu þeirra.
Viðkomandi er þó ekki á þeim
buxunum og segir bandið hljóma
eins og U2 ef lög þeirra væru
spiluð á hálfum hraða með Bono
haldandi fast um klof sitt, syngj-
andi aftur á bak.
Stjörnurnar
fjölga sér
Leikkonan Salma Hayek eignað-
ist dóttur í fyrrakvöld, en þetta er
fyrsta barn stjörnunnar. Hayek
eignaðist dóttur sína á Cedars-
Sinai-spítalanum í Los Angeles
og hefur stúlkan fengið nafnið
Valentina Paloma Pinault. Faðir
barnsins er franski auðjöfur-
inn Francois-Henri Pinault en
stúlkan er þriðja barn hans.
„Móður og barni heilsast vel og
foreldrarnir eru f skýjunum,“
segir fjölmiðlafulltrúi stjörn-
unnar. Söngkonan Charlotte
Church eignaðist einnig dóttur í
vikunni en hún ólíkt Hayek kaus
að fæða dóttur sina á heimili sínu.
Church og unnusti hcnnar Gavin
Henson hafa enn ekki ákveðið
nafn á frumburðinn en segjast
hafa nokkur í huga.
Ellý Armanns hefur sagt skilið við þulustarfið á RÚV
Kvaddi þjóðina með kossi
„Ég kvaddi þjóðina með kossi
seint á laugardagskvöld,“ segir Ellý
Ármannsdóttir, fyrrverandi þula á
Ríkissjónvarpinu. Ellý sagði skilið
við þulustarfið á laugardagskvöld
og kvaddi þjóðina í beinni útsend-
ingu eins og henni einni er lagið.
„Tilfinningin er tregablandin, það er
rosalega gott fólk að vinna þarna.“
Ellý hefur ráðið sig til Árvakurs,
útgáfufélags Morgunblaðsins og
Blaðsins. Hún mun framvegis sjá
um undirsíðu Mbl.is sem hefur
hlotið nafnið Sviðsljósið og tekur
púlsinn á þekktum einstaklingum.
„Vefsíðan fer í loftið í vikunni,
það er verið að vinna að henni dag
og nótt. Þetta er svona sjónvarp á
Netinu. Það er ástæðan fyrir því
að ég kvaddi RÚV. Þegar maður
vinnur hjá Sjónvarpinu er maður
samningsbundinn og getur ekki
unnið hjá öðrum miðlum. “
Fer óhefðbundnar leiðir
„Það er ekkert vel liðið að maður
sé að kveðja með kossi í Ríkissjón-
varpinu,“ segir Ellý ómyrk í máli,
aðspurð hvort kveðja hennar hafi
einhver eftirmál. Þetta var ekki
í fyrsta skipti sem Ellý fór óhefð-
bundnar leiðir í dagskrárkynn-
ingum sínum, en skemmst er að
minnast þess þegar hún kynnti
sjónvarpsdagskrána með nýfædda
dóttur sína í fanginu. „Það var
margt sagt úti í bæ þegar ég var
með stelpuna,“ segir hún. „Það
er umdeilt að draga athygli frá
dagskránni.“
Athygli vakti fyrir nokkrum
vikum þegar Ellý læsti bloggi sínu
á Mbl.is án útskýringa, en bloggið
hafði verið eitt það vinsælasta á
landinu um nokkra hríð. „Ég var
kannski komin út í svolitlar öfgar
á blogginu og það var kannski ekki
vel liðið,“ segir Ellý og bætir við að
hún viti ekki hvort hún byrjar aftur
að blogga á næstunni.
atli@bladid.net