blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaðið Kvótasamdráttur Samherji fer frá Hjalteyri Samherji hefur ákveðið að hætta allri skreiðarverkun á Hjalteyri við Eyjafjörð, að sögn til þess að bregðast við minnkandi þorskveiðiheim- ildum og fyrirsjáanlegum sam- drætti sem þeim fylgir. Ellefu manns hafa unnið fyrir Sam- herja á Hjalteyri og verður þeim öllum boðin vinna í öðrum deildum Samherja. aþ Héraðsdómur Vestfjarða Skilorð fyrir líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum tvo karl- menn fyrir hættulega líkams- árás á annan karlmann. Karl- mennirnir tveir voru ákærðir fyrir að hafa opnað dyr á bíl þegar þeir óku fram hjá mann- inum með þeim afleiðingum að hurðin skall á honum. Mað- urinn féll til jarðar við höggið og hlaut nokkur meiðsli en árásarmennirnir óku á brott. Sá sem opnaði dyrnar hlaut fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn, sem jafn- framt var bílstjóri, hlaut tveggja mánaða skilorðs- bundið fangeisi. bb.is libelladonnan Flottar _yfirhafnir Stærðir 42-56 Skeifan 11 d • 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna. is Opiö mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Fjármálaráðuneytið fer yfir niðurstöðuna í máli Impregilo Ekki leitað beint til starfsmannaleiga Fulltrúar fjármálaráðuneytisins ásamt ríkis- skattstjóra leita nú leiða til að bregðast við dómi Hæstaréttar i síðustu viku að sögn Böðvars Jóns- sonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra. í Blað- inu á laugardag kom fram að ríkið gæti þurft að greiða Impregilo hundruð milljóna króna eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að það væri ekki í verka- hring íyrirtækisins að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda hjá verkamönnum á vegum portúgalskra starfsmannaleiga. Dómurinn þýðir einnig að þar sem portúgölsku starfsmannaleigurnar eru launagreiðendur verka- mannanna, þá ber þeim að standa skil á greiðsl- unum. Böðvar sér ekki fyrir sér að ríkið verði í beinum samskiptum við starfsmannaleigurnar, heldur fari greiðslurnar fram í gegnum skattayfir- völd í Portúgal. „Síðan er það tvísköttunarsamn- ingur Islands og Portúgals sem gerir ráð fyrir að þeir fjármunir nái til íslands. Það hefði hins vegar verið mun æskilegra að hafa þetta á hinn veginn, það er að þetta færi fram í gegnum skatta- yfirvöld hér á landi.“ Meðal þess sem fjármálaráðuneytið og rík- isskattstjóri munu skoða er hvort gerðar verði breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Það yrði þá gert á þann hátt að tekin yrðu af öll tvímæli um að starfsmenn sem vinna á ís- landi til skemmri tíma verði ótvírætt skattskyldir hér á landi. magnus@bladid.net Fjármálaráðuneytið Til greina kemur að gera breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar. Strangari reglur um skyldur tannlælcna ■ Tannlæknar æfir vegna frumvarps um að þeim yrði skylt að auglýsa gjaldskrá ■ Mörk vegna kostnaðaráætlunar mun lægri í Noregi og Danmörku en hér á landi Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Mun strangari reglur gilda í nágrannalöndunum um skyldu tannlækna til að gefa skriflega kostnaðaráætlun en á íslandi. Ef reglunum hér yrði breytt yrði það til bóta fyrir marga, að mati Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi þing- manns Samfylkingarinnar, sem fyrir tveimur árum lagði fram frumvarp um breytingu á lögum um tannlækningar. I frumvarpinu, sem fékk ekki afgreiðslu, var lagt til að tann- læknum yrði skylt að auglýsa gjald- skrá sína árlega og að hún yrði send Tryggingastofnun ríkisins ásamt breytingum. „Það var talað um að Trygginga- stofnun myndi setja gjaldskrá tann- lækna á vef sinn þannig að hún yrði aðgengileg fyrir neytendur. Þetta fannst tannlæknum höft á atvinnu- frelsi sitt. Ég fékk marga tölvupósta frá starfandi tannlæknum sem voru vægast sagt dónalegir. Menn sögðu þetta fíflagang og að þeir sem létu sér detta slíkt í hug væru heimskir,“ segir Jón. Honum kemur því ekki á óvart að Sigurjón Benediktsson, for- maður Tannlæknafélags Islands, skuli á dögunum hafa lýst því yfir að það væri algjörlega út í hött færi Tryggingastofnun að birta verð tannlækna eins og skoða á. Sigur- jón sagði þó suma tannlækna vilja VERÐ TANNLÆKNA ► Tryggingastofnun ætlar að kanna hvort heimilt sé að veita upplýsingar um verð fyrir þjónustu einstakra tannlækna. ► Lögfræðingur Persónu- verndar, Þórður Sveinsson, kveðst aldrei hafa heyrt talað um að upplýsingar um verð fyrir ákveðna þjónustu eigi að fara leynt. kynna þjónustu sína og verð. íslenskum tannlæknum er skylt að hafa gjaldskrá á áberandi stað á biðstofu og gefa skriflega kostn- aðaráætlun fari kostnaður yfir 100 þúsund krónur samkvæmt reglum Samkeppnisstofnunar frá 2004. I Danmörku er tannlæknum skylt að gefa skriflega kostnaðaráætlun fari kostnaður yfir 2500 danskar krónur., eða um 30.000 ÍSK. Sam- svarandi tala í Noregi er 2000 norskar krónur, eða um 23.000 ÍSK. Þetta kemur fram í frumvarpinu sem Jón lagði fram ásamt nokkrum þingmönnum allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins. Ekki fara allir tannlæknar á ís- landi eftir ofangreindum reglum Samkeppnisstofnunar. „I fyrsta lagi er ómögulegt fyrir neytendur að flakka á milli biðstofa tannlækna til að kanna gjaldskrá sem þar hangir kannski uppi. I öðru lagi er erfitt /MJid/Þorkell Hjá tannlækninum Endurgreiðslu- gjaldskrá Tryggingastofnunar hefur ekki breyst síðan 1. nóvember 2004. að fara fram á skriflega kostnaðar- áætlun um það bil sem maður er að setjast í tannlæknastólinn afhendi tannlæknirinn hana ekki sjálfur áður,“ tekur Jón fram. Hann fagnar því að Tryggingastofnun skuli nú íhuga að birta verð tannlækna. „Það er alveg fráleitt að verð skuli vera leyndarmál í frjálsri samkeppni. Hins vegar hefur endurgreiðslu- gjaldskrá Tryggingastofnunar ekki hækkað í takt við hækkað verð tann- lækna,“ bendir Jón á. Hjá TR fengust þær upplýsingar að endurgreiðslugjaldskráin væri frá 1. nóvember 2004. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Pilturinn sem lenti í slysi í Sundlaug Kópavogs er látinn Minntust látins félaga Pilturinn sem lenti í slysi í Sund- laug Kópavogs 26. apríl síðastliðinn lést á laugardaginn var af völdum slyssins. Hann hét Þórður Ingi Guð- mundsson, fæddur 29. apríl 1991, og var 16 ára gamall. Þórður Ingi var nemandi í Snæ- landsskóla og var í skólasundi þegar hann fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Þórðar Inga var minnst áður en knattspyrnuleikur HK og Breiða- bliks hófst á Kópavogsvelli á sunnu- dag. Hann æfði knattspyrnu með HK frá unga aldri og var liðsmaður á eldra ári í 3. flokki. mbl.is Látins félaga minnst Þórðar Inga var minnst áður en leikur HK og Breiðabliks hófst á Kópavogsvelli á sunnudag. Laugavegur Eldur í sófa Eldur kom upp í sófa á svölum bakhúss milli Laugavegar og Hverfisgötu 44 um hálffimm- leytið í fyrrinótt. Mikill reykur myndaðist en að sögn slökkvi- liðs gengu slökkvistörf greið- lega fyrir sig. Um 30 leiguliðar búa í húsinu og var í fyrstu óttast um öryggi þeirra en þeir voru þó ekki í teljandi hættu. Eldsupptök eru ókunn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.