Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 8
08 HÁLFDÁN í Djúpu lauginni Hverju leitar þú helst af í fari kvenna? Þær þurfa að sjálfsögðu að vera heiðarlegar, þær þurfa að skilja mig,að vera fallegar, hafa einhvern metnað,einhverja orku og„sex appeal"sem ég get ekki útskýrt hvað er. Hvaða iíkamspart fílar þú mest og af hverju? (raun og veru allt fyrir ofan ökla. Það er það sem ég fíla mest og af því að ég vil hafa þetta svolítið í samhengi. Einn handleggur finnst mér t.d. ekkert mjög spennandi. En kannski þá helst fingur og háls sem skera sig út. Er þetta kannski eitthvað pervískt? Er eitthvað sem þú skilur ekki í sambandi við konur? Það er náttúrulega alveg hellingur.Til dæmis af hverju þær þurfa alltaf að fara í hópum á klósettið og svo skil ég ekki hvernig þeim líður þegar þær eru á blæðingum og verða skapvondar og pirraðar. Ég skil líka mjög illa konur sem tala útlensku. Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér við konur? Það er hvað konur eru oft talsvert miklu klókari og klárari heldur en maður sjálfur - það getur verið pirrandi. Þær geta gert ótal marga hluti í einu á meðan við getum kannski bara gert einn eða tvo hluti í einu. Líka það að þær þurfa alltaf að þukla á öllu, það tekur til dæmis langan tíma að fara í matvöruverslun. Bara það að finna út hvaða tómatar eru í lagi getur tekið hálftíma en þeir eru samt allir í lagi. Hvað er klám fyrir þér? Ég myndi segja að klám væri samnefnari yfir alla holdlega girnd. Klám er í raun og veru nafn á geimskipi.Geimskipið klám. Fyrir mér er geimskipið klám málið. Myndir þú fara á„blind date"? Já,ég færi að sjálfsögu á „blind date"ef svo bæri undir,ég hef meira að segja farið á „bIind date"sem bar alveg fínan árangur. Ég meina þú þarf ekkert að gera eitthvað, þú ert bara í raun og veru að hitta einhvern sem gæti hugsanlega haft sömu áhugamál og þú. Hvar myndir þú helst vilja búa og af hverju? Ég myndi helst bara vilja búa í sama húsi og þeir sem ég elska eða sem sagt fjölskyldan mín. Mér er alveg sama hvar húsið er í heiminum bara ef ég er með fólkinu sem mér þykir vænst um. Þetta er kannski of sætt! Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju? Ég held ég myndi vilja vera Erla kærastan mín,svona til að sjá hvernig ég er í raun og veru, hvernig ég lít út á nærbuxunum og já hverju ég mætti breyta. Þá gæti ég líka farið í eitthvað flott og verið pæja. Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum hverju myndir þú breyta og af hverju? Það má ekkert svo miklu breyta því að þetta þarf allt að hafa sinn „ballans" Svo ég myndi breyta heitu yfir í kalt og hvítu yfir í svart og sjá hvort eitthvað myndi breytast. /// HVAÐ KARLMENN VILJA OG VILJA EKKI í RUMINU Hér eru punktar um það hvað karlmenn vilja og vilja ekki í rúminu... byggt á upplýsingum frá útlöndum og því óvíst hvort þaðeigi viðokkarástkæra karlpening. T0PP4YFIR ÞAÐ SEM ÞEIR HRÆÐAST MEST í FYRSTA SKIPTIÐ SEM ÞIÐ SOFIÐ SAMAN 1. Að hann fái það of fljótt og gagnist þér þvi ekkert. 2. Að honum takist ekki að láta þig fá það. 3. Að þú verðir ólétt. 4. Að ÞÚ dragir þá ályktun að þið séuð núna formlega par. T0PP4YFIR ÞAÐ SEM HANN VILL FÁ ÚT ÚR BÓLFÖRUNUM 1. Fullnægingu sem tilheyrir ekki þessum heimi. 2. Stunur frá þér. 3. Að þú farir niður á hann. 4. Að þú klæmist við hann . ÞAÐ VERSTA SEM ÞÚ GETUR GERT ÍRÚMINU 1. Legið og látið þér leiðast. 2. Gert þér upp fullnægingu. 3. Verið tepruleg þegar það kemur að munnmökum. 4. Ætlast til of mikils. VINSÆLUSTU STELLINGARNAR 1.57% karlmanna vilja hafa konuna ofan á. 2. 25% karlmanna vilja hundaaðferðina. 3.18% karlmanna vilja gamla góða trúboðann. VIÐBRÖGÐ ÞEIRRAVIÐ NEYÐARLEGUM LÍKAMSHUÓÐUM í ÁSTARLEIKJUM 52% karlmanna finnast þau fremur fyndinn og kippa sér ekki mikið upp við þau. 38% karlmanna þykjast eða taka einfaldlega ekki eftir þeim. 10% karlmanna finnast þau ógeðsleg. 4

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.