Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 26
ANDREAROBERTS
Andrea Róbertc hélt út í heim til að starfa sem fyrirsaeta einungis sextán ára göm-
ul. Nú, 11 árum seinna, stýrir hún ekki aðeins sínum eigin sjónvarpsþætti á Stöð 2,
heldur er hún einnig i námi við Háskóla fslands og situr í stjórn V-dags samtakana.
Hún aetti því að vera flestum landsmönnum ktmn fyrir störf sín á skjánum auk þess
að hafa verið tíður gestur fjölmiðlanna í gegnum árin. Okkur langaði til að forvitnast
um hver „Andrea" vaeri í raun og veru og fengum hana því til að hitta okkur í stutt
spjall. Eftir að hafa setið hátt í tvo tíma og raett um daginn og veginn komumst við
að því að hún er ekki bara fallegt andlit heldur kona með bein i nefinu. Hún hefur
skoðanir á öllum hlutum og er ófeimin við að segja þaer.
Þar sem þetta er frumraun okkar í
blaðamennsku, þá ákváðum við að
byrja á þessu týpíska og forvitnast
um hver helstu áhugamál hennar
væru fyrir utan vinnutíma.
Ég hef mestan áhuga á fólki,vinum mínum og
mínum nánustu.Vinir mlnir eru það mikilvæg-
asta í lífinu, en þar sem ég er mjög upptekin
manneskja hef ég reynt að einbeita mér að
nokkrum góðum í stað þess að reyna að dreifa
mér út um allt og þóknast öllum.
Ég er Ifka komin með bakteríu fyrir fjallgöng-
um, en mamma smitaði mig af því. Ég er
búin að labba Laugaveginn tvisvar með allt
á bakinu og gista í skálum á leiðinni. Maður
er nú ekkert að drekka í svona ferðum en allir
skálverðirnir geta "reddað einum bjór", þan-
nig að það er svolítið kósí og það myndast oft
skemmtileg stemning í svona ferðum. Þetta
er alveg ótrúlega gaman, maður sefur vel og
fær orku úr náttúrunni. Náttúra (slands er for-
réttindi og þar fæ ég mína hreyfingu því ég
er ekki í neinni leikfimi eða svoleiðis. Ég væri
samt til í að fara í jóga því mér finnst svo rosa-
lega sjarmerandi að vera liðugur, langar helst
til að stökkva núna í splitt eða spíkat! Annars
hef ég mjög mikinn áhuga á tónlist, hönnun
og myndlist. Ég hef reynt að safna verkum eft-
ir samtímalistamenn. Ef ég á einhvern pening
þá fer hann ekki í hlutabréf heldur myndlist.
Hversu góð fjárfesting það er veit ég ekki, en
ég fæ algjört kick út úr því.
Hefur þú málað eitthvað sjálf?
Nei, ég hef ekkert verið að mála en ég er mjög
vandvirk og haldin fullkomnunaráráttu. Þegar
ég var yngri elskaði ég litabækur. Ef ég kæmist
í litabók núna þá væri ég ekki lengi að ná mér í
liti.Ég hef hannað fullt affötum á sjálfa mig en
ég er ekkert sérlega góð í að teikna fríhendis.
Á síðastliðnum árum hafa raun-
veruleikaþættir verið fastir liðir
í sjónvarpi og nýir þættir skjóta
upp kollinum á hverju hausti.Vin-
sældirnar hafa verið gífulegar og
fólk virðist hafa endalaust gaman
af þessu.Á það líka við um þig?
Ég hef ekki horft mikið á sjónvarp síðustu tvö
árin þannig að ég veit ekki alveg hvað er að
gerast. Sá þáttinn Bachelor um daginn og ég
vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja. Þar
vakna konurnar með varalit, engin af þeim
er með bólur, teina eða undir 170 cm á hæð.
Þarna birtisteinungisein mynd af konum.eng-
an veginn allur skalinn. Ég veit því ekki hversu
mikill raunveruleiki er í þessu. Þetta hlýtur að
vera pródúserað til andskotans.
Taiandi um kvenímyndina.Nú
kaupa konur mikið af vörum til að
láta sig líta betur út og laga hitt
og þetta í sambandi við útlit sitt.
Er þetta ekki bara allt spurning
um markaðsetningu?
Þetta er náttúrulega atvinnuskapandi. Fullt af
verksmiðjum leggja kapp sitt við að framleiða
krem til að losa okkur við hrukkur og appel-
sínuhúð. Auðvitað er þetta bara markaðssetn-
ing. Hér á íslandi keppast allir við að raka af sér
öll líkamshárin. Það er búið að selja okkur það
að við eigum að raka bikíníröndina og flestar
píkur á landinu eru rakaðar á einhvern hátt. Ég
heyrði það í saumó um daginn að í Aslu vaxi
hárin ekki svona grimmt og galið og þar sé ver-
ið að selja píkuhárahárkollur, þannig að þetta
hlýtur að vera merkaðssetning. Mér finnst
mjög flott að vera með hár undir höndunum...
mér finnst það geðveikt, en málið er bara það
að þau vaxa eitthvað svo fá að ég get ekki safn-
að. Mér finnst llka svona „pin-up" gellur sem
eru huggulegar í holdum algjört æði. Ég hef
bara átt við það vandamál að stríða að þó ég
borði 16" pizzu með fimm áleggstegundum á
kvöldin þá þyngist ég ekki og ég þoli ekki að
fólki finnist allt í lagi að segja við mig„djöfull
ertu mjó"en það mundi ekki voga sérað segja
við einhverja aðra feita manneskju hvað hún
sé feit. Mér finnst það fáránlegt því ég get
ímyndað mér að það sé jafn erfitt að fita sig
eins og grenna og hvoru tveggja leggst á
sálina á manni.
Þegar settar voru upp heim-
asíður þar sem fólk gat skrifað
undir nafnleynd þá kom í Ijós að
mikið af ungum stelpum áttu að
baki slæma kynlífsreynslu.Tel-
ur þú ástæðuna vera brenglaða
mynd af kynlífi sem fólk fær úr
klámmyndum?
Á fundi með Bríet um daginn var ein stelpa
sem sagði okkur að í bekkjarpartýi höfðu
strákar stillt upp kameru í svefnherberginu,
ýtt á upptöku og reynt að fá stelpur með sér
inn í herbergi. Síðan var ein sem gerði það,
svaf hjá einhverjum eða ég veit ekki hvað og
efnið var fjölfaldað og dreift út um allt. Það er
gríðalegur þrýstingur á stelpur að vera svona
og hinsegin og persónulega finnst mér krakk-
ar fullorðnast of hratt. Ég trúi því heldur ekki
að 13 ára stelpur fíli það að láta taka sig í rass.
Þetta getur verið stórhættulegt. Það er ekkert
grln að enda með króníska gyllinæð eftir eitt-
hvað sem maður kann ekki og vill ekki. Annað
dæmi er til að mynda að eftir að klámmyndin
„Deep Throat" kom út þóttust allar konur vera
með G-blett í hálsinum og ég heyrði einhvers-
staðar að fjöldi kvenna hefði fundist látinn
eftirað þeim hafði verið nauðgað í háls.
Eins og kynlífsiðnaðurinn er í dag er hann að
hala inn meiri peninga en vopnasala og eitur-
lyf. Konurnar í klámmyndum eru alltaf svaka
gellur en mennirnir forljótir þannig að körlum
sem horfa á myndina Kður rosalega vel með
sig. Nú hafa einnig orðið breytingar í þessum
geira og það er farið að gera myndir þar sem
einn maður er með kameruna og fær fólk út af
götu til að koma með sér í eitthvað herbergi
til að leika í klámmynd. Þeir sem horfa á klám-
myndir fíla þetta víst voða vel, finnst það svo
raunverulegt að vera (svo mikilli nánd við leik-
arana. Þannig að jú, ég mundi segja að klám-
myndir hafi mikið um það að segja hversu
brenglaða mynd sérstaklega ungt fólk hefur
af kynlífi. KynKf getur verið svo frábært fyrir
bæði kynin. Það sem skiptir máli er að þekkja
Kkamann, kunna á sjálfa sig og læra að njóta.
Nú hefur þú starfað lencji í sjón-
varpi, varst með Sjáðu, Island í dag
og nú með þinn eigin þátt, Andrea.
Er mikill munur á því að mæta í
beina útsendingu og vera með
þátt sem er tekin upp fyrirfram?
Það er allt öðruvísi að mæta í beina útsend-
ingu, eins og í (sland í dag. Ef maður er ekki
alveg stemmdur þá sést það. Fólk sem situr
heima hugsar kannski, "vá hvað þetta er
lélegur sjónvarpsmaður", en viðkomandi
sjónvarpsmaður er kannski nýbúinn að missa
nákominn ættingja eða er með 40 stiga hita.
Það má ekkert klikka. Það er rosa gaman að
kynnast hraðanum og fólkinu sem ég hef
unnið með, en ég kann betur við mig í þætti á
léttu nótunum og reyna þannig að búa til ein-
hverja skemmtilega stund fyrir áhorfandann.
Þetta er alveg ótrúlega gaman, maður kynnist
fullt af skemmtilegu fólki og vfkkar sjóndeild-
arhringinn. Það tekur samt rosalega orku
frá manni að tala svona mikið við fólk, þarf
kannski að taka átta viðtöl á dag sem maður
er ekkert alltaf í stuði fyrir.Ég nenni heldur alls
ekki alltaf að dressa mig upp, mála mig eða
greiða mér, það fer bara eftir í hvernig stuði
maður er. En oftast er ég búin að dressa mig
upp í Mango og fara (förðun og einhver glos-
suð glansmynd birtist af manni á skjánum.
Hvernig kviknaði hugmyndin
að þættinum?
Það eru ekki margir þættir núna sem fjalla um
hönnun, tísku og næturlífið. Þetta er þó ekk-
ert nýtt, bara magasín þáttur. Svo heitir hann
Andrea sem er alveg rosalega egósentrískt
nafn. Þetta gerðist bara, eiginlega þegar ég
var úti (London.
Þátturinn er sýndur á hverju
fimmtudagskvöldi kl. 19:30 og
mikið efni er í hverjum þætti.
Er ekki erfitt að finna nýja
viðmælendur í hverri viku?
(sland er stórt land en hér býr fámenn þjóð.
Ég er búin að gera fleiri hundruð sjónvarps-
þætti, svo jú, það verður alltaf erfiðara. Maður
er alltaf að reyna að finna nýjan viðmælanda
og nýja staði til að taka viðtalið á og að vera
ekki alltaf með sömu spurningarnar heldur
taka nýja vinkla. Sem dæmi þegar ég tók við-
talið við Jamie Oliver, Kokk án klæða, þá er
hann náttúrulega þekkturfyrir matreiðslu svo
ég fór ekkert að spyrja hann út í uppskriftir
heldur eitthvað allt annað. Þessi viðtöl eru þó
auðvitað alltaf svolítið á yfirborðinu.
V-dagurinn
V-dagurinn varhaldinn (fyrsta sinn 14.febrúar
á þessu ári. Það var haft samband við mig og
Villa úr 200.000 naglbítum og við vorum feng-
in til að fara ( alla framhaldsskóla landsins og
kynna forvarnarsamkeppni sem var í tengsl-
um við daginn. Nú er ég komin ( stjórnina
og við erum á fullu að undirbúa næsta V-dag.
Ýmis mál eru í deiglunni til dæmis ætlum við
að reyna að bjóða fólki að ganga í samtökin.
Nú svo erum við að sitja okkur ( samband við
stórstjörnur sem vilja koma á klakann næsta
V-dag.
Stjórn V-dags samtakanna er ósköp venjulegt
fólk, rödd almennings.Við reynum að vera vak-
andi fyrir því sem er að gerast ( samfélaginu
og látum málefnið okkur varða. Við viljum fá
fólk og fjölmiðla til að vekja athygli á þessu
samt(mavandamáli, ofbeldinu.Til dæmis fyrir
síðustu verslunarmannahelgi reyndum við að
beina athyglinni að strákunum, ábyrgðin á að
vera hjá þeim sem eiga hana. Víddin á galla-
buxunum á ekki að hafa neitt að segja þegar
dæmt er í nauðgunarmálum. Það er búið að
þyngja dóma í fíkniefnamálum og það er eins
og það vanti samræmi í dómhefðina þar sem
skilaboð dómsvaldsins markar siðferðiskennd
almennings. Við viljum að fólk kæri nauð-
ganir en meðal annars vegna sektarkennd-
ar og skammar hefur verið erfitt að fá það
til þess. Eins og Hallgrímur Helgason sagði:
„Þeir sem stinga honum inn án samþykkis,
þeim verður stungið inn án samþykkis. Helv...
góður texti.
Nú ert þú með þátt í sjónvarp-
inu,ert í Háskólanum og í stjórn
V-dags samtakanna. Þú hlýtur að
vera mjög upptekin. Hvernig er
þín venjulega vika?
Ég á áherslupenna ( öllum litum og dagbókin
mín er rosalega þykk og beygluð. Ég vakna
klukkan átta á morgnana og er á fullu allann
daginn. Svo er ég líka þessi týpa að ef ég hitti
einhvern gaur sem er að dreifa bæklingum
þá er ég strax komin með 2/3 af bunkanum
og farin að dreifa þeim fyrir hann. Ég get
ekki kvartað, maður kemur sér I þetta sjálfur.
Margir halda að ég fari bara (vinnuna (klukku-
tíma á fimmtudögum og hafi ekkert að gera
hina dagana. Á bak við hvern þátt er hins veg-
ar gífurlegur undirbúningur. Ein mínúta í sjón-
varpi er margra klukkustunda vinna. Ég þarf
að redda viðtölum,fara á staðina og vinna svo
efnið. Þetta er samt mjög gaman. Maður þarf
bara að vera temmilega kærulaus til að halda
geðheilsu.