Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 22
" segir í tíunda boðorð-
inu. Þetta boðorð brjóta margir en einn
þjóðfélagshópur stundar það sérstak-
lega, með samþykki náungans og hafa
þeir fengið heitið „Swingers" Makaskipti,
eða „swinging" eins og það er kallað, er
félagslegt eða kynferðislegt samneyti
við einhvern annan en maka þinn. Það
getur farið fram í hópum í þar til gerð-
um partýum eða klúbbum, á tvöföldu
stefnumóti eða með þriðju manneskjunni
í „threesome" Sama á hvernig hátt það er
stundað er hér um að ræða óhefðbundið
kynlífsviðhorf sem stangast á við það
sem flestir telja rétt.
„Swinging" hefur ekki verið mikið í umræð-
unni hér á landi, en þessi lífstfll er mun
útbreiddari en fólk gerir sér grein fyrir. Upp-
tökin má rekja allt aftur til seinni heimsstyrj-
aldarinnar á flugherstöðvum bandarískra
hermanna víðs vegar. Flugmennirnir gerðu
sér grein fyrir þvl að starf þeirra var ekki
hættulaust og mundi að minnsta kosti þriðj-
ungur þeirra ekki lifa lok stríðsins. Peninga
áttu þeir nóg og gátu þeir því flutt eiginkon-
ur sínar til sín á herstöðvarnar þar sem mynd-
uðust lítil og fremur óvenjuleg samfélög.
Hermennirnir vildu ekki að eiginkonur sínar
giftust út fyrir þennan litla hóp ef þeir snéru
ekki heim úr orrustunum og fannst betra að
þær myndu vera með einhverjum úr þeirra
röðum. Þeir ákváðu því að stunda makaskipti.
Eftir að styrjöldinm lauk dreifðust
hóparnir þegar hermennirnir og
konur þeirra snéru til síns heima
og lífstíllinn breiddist út.
A Þ'
eim
árum sem liðin eru frá lokum stríðsins hafa
hópar sem iðka makaskipti breiðst út um
allan heim og miðað við þjóðfélagsþróun nú-
tímans má gera ráð fyrir því að fjöldinn muni
margfaldast á næstu áratugum.
Erfitt er að benda á eina þjóðfélagsstétt sem
stundar hvað helst makaskipti. Það breytir
litlu af hvaða kynþætti eða þjóðerni fólkið
er né hvort það sé gamalt eða ungt.
Yfirleitt eru
§
þetta pör, gift eða ógift, sem hafa mikla ævin-
týraþrá, eru tilbúin til að prófa nýja hluti og
í„heilbrigðu" sambandi sín á milli. Einhleypar
konur eru ávallt meira en velkomnar,eins og
á flestum öðrum stöðum og stunda þær það
gjarnan að fara í partýin til að fá nýja sýn á
kynlöngun slna. Hinum elskulega karlpeningi
er þó ekki alltaf tekið eins opnum örmum og
það heyrir til undirtekninga að þeir komist
inn án þess að hafa platað einhverja dömu
með sér.
Einkamáladálkar voru upphaflaga eina leiðin
til að komast í samband við önnur pör með
sama ( huga, en það var þó fljótt að breytast.
Frá árunum 1960 hafa verið stofnaðir fjöld-
inn allur af „Swing"-klúbbum sem einungis
eru ætlaðir fólki sem vilja stunda makaskipti.
Misjafnt er hvort kynlíf sé stundað inni á þess-
um stöðum eða ekki en oft eru klúbbarnir
einungis ætlaðir sem staður til að hitta pör
í sömu hugleiðingum. Þá kynnist fólkið og
ákveður stað og stund fyrir stefnumótið utan
hans. Þeir staðir sem bjóða upp á kynlífsiðkun
eru þó fjölmargir og hafa þeir verið hannaðir
með það í huga að bjóða upp á afslappað um-
hverfi fyrir hópana. Það er hægt að slappa af I
heitum potti, ræða heimsmálin í setustofunni
eða sleppa öllum formlegheitum og skella
sér beint upp í herbergi. Þar er hægt að fá
einkaherbergi ef fólki finns það ekki hæfa sin-
ni siðferðiskennd að láta horfa á sig, en sumir
eru það frjálslegir að þeim er alveg sama, því
fleiri því betra, henda sér úr fötunum, skella
sér á gólfið og byrja að hamast í miðju marg-
menninu.Smekklegt,ekki satt?
Tilbreytingaleysi, hver kannast ekki við það?
Hver dagur er öðrum líkur og maður tekur vart
eftir hve mánuðirnir líða. Margt er þó hægt að
geratilaðaukatilbreytinguna íl(finu,fara (fall-
hlífastökk, á Ijósmyndanámskeið eða ganga á
Esjuna á góðum degi.„Swingers"bregða á það
ráð að ganga á maka náungans.
hyglin sem þeir
fá frá
hinu kyninu veldur því að þeim Ifður meira
aðlaðandi og kynþokkafyllri. Þeir fá tækifæri
til að prófa hluti sem þeir hefðu ekki þorað að
hugsa um með fólki sem þeir hefðu ekki þor-
að að láta sig dreyma um og að þeirra sögn
auka þessir hlutir ánægju og fullnægju innan
sambandsins.Ef fólki fyndistalmennt ánægju-
legt að hugsa til maka s(ns uppi í rúmi með
einhverjum öðrum þá myndi það nú spara
heilmikil rifrildi og hjónaskilnaði.
(„Swinging"-samfélaginu gilda reglur eins og
annars staðar. Það er talin ókurteisi að mæta
á svæðið án þess að hafa gert boð á undan sér
og mikilvægast af öllu er að báðir aðilar séu
fullkomlega sáttir við afstöðuna. Ef allt fer í
háaloft þegar samkvæmið er byrjað er ætlast
til að fólk fari afsíðis og ræði málin í einrúmi.
Fólk klæðist kynæsandi fatnaði á stöðum þar
sem kynlíf er ekki stundað,en engu skiptir um
hina staðina, þar er enginn I fötum. Gott væri
þó að hafa með sér slopp ef rassinn verður
kaldur,vera búinn að fara (sturtu.bursta tenn-
urnar og svoleiðis.
Flestir minnihlutahópar hafa fengið sinn toll
af gagnrýni og háði í gegnum tíðina og er
það engin undantekning með„Swingers"Fjöl-
miðlar hófu að fjalla um málefnið rétt áður en
fyrstu klúbbarnir voru stofnaðir og töluðu um
þetta sem„konuskipti"Samfélagið át upp nei-
kvæðar skoðanir þeirra og hafa„swingers"þv(
verið dæmdir harkalega af fólkinu í kringum
þá. Þegar útbreiðsla alnæmis var tekin fyrir
( fjölmiðlum lentu þeir einnig ( harkalegum
átökum, því meðal þeirra giltu engar reglur
um notkun smokka. Öll þessi neikvæða um-
fjöllun varð til þess að maður að nafni Dr.
Robert McGinley stofnaði samtökin„The Life-
styles Organization"
og „NASCA" til að
bæta
almenningsálitið
og til þess að
klúbbarnir ættu
samtök til að
leita til ef mála-
ferli á hendur
þeim kæmu
upp.
( forvitni minni um hvaða álit (slendingar
hefðu á makaskiptum lagði Ég inn spurn-
ingu á femin.is. Ekki er þó hægt aðalhæfa
að þetta sé hin dæmigerða afstaða því
ég veit ekki hverskonar fólk svarar spurn-
ingum á femin, en ég fékk allavega mis-
munandi viðtökur. Annars vegar var ég
spurö:„hvað finnst þér svona spennandi
við þetta?? Ef þig langar til að sofa hjá
einhverjum öðrum af hverju ertu þá ekki
bara á lausu og sefur hjá þeim sem þér
sýnist?" Annar svarandi sagði:„Sammála!
Ég held að maður hljóti að vera farin að
fá leið á kynlífinu með maka sínum ef
manni færi að langa að sofa hjá öðrum
manni og hvað þá að sætta sig við að
maðurinn sé með annarri konu." Það voru
þó ekki allir á þessari skoðun og fékk ég
jákvæðari viðtökur við spurningu minni.
Einn sagðist hafa hitt fólk sem stundaði
þetta og léti bara vel af.„Þetta er bara eins
og allt annað, hentar sumum og öðrum
ekki. Sakar engan svo lengi sem allir eru
á sömu bylgjulengd, - og kemur öðrum
ekkert við."
Þar sem ég er ekki hjónabandsráðgjafi,
sálfræðingur eða sérfræðingur af einu
eða neinu tagi er ekki mitt að dæma hvort
þetta sé rétt eða rangt. Sumum gæti fund-
ist þetta siðlaust, jafnvel ógeðslegt, aðrir
hugsa sem svo að einstaklingurinn hafi
frelsi til athafna á meðan það skaðar ekki
aðra. Ég leyfi þv( lesendum að dæma sjálf-
um, þeir sem eru áhugasamir geta sent
inn auglýsingu á einkamál.is (þar er víst
fólk ( svipuðum hugleyðingum) en hinir
geta bara haldið áfram sínu daglega l(fi og
hætt að velta sér upp úr málum annarra.
f>