Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 38
BEYGLUR
KOMA SÉR ÁFRAM
Leiksýning Skjallbandalagsins„Beyglur með öllu" sem sýnd er í Iðnó við miklar
undirtektir hefur vart farið framhjá landsmönnum. Sýningin hefur fengið gríðar-
lega umfjöllun, auglýsingar prýða miðbæinn og í hverju horni heyrist fólk tala um
hana. Nú eru sýningar fimm sinnum í viku og yfirleitt er uppselt. Ég skellti mér því
á sýninguna síðastliðið laugardagskvöld og verð ég að segja að ég hef sjaldan
skemmt mér eins vei. Ég, sem og aðrir leikhúsgestir, grenjaði úr hlátri frá upphafi til
enda og næstu daga á eftir hugsaði ég lítið um annað.
Til að fræðast ögn um hugmyndina
á bak við leiksýninguna hitti ég þær
stöllur í Iðnó og við ræddum málin yfir
kaffibolla.
Vert er að taka fram að leikritið er samið í
heild sinni af leikkonunum, Arndísi Hrönn
Egilsdóttur, Elmu Lfsu Gunnarsdóttur, Jó-
hönnu Jónas, Þrúði Vilhjálmsdóttur og leik-
stjóranum Maríu Reyndal sem heldur þessu
öllu gangandi. María hóaði hópinn saman
og fóru þær að hittast einu sinni í viku fyrir
rúmu ári síðan.
„Við komust að því að við gátum blaðrað
endalaust um konur og datt því í hug að
gera sýningu um líf kvenna. f upphafi var
þetta einskonar tilraunaleikhús, við skrif-
uðum í samræmi við það hvernig gekk að
leika/'svöruðu þær aðspurðar um framgang
verksins. Stefnumótunum fjölgaði, skrifin
fóru að taka á sig mynd og þegar mennta-
málaráðuneytið ákvað að veita þeim styrk
fór boltinn að rúlla.
Tími til kominn að fjalla um geðsýkina á
léttu nótunum. Umræðan um viðkvæm efni
eins og homma, lesbíur, fitu, kynsjúkdóma
og ekki síst um konuna sjálfa hefur til þessa
yfirleitt verið á háalvarlegu nótum og hefur
ef til vill frekar verið til að minnka álitið held-
ur en að auka það. Fólk lítur á málefni minni-
hlutahópa oftast sem eitthvað viðkvæmt
efni og eins og allir vita er ekki ætlast til að
gert sé grín af þeim. Beyglurnar sýna hins
vegar að það er allt í lagi að gera grín af sjálf-
um sér. Fólk verður að hafa húmor fyrir sjálf-
um sér og göllum sínum. Þá fór hugmyndin
að fæðast. Af hverju ekki að gera leikrit um
líf kvenna og hafa smá húmor fyrir því? Þær
brugðu því á það ráð að sletta smá gríni inn
í umræðuna og reyna að hrista upp í fólki.
Samfélag nútímakonunnar, eðli hennar og
hegðun er tekið fyrir á nýstárlegan hátt, mark-
aðsvæðingin og dramatíkin sem henni fylgir
skellt upp I gr(n og útkoman hreint glæsileg.
„Okkur fannst kominn tími til að gera smá
grín að konum,fjalla um þessa geðsýki á léttu
nótunum og fá fólk til að hafa gaman af hlut-
unum í stað þess að velta sér upp úr þeim úti
í horni. Af hverju má gera grín af öllum nema
minnihlutahópum.Þeir verða að slaka á í vörn-
inni, fólk meinar ekkert illt með því. Maður
þarf fyrst og fremst að læra að gera grín að
sjálfum sér til að geta gert grín að öðrum."
Beyglurmeð öllu
Persónusköpunin er engri l(k. Þar birtist
strippgellan Ólöf, sjálfstyrkingarþerapistinn
Jóhanna, Magga lessa,eiginkonan og viðhald-
ið og Ijóshærða barbídúkkan svo eitthvað sé
nefnt. „Hugmyndin var sú að allar konur gætu
fundið einhverja eiginleika í karakterunum
sem þær þekkja f sjálfri sér.einhverri vinkonu,
mömmu eða frænku. Við byggðum þetta út
frá okkar eigin reynslu og reynslu annarra,
mixuðum það saman og útkoman var Beyglur
með öllu."
Vildum kveikja í fólki
En voruð þið ekkert hræddar við að hneyksla
landann með þv( að gera gr(n af svona„háal-
var!egu"málefni?
„Sumum finnst við ef til vill vera of grófar, en
það var það sem við vildum. Við vildum kveik-
ja í fólki, vekja eftirtekt, undrun og hneykslun
og það er bara staðreynd að maður nær miklu
betur að koma skilaboðum til skila í gegnum
húmor. Ef við hefðum farið að taka konur fyr-
ir á alvarlegu nótunum myndi það eingöngu
gera þær enn dramatískari. Það að gera grín af
vandamálum gerir þau líka einfaldlega minni
en þau eru.Við slógum því til.markaðssetning-
in var gtfurleg og byrjuð áður en við vorum (
rauninni tilbúnar.Verkið vekur athygli og áður
en við fórum út í þetta ákváðum við að vera
bara stoltar af því sem við erum að gera.
Konur eiga það til að minnka sjálfar sig svo
mikið.Við fundum einnig fyrir því hjá sjálfum
okkur þegar við vorum að byrja að gera leik-
sýninguna og byrja að kynna hana.Við vildum
ekkert vera að mikla hana, frekar minnka, þan-
nig að enginn yrði fyrir vonbrigðum. Svona
eru konur í hnotskurn. Þær trúa aldrei á sjálfar
sig. Maður verður bara að reyna að vera stolt-
ur af sjálfum sér og hætta að hugsa svona.
Hvernig eiga hlutirnir annars
að ganga upp?
Endalaus samanburður við háleitar fyrirmynd-
ir er að fara með nútlmakonuna. Aðra stund-
ina erum við á toppi sjálfsöryggisins, finnst
ekkert geta stoppað okkur en hina stundina
getum við varla hugsað okkur að stlga út fyr-
ir þröskuldinn þv( þá gæti fólk séð hvað við
erum ómögulegar. Hvað er það sem lætur okk-
ur haga okkur á þennan hátt? Hver getur tek-
ið okkur alvarlegar þegar við reynum alltaf að
brjóta sjálfar okkur niður? Hvað finnst Beygl-
unum um þetta mál og hvað er til ráða?
„Það þurfa ekkert allir að elska mann til þess
að manni líði vel. Stundum er bara gott að
gefa skít (allt og gera það sem Kfið hefur upp
á að bjóða. Maður nær að vera maður sjálfur
ef maður er bara nákvæmlega það sem mað-
ur er og er sama hvort fólki l(ki það eða ekki.
Mikilvægast af öllu er að vera sterkur karakter,
allt annað kemur í kjölfarið."
Ekki eintómt kerlingavæl
Þessi málefni varða ekki einungis (slenskt
kvenfólk heldur kvenfólk yfir höfuð. Væri
því ekki hugsanlegt að setja leikritið upp
úti í heimi?
„Jú, vissulega væri það möguleiki og við
stefnum að þv(. Þetta er ekkert bara fyrir ís-
lenskan markað, konur annars staðar hefðu
líka gott af þessari slettu frá okkur, fá smá
gusu í andlitið. Einnig er það hollt fyrir strá-
ka að kíkja á sýninguna, þeir halda kannski
að þetta sé bara kerlingavæl en þegar þeir
eru mættir á sýninguna hlægja þeir alveg
jafn mikið. Það þurfa allir að læra að losa um
komplexana, læra að rétta úr öllum beygl-
unum sem eru í manni. Allir eru beyglaðir á
einhvern hátt, enginn er fullkominn og það
gildir jafnt um konur sem karla."
Cosmo er mannskemmandi
Undir lokin langaði mig að fræðast ögn um
skoðun þeirra á glanstímaritum á borð við
Cosmo og Glamour, sem stelpur elska að
lesa og strákar glugga í þegar enginn sér
til. Ég fékk stutt og laggott svar: „Cosmo
er mannskemmandi og fyrir enga konu að
lesa en samt er hægt að hafa gaman af því.
Konur sem lesa þessa vitleysu og lifa eftir
henni eru bara hálfklikkaðar." Með þetta á
bak við eyrað kveð ég þær að sinni, stoltar
og ánægðar og mega þær vissuiega vera
það. Þær stóðu fyrir sínu, vöktu mig i það
minnsta til vitundar og ég labba út úr Iðnó
ákveðin I því að taka þær mér til fyrirmynd-
ar og gera framvegis gott úr því sem ég hef
fram að færa.