Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 42
I- ISRAEL PALESTINA MÉR FINNST ÞÆR SKOÐANIR SEM BiRTAST Á ÞESSARISÍÐU ERU EKKIÁ ÁBYRÐ ORDLAUS 4 Hvort styður þú ísraela eða Palesínumenn? Þessa spurningu hef ég heyrt mun oftar enn einu sinni. Lít ég út fyrir að vera hálfviti? Hvaða heilvita maður þarf að spyrja sjálfan sig þessarar spurningar. (sraelar eru að stela landinu af Palestínumönnum, punktur. Þó ég myndi hitta mann sem kæmi með öll heims- ins rök fyrir því að (sraelar ættu landið, getur enginnfengið mig ofan af þessari skoðun.Mig langar að miðla smá upplýsingum til þín kæri lesandi, svo þú þurfir aldrei að efast um það hvoru megin þú stendur. Það sem gerðist í stuttu máli var að árið 1917 kom maður að nafni Balfour, utanríkisráðherra Breta með hugmynd um stofnun "Þjóðarheimkynnis Gyðinga í Palestínu"Balfourfannst þetta mjög sniðug hugmynd til að tryggja Bretum stuðn- ing Gyðinga um heim allan gegn Tyrkjum og Þjóðverjum. Það var sammt smá vandamál til staðar og það var að gyðingar voru einungis 4% af íbúum í Palestínu á þessum tíma. JÁ stingum múslima í bakið, því ekki það. Hefði ekki bara verið betra að gefa Gyðingunum ein- hverja yfirgefna eyju í karabískahafinu?. Árið 1933 komst Hitler til valda í Þýskalandi og gyðingaofsóknir náðu hámarki í Evrópu. Innflutningur Gyðinga til Palestínu jókst gífurlega, því að Gyðingum sem flúðu frá Þýskalandi var oft neitað um landvist í öðrum ríkjum. Þessi þróun varð til þess að Arabar í Palestínu gerðu uppreysn gegn Gyðingum og Bretum sem voru að selja Gyðingum landssvæði. Árið 1947 voru Bretar komnir í þrot og vísuðu Palestínumálum til Sameinuðu Þjóðanna. Meirihluti allsherjaþings SÞ sam- þykkti áætlun um skiptingu sem úthlutaði Gyðingum 56 af hundraði landsins. Og hvern- ig komust þeir svo upp með þetta. Jú það er náttúrulega "heilagur sannleikur" að (sraelar eigi þetta land og við því er ekkert að gera. Ég hlýt að spyrja sjálfa mig hvort þetta sé svona svipaður"heilagur sannleikur" og að guð hafi skapað heiminn á sjö dögum. Nú lærði ég eins og flestir aðrir þróunarkenninguna í skóla og veit því vel að Biblían inniheldur ekki einungis heilagan sannleik, og ég leyfi mér þess vegna að véfengja hana sem áreiðanlega heimild. En það er enginn að spá í þetta frekar enn einhverju öðru. Allt í lagi, (sraelar fá sitt land, en ef þeir hefðu bara haldið sig á því þá væri ekkert vandamál. rassinn gripið, nú voru Palestínumenn nánast orðnir þrælar (sraela í sínu eigin landi, ég end- urtek í sínu eigin landi og samtök róttækra uppreisnarmanna, (oftast nefnd hryðjuverka- samtök) farin að skjóta upp kollinum. Það var alls enginn friður í kjölfar þess að Palestínu- menn fengu tilbaka Gaza og Vesturbakkann, nú voru nefnilega Gyðingar orðnir frekar fyr- irferðamiklir í Jerúsalem. Binyamin Netayahu, fyrrum forsetisráðherra (sraela gekk svo langt að opna hergöng undir heilögustu mosku Palestínumanna. Tugir Palestínumanna og ísraelskir hermenn létu lífið við gerð þessara ganga en Netanyahu hélt áfram að niður- lægja Palestínsku þjóðina. Þetta var samt ekki nóg. Netanyahu fór að byggja gyðingasetur í Jerúsalem, og hrakti þannig Palestínumenn þaðan.Gyðingar í Hebron hræktu á æðsta spá- mann Palestínumanna og kölluðu hann svín. Niðurlægingin gerist ekki verri en allt þetta gerðist ("nafni friðar" Nei, það gerðu þeir ekki, nokkrum árum seinna fór græðgi að hlaupa í Gyðingana. ( kjölfar sex daga stríðsins árið 1967 náðu (sra- elar að hernema Gaza-svæðin, vesturbakka Jórdaníu, Sinai og Syriu. Á Biblían einnig að réttlæta þetta? Það tók Vesturlandabúa tæp þrjátíu ár að fatta að þetta var nú kannski ekki neitt mjög sanngjarnt. Til að koma til móts við Palestínumenn fengu þeir til baka Gaza-svæðin og Vesturbakkann. Því miður var Er þetta þakklætið sem Palestínumenn fá fyrir að leyfa (sraelum að flytja inní landið sitt? Fólk er virkilega að voga sér að fordæma hryðju- verkaárásir Palestínumanna, en staðan er ein- faldlega sú að þetta er þeirra eina vopn. Það vita nú allir hverjir standa á bak við hátækni vopnaútbúnað (sraelshers, sem fsraelar nota jú einungis til varnarl! Þetta hefur gengið svo langt að Palestínumenn sem eiga að vinna í þágu friðar, láta múta sér og nýta stöðuna til að pynta samlanda sína. Yfirvöld í land- inu eru farin að snúast gegn uppreisn- armönnum til að þóknast (sraelum og Palestínskiropinberirstarfs- menn keyra nú um á glæsi- kerrum og eru að byggja sér villur. Þeir eru með VlP-passa og keyra í gegnum varð- stöðvarnar, á meðan eru hinir skildir eftir til að rotna. Það gefur allavega auga leið að það er ekki á óskalistanum hjá neinum að sprengja upp sjálfan sig, en flestir þessara sjálfsmorðs-árásarmanna hafa lifað undir niðurlægingu hernáms allt of lengi og í þeirra huga er þetta eina aðferð þeirra til einhversskonar uppreisnar. Uppreysnar í algerri örvæntingu, og í þeirri von um að handan lífsins bíði eitthvað betra. Palestínubúar sem styðja sjálfsmorðs árásir, segja að þær séu einungis þeirra leið ( þessu stríði, til að verja land og heimili. (Þegar ég segi að þeir styðji sjálfsmorðsárásirnar þá er ég ekki að tala um dráp á saklausum borgur- um heldur ísraelskum hermönnum. Yfirvöld í Palestínu fordæma árásirnar þann 11. sept- ember, eins og flestir aðrir Palestínubúar.) Þeir lifa undir hernámi, og án æðri vopna sem andstæðingarnir eiga, þeir líta á árásirnar sem hetju-árasir áleiðis af að verða að píslarvætti. Sjálfsmorðsárásirnar hafa nú orðið Palestínsk útgáfa af mjög sniðugu vopni, það sniðuga við þær er að þær eru ódýrar, ófyrirsjáanlegar, auðvelt er að flytja þær á milli staða og hægt er að fela þær algjörlega eða geyma til betri tíma. Þrátt fyrir hátæknibúnað (sraelshers og langa reynslu ( hernaðaraðgerðum, reynist þeim ómögulegt að verjast árásunum. Ólíkt lágtæknibúnaðar Palestínubúa (riffla, handsprengjuro.s.frv.)Hafa sjálfsmorðsárásar- mennirnir óendanlega yfirsýn sem gerir þeim kleift að ráðast djúft inn í hjarta (sraels. Þetta hefur valdið (sraelum mikinn ófögnuð. Nýlega hefur þessum árásum fjölgað gífurlega,frá því janúar á þessu ári hafa yfir 200 manns látist í sjálfsmorðsárásum, en á hinn bóginn hefur Israelsher drepið um ? manns. Rannsóknir sem (sraelsher hefur verið að vinna í sýna að nýlega hefur hópurinn sem stundar árásir breikkað, fyrir ári var mikill meirihluti þessara manna á aldrinum 17-22 og ókvæntir, þeir voruflestirendurskapaðiraf hernaðar-leiðtog- um, svo sendir í einangrun í nokkrar vikur til að fá andlegan og tæknilegan undirbúning. Nú koma árásarmennirnir úr mun breiðari hóp í Palestínska samfélaginu, knúnir áfram af einlægri þjóðerniskennd fremur en trúnni. Sumireru eldri menn,sumiraf þeim hafa verið giftir og þrjár hafa verið konur sem segir okk- ur að ástandið sé orðið mjög slæmt. Ég er ekki að hvetja fólk til að stunda sjálfsmorðsárásir með þessari grein, en allavega kynnið ykkur málið áður enn þið farið að fordæma hryðju- verkaárásir á þessu viðkvæma svæði. Auðvitað eiga allir að vorkenna brennda barn- inu, en þegar brennda barnið fer og kveikir í nágrannanum, þarf þá ekki aðeins að íhuga málið upp á nýtt. Ýr Þrastardóttir nemi.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.