Orðlaus - 01.10.2002, Síða 18
4
Brasilía
Brasilía er stærsta land Suður-Ameríku og
þekur næstum helming heimsálfunnar; er
8.511.965 km2 að stærð. Þar finnirðu allt sem
þú vilt finna í einu landi, stærstu strendur
heims, regnskóga, fallegar borgir, baðfatatísku
og ekki má nú gleyma, sætustu strákana.
Höfuðborg: Brasilía
Stærstu borgirnar
Sao Paulo
Rio de Janero
Porto Alegre
Recife
Salvador
Belo Horizonte.
fbúar
Fjórir stærstu hóparnir eru:
Innfæddir Ameríkubúar, búa aðallega
fyrir norðan og vestan.
Portúgaiar,forfeður þeirra stofnuðu þar
nýlendurá 15. öld.
Afríkubúar,forfeður þeirra voru fluttir
þangað sem þrælar.
Ýmsir Evrópu- og Asíubúar, innflytjendur
sem komu þangað í byrjun 18. aldar.
Trúarbrögð: 89% íbúa landsins eru róm-
versk-kaþólskir. Þar eru líka um 9.7 milljónir
mótmælendur og talsvert af lúterstrúarmönn-
um, meþódistum, biskupum og smá samfélag
gyðinga.l landinu erekki þjóðkirkja.
Tungumál: Portúgalska er opinbert tungu-
mál Brasilíu, þó svo að Brasilíubúar hafi til-
einkað sér slettur og orð frá innfæddum og
innflytjendum. Þýska og ítalska er gjarnan
töluð af Brössum, mest þó í borgum sunn-
arlega. Einnig er töluð spænska, enska og
franska víða.
Menntun: Grunnskólamenntun er ókeypis
og skylda fyrir krakka á aldrinum 7-14 ára.
U.þ.b. 81 % þjóðarinnar 15 ára og eldri er læs
og skrifandi.
Gjaldmiðill: Real. 1 real er 22 Islenskar krónur.
Tips fyrir þá sem ætla
sér að fara til Brasilíu
■ Brasilíumenn tala portúgölsku, ekki spæn-
sku og líta ekki á sig sem Spánverja. Ef nöfn
eru stafsett eða borin rangt fram getur það
talist móðgun.
- Hafa ber í huga að þegar bankað er á dyr á
að stíga aftur og bíða eftir að opnað sé fyrir
þér.
■ Hlutlæg rök eru aðeins metin af Brasilíu-
mönnum ef þau þykja henta þeim. Annars
ráða tilfinningar oft ákvörðunum.
- Heilsast er með handabandi þegar við komu
og brottför alls staðar. Ef þér er boðið í heima-
hús er það mjög mikill heiður. Athuga ber að
ekki er bankað á hurðir í heimahúsum; tekið
er eitt skref aftur á bak og klappað.Ekki er ráð-
legt að færa gestgjafanum fjólublá blóm þar
sem þau tákna dauðann.
• Skerðu mat með hníf, einnig ávexti og sam-
lokur. Ekki skera með gafflinum.
- Samtalsfjarlægð er oft frekar lítil í Brasilíu.
Handaband varir oft nokkuð lengi með stöð-
ugu augnsambandi; nánir vinir faðmast oft.
Það er merki um velvilja ef fólk togar í eyrna-
snepla sína.
■ Til að kalla á einhvern ber að rétta höndina
út með lófann niður og veifa fingrunum að
líkamanum.
* Hafa ber í huga að umferðin í Brasilíu er ákaf-
lega hröð.
■ Ef vísa þarf til Bandaríkjanna á ekki að segja
„Ameríka" þar sem Suður-Ameríkubúar líta á
sig sem„ameríkana"
Ferðasaga
Sumarið 2001 pakkaði ég ofan í tösku og
lagði af stað í ævintýraferð til Brasilíu. Ég lenti
í Sao Paulo sem er næst stærsta borg í heimi.
Mannlífið í Sao Paolo er rosalega fjölbreytt,
maturinn er góður, fólkið fallegt, tónlistin
skemmtileg og skemmtanalífið er frábært en
bilið á milli ríkra og fátækra er skuggalegt. Ef
þú ferð og gengur um í venjulegu hverfi, sem
eru fátækrahverfi á okkar mælikvarða (favel-
las), eru miklar líkur á því að verða rændur, sér-
staklega ef þú ert með vasadiskó eða síma. Þú
getur ekki látið sjást að þú sért með verðmæti.
Strákur sem ég kynntist þarna úti var drepinn
því hann var nýbúinn að kaupa sér nýja vespu,
en þar sem ég er hvít og frá íslandi (gringa) þá
lágu mér allir vegir færir. Ég kynntist strax vel
efnaða liðinu og þá er ég að tala um VEL EFN-
AÐA liðinu. Mér var boðið í hús vinar míns sem
var á þrem hæðum með átta baðherbergjum,
sundlaug, þrem þernum og bíósal svo fátt
eitt sé nefnt.Seinna komst ég að því að þetta
var einungis sumarhúsið hans þar sem hann
gat haldið teiti og boðið vinum að vild. Þetta
kvöld fórum við á stærsta diskótek í nágrenni
Sao Paulo, Avellinios, sem rúmar 120.000
manns. Þegar ég kom að diskótekinu borg-
uðu strákarnir dyraverðinum háa upphæð og
fengum við öll armband sem veitti okkur
frían aðgang að öllum VIP herbergjum þar
sem voru fríar veitingar. Á þessu diskóteki
voru sjö salir og þar var að finna.alla tegund
tónlistar; Rock, hip hop, techno, house, drum
'n' base og auðvitað brasilíska tónlist. Ég hef
aldrei á ævinni skemmt mér jafn vel. Þegar þú
kemur frá Evrópu þá þýðir það aðeins eitt fyrir
þeim, þú ert vel efnuð og með góð menntun.
Þeir koma fram við þig eins og prinsessu og
vilja allt fyrir þig gera. (búðin sem ég bjó í var
við ströndina í venjulegu hverfi. Fólkið sem
bjó þar átti enga peninga og það hafði enga
menntun en var samt sem áður hamingjusamt
og lífsgleðin geislaði af þeim.Virku dögunum
eyddi ég á ströndinni og lék mér í öldunum á
brimbretti eða sleikti sólina með innfæddum.
Það var sumar hjá okkur en vetur hjá þeim og
þess vegna varð ég ekki vör við neina ferða-
menn.Verðlagið er algjört grín þarna úti, samt
var ég í Brasilíu áður en gengið féll, þannig (
dag er allt mun ódýrara. Þú gast fengið poka
af brauði á 40 krónur, kassi af bjór í verslun
kostaði 140 krónur og ef þú fórst út að borða
fór reikningurinn aldrei yfir 350 krónur. Hins-
vegar ef þú ferð á bestu veitingastaðina í Sao
Paulo getur verðið á steikinni farið yfir 3000
kr. Reynslan mín af Brasilíu er hreint út sagt
frábær. Endalausar strendur, fjölbreytt mann-
líf, fáklætt fólk, skemmtileg menning og villt
skemmtanalíf gerðu það að verkum að þarna
fann ég pardís á jörðu.
Ýr„ferðamaður" Þrastardóttir
Saltfiskur að brasilískum hætti
1 kg saltfiskur
1 laukur
1-2 hvítlauksskeiðar
1 rauð paprika
1 græn paprika
3-4 tómatar
4 vorlaukar
200 ml heitt vatn
3 msk olía
200 mlkókosmjólk
pipar
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk túrmerik
Saltfiskurinn og grænmetið skorið í bita. Olía
hituð á pönnu og laukur, paprika og hvít-
laukur látin steikjast við meðalhita í 5 mín.
Tómatarnir maukaðir í matreiðsluvél og settir
á pönnuna ásamt saltfiskbitunum.
Hitað að suðu og látið malla í 12-15 mín.
undir loki. Kryddað með paprikudufti,
túrmeriki og pipar.
Að síðustu er kókosmjólkinni hrært saman við.
Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum
og fersku salati.
Rio deJaneiro
Rio de Janeiro var fundin 1. janúar (Janeiro )
1502 af Portúgölskum sæfara og fram til árs-
ins 1960 var hún höfuðborg Brasilíu. En þann
dag í dag er rætt um hvort borgin sem slík
hafi batnað eða hlotið skaða af að missa tit-
ilinn sem höfuðborg landsins.en margir líta
svo á að hún sé alger höfuðmiðstöð menn-
ingar í brasilíu. Rio býður upp á stórbrotna
fegurð, hún hreiðrar um sig á milli stórkost-
legrar strandlengju og snarbrattra fjallgarða,
umvafinn gróðurmiklum regnskógum. Menn-
ingarlíf Rio er afar mikið og fjölbreytt og þar
er haldið hið árlega þriggja daga carneval
sem samanstenduraftónlist,söng,veisluhöld-
um og dönsurum dansandi á götum úti. (
borginni búa í dag um 6 milljónir.
Hvað kostar að fara þangað?
Með nettilboði flugleiða til London kostar
19.982 kr - Frá London til Rio með Varig
flugfélaginu kostar 84.410 kr - Samtals eru
þetta 104.392 kr. Það er hugsanlega hægt að
finna eitthvað ódýrara.
Giesele Bundchen
Heitasta súpermódel Brassana, einstaklega
sæt og að gera það gott sem fyrirsæta út um
allan heim.Hún er fædd 20.júlí 1980 og hefur
setið fyrir á svo mörgum Vogue forsíðum að
það mætti halda að það væri engar aðrar
fyrirsætur til. Árið 1999 kom hún 4 sinnum
framan á forsíðu Vogue og kusu þeir hana
einnig módel ársins.