Orðlaus - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Orðlaus - 01.04.2003, Blaðsíða 6
STEINGRIMUR J SIGFÚSSON Ég leita að gamansemi eða skopskyni og hlýju,og vil að konur séu skemmtilegir félagar. Mér finnst gott að konur séu sjálfstæðar og röggsamar þannig að samskiptin séu sjálfkrafa og þvingunarlaus eins og vera ber meðal jafningja. Ætli þaðséekki ef konureru mikið málaðareða svona ýktar kvenímyndir og mikið glingur og dót utan á þeim. Og eiginlega ef þær eru miklar andstæður þess sem ég leita að í fari kvenna og sagði hér á undan, þá fer það frekar í taugarnar á mér. Ætli ég myndi ekki bara vilja vera umhverfisráðherra til þess að stoppa byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Já, það er örugglega margt sem maður skilur ekki, a.m.k. ekki til fulls. Ég skil ekki hinn ótrúlega styrk margra kvenna. Ég skil ekki hvernig þær í raun og veru ráða við hlutverk sitt, jafn erfitt og það er, t.d. einstæðar mæður. Ég skil ekki alltaf húmor kvenna og ég skil ekki alltaf til fullsýmsa lyndiseiginleika sem mérfinnst bera á hjá konum og kannski eru ættaðir úr sjóðum Móður náttúru, sækja í hið ævaforna móður- og forystuhlutverk konunnar á löngu liðnum tímum. Mér finnst heillandi hin sérkennilega blanda sem getur birst í móðureðlinu. Annars vegar ást,umhyggja og hlýja sem umvefur börnin og hins vegar ákveðin harka sem konur geta líka sýnt af sér. Eitthvað rámar mig í það í fræðunum að þetta sé stundum tengt við verndar/varnarhlutverk móðurinnar. Ég tel mig út af fyrir sig vera gæfumann að hafa fengið að sinna því starfi sem ég geri að vera í stjórnmálum því þau eru mér allt í senn starf, áhugamál og hugsjón. En að þeim slepptum myndi ég gjarnan vilja stunda mitt fagjarðfræðina og þá ekki síst þann hluta sem í draumum mínum eru rannsóknir uppi á öræfum og úti í náttúrunni á fallegum sumardögum. Ég gæti hugsað mér að vera á sjó og ég gæti vel hugsað mér að vera leiðsögumaður eða fræðari fyrirferðamenn eða skólafólkt.d.ganga með því um ótroðnar slóðir í náttúru (slands. Ég er ágætlega sáttur við að eiga mitt aðalheimili þar sem það er í Seljahverfinu í Breiðholti. Þar fyrir utan vil ég helst búa í sveit í mikilli snertingu við náttúruna t.d. á mínum heimaslóðum við Þistilfjörð eða uppí undir hálendisbrúninni norðan eða sunnan Sprengisands, þannig að ég væri fljótur inn á öræfin, þ.e.a.s. fái þau að vera í friði. r.3 Skiptingu gæðanna í heiminum, þannig að lífskjörin jöfnuðust á milli þróunarríkjanna eða fátækra ríkja og hinna vellauðugu, ofdekruðu Vesturlanda sem eru að granda sjálfum sér m.a. með offitu en horfa aðgerðarlítið upp á milljarða svelta. Fyrir mér er klám hvers kyns niðrandi eða lítillækkandi notkun á persónum. Þá á ég við myndbirtingar, aulalega niðrandi brandar, eða hvers kyns efni, athafnir eða annað sem setur persónur og þá oftast konur og líkama þeirra í einhvers konar niðrandi samhengi. Ef nekt þjónar á engan hátt listrænum, fræðandi eða menningarlegum tilgangi, er ekki fallega erótísk heldur sett í viðskiptalegt samhengi þá er það klám. Þess vegna flokka ég margar bílaauglýsingar og ferðaauglýsingar ónefndra aðila þar sem verið er að lokka erlenda ferðamenn til landsins í raun og veru sem klám, ekki gróft klám en klám engu að síður, sbr. hina íslensku málvenju að menn séu að klæmast á hlutunum ef þeir eru notaðir í ruddalegum, niðurlægjandi og óviðeigandi tilgangi.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.