Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 4
Orðlaus 1 árs Okkur finnst það ótrúlegt, en það er komið ár síðan fyrsta tölubiað Orðlaus kom út. Það virðist svo stutt síðan við sátum með eina fartölvu í íbúð á Bræðraborgarstígnum, með enga reynslu og enga peninga. f byrjun vissum við ekki einu sinni að við þyrftum að stofna fyrirtæki í kringum útgáfuna. Úff, stofna fyrirtæki, við sem ætluðum bara að gefa út blaðH! Við komumst þó stóráfallalaust út úr fyrsta tölublaðinu en vorum varla komnar heim úr útgáfupartýinu þegar við gerðum okkur grein fyrir því að núna yrðum við bara að byrja að vinna að næsta blaði og svo næsta og næsta og næsta... Á þessu ári höfum við þó afrekað mikið og lært alveg ótalmargt. Við höfum flutt fjórum sinnum og erum nú loksins búnar að koma okkur fyrir og vonandi á blaðið eftir að lifa annað ár í viðbót. Við það að vinna við blaðið höfum við þurft að hugsa öðruvísi og spá og spekúlera í því hvað fólki finnst skemmtiiegt að gera, hlusta á, horfa á og síðast en ekki síst hvað því finnst skemmtilegt að lesa. Maður þarf að fylgjast með nýjungum og kynna sér alls konar hluti til að geta náð til sem flestra. Með því höfum við kynnst fullt af frábæru fólki sem við annars hefðum eflaust aldrei hitt. fslenskir blaðaunnendur geta verið ánægðir með árið. Undirtónar og Sánd hafa tekið púlsinn á tónlistar- og kvikmyndalífinu, Fókus hefur bæði stækkað og minnkað á árinu, Reykjavík Grapevine hóf útgáfu sína til að gleðja ferðamanninn og Mogginn gefur núna út vikulegt blað fyrir ungt fólk sem heitir einfaldlega Fólk. Það sést á þessu að samkeppnin er mikil og erfitt að halda svona mörgum blöðum á lífi í ekki stærra samfélagi. Öll samkeppni er þó jákvæð og því líklegra að hver og einn finni það sem höfðar til hans. Meiri líkur eru á því að mismunandi skoðanir komi fram og hæfileikaríkir einstaklingar geti komið hugmyndum sínum á framfæri. Samkeppnin heldur okkur við efnið og allir aðilar markaðarins þurfa að gera sitt besta til að halda í lesendur, sem leiðir af sér betri blöð. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa hjálpað til við að láta þetta ganga upp. Pennunum okkar því án þeirra væri blaðið ekki eins og það er, auglýsendum því án þeirra væri ekkert blað og síðast en ekki síst lesendum okkar því án ykkar hefði enginn af ofangreindum viljað taka þátt. í tilefni afmælisins höfum við ákveðið að gera ekki neitt nema segja bara skál og til hamingju með afmælið! Ritstjórn Orðiaus PIROIKBÐ

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.