Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 22

Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 22
Af hverju fingur eru betri en karlmenn... Þú þarft ekki að brosa til þeirra eftir á. Þú þarft ekki að fara úr rúminu til að ná i þá. Þú veist alltaf hvar fingurnir hafa verið. Upp á fjölbreytileika, þá hefur þú lOtil að velja á milli. Þú getur hætt þegar þú vil^. Fingurnir verða ekki aibrýðissamir. Fingurnir lykta ekki illa. Þeir fara ekki beint að sofa eftir á. Fingurnir vilja ekki frekar horfa á fótbolta en... Þeir minnka ekki eftir á. Þú hefur þá alltaf hjá þér og þeir fara aldrei frá þér. Þú þarft ekki að hella upp á kaffi fyrir þá á morgnana. Fingurnir vilja það þegar þú vilt það. Þeir taka ekki helminginn af rúminu. Það er auðvelt að þrifa fingur. Þeir heimta ekki fimleikakúnstir í rúminu. Þeir reyna ekki hluti sem þeir heyrðu frá vinum sínum. Þeir halda ekki framhjá. Upp á fjölbreytileika þá getur þú málað þá hvernig á litinn sem er. Það vekur ekki umtal ef þú ferð með þeim á klósettið. Þeir skipta um stöðvar fyrir þig. Þeir spyrja ekki: Er ég sá fyrsti? Þeir hrjóta ekki, reka ekki við, ropa eða eru andfúlir. Þeir biðja þig ekki um að kyngja. Þeim er alveg sama ef þú ert mygluð, þeir eru alltaf til. Þú þarft ekki að segja þeim hvað þú fílar. Þeir monta sig ekki að því hvað þeir eru góðir. Þeim er alveg sama hvar þú varst kvöldið áður. Foreldrar þínir gagnrýna þá ekki. Þeir eru mjög miklir séntilmenn, þeir opna hurðir, draga frá stóla og elda handa þér. Þeir hætta ekki rétt áður en þú færð það. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur hvort þeir koma aftur eftir góða nótt saman. I í • .. ■ . ) i\f!\ m:1 \m Ji S íðalt' Kwad dj@&g ykkur þe g a r ég var á leiðinni á djámmið með Hildi vinkonu. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema af því að ég var með brjálæðisiega evil plott í huga fyrir það djamm. Þannig er mái með vexti að fyrir svolitlu síðan smelltum við vinkonurnar okkur á hraðstefnumót dauðans sem síðar átti eftir að setja sitt mark á vinskap okkar. Hmm... Til þess að gera langa sögu stutta: Hildur og Vala fara á hraðstefnumót - verða báðar skotnar í sama stráknum (Rút) - Rútur hringir í Hildi - hún heldur því leyndu fyrir Völu - þau byrja saman - Vala kemst að því og ælir næstum því á Hildi - þær ákveða að halda áfram að vera vinkonur (þrátt fyrir mellulega hegðun Hildar) - ákveða að skella sér á djammið - Rútur hringir í Völu - Rútur vill hitta Völu og tala við hana - Vala segir já - málin flækjast verulega... og vonda planið mitt var á þessa leið. Ég hitti Hildi heima hjá henni og við fengum okkur í glas áður en við fórum út. En ég hins vegar, Hexía De Trix, ætlaði bara að þykjast drekka til þess að plottið myndi ekki fara út um þúfur, á meðan Hildur drakk sig hauslausa og rambaði um Rútinn sinn. Ég dró hana á Ölstofuna af því ég vissi að þar myndi hún hitta fullt af fólki sem hún gæti spjallað við á meðan ég færi yfir á Vegamót til þess að hitta Rút. Eins og mig grunaði þá hitti Hildur strax einhverjar æskuvinkonur sína og smellti sér á trúnó með þeim... fyrst að hún var nú komin með kæró... og bla bla bla bla (bitra beljan hún ég..!!l). Klukkan var orðin tíu mínútur yfir eitt og ég orðin sein þannig að ég hljóp yfir. Ég var með brjálaðan hnút í maganum þegar ég labbaði inn; sambland af forvitni, spenningi og samviskubiti. Hann stóð við barinn ennþá sætari en mig minnti að hann hefði verið. Hávaxinn og Ijóshærður í brjálæðislega flottum fötum og með ómótstæðilegt prakkarabros... grrr.... Ég labbaði að barnum, hann bauð mér upp á drykk og svo settumst við. Það var mjög troðið sem var fínt því að þá voru minni líkur á að einhver myndi sjá okkur. Við sátum þarna í smá stund og töluðum um Survival of the flottest... daginn og veginn og hann virtist ekkert ætla að fara að koma sér að efninu. Hann lét bara eins og við værum á rómantísku stefnumóti og var ekkert að flýta sér heldur fór að strjúka á mér hendina. Bíddu, bíddu, bíddu!!!! Mér var nú ekki alveg farið að standa á sama þannig að ég kippti að mér hendinni og spurði hann hvað það hefði verið sem hann hefði viljað tala við mig um. Það kom pínu fát á hann en svo bað hann mig um að koma með sér út, sagðist ekki meika að æpa það yfir allan staðinn... hmmm.... Ég vissi ekki hvort ég átti að þora því upp á að Hildur myndi sjá okkur en forvitnin var svo yfirþyrmandi þannig að ég sló til. Hálfviti. Ég veit ekki hvort það var öllum mohitos-drykkjunum að kenna en það sem gerðist svo er ákaflega óraunverulegt. Við löbbuðum út fyrir og stoppuðum í portinu þar sem hann segir mér að hann langi ekkert meira en að ríða mér... eins og hann orðaði það svo herramannslega. Ég var fullkomlega orðlaus yfir hrokanum i honum og ekki nóg með þetta að þá beygir hann sig niður og og fer í hörkusleik við mig. Ég var því miður svo hissa- hneyksluð- full að ég stóð bara þarna eins og algjör geit í stað þess að ýta honum í burtu þannig að þegar Hildur kom hlaupandi útaf Ölstofunni leit þetta mjöööööööög illa út. Þetta var gallsúr staða og mér leið eins og svikulli mellu. Hún varð náttúrulega alveg brjáluð og fór að öskra á okkur bæði. Á meðan ég stóð þarna með tárin f augunum byrjaði Rútur að buna út úr sér lyginni hverri á fætur annarri eins og hann væri vanur að lenda í þessari stöðu og án þess svo mikið sem svitna. Hann sagði Hildi eftirfarandi: Vala er búin að vera að ofsækja mig síðan á hraðstefnumótinu þannig að á endanum fór ég að hitta hana. Ég kom síðan hingað til að segja henni hvað ég sé hrifin af þér en hún fór bara að öskra og væla þannlg að ég dró hana út og þá stökk hún á mig og kyssti mig." Svo labbaði hann upp að henni tók utan um hana og sagði að þau skildu bara fara heim... Ég kom ekki upp orði þvi ég var alltaf að bíða eftir að Hemmi Gunn stykki út úr einu skotinu og segði að ég væri í falinni myndavél, þetta væri allt saman grín og í raun væri Rútur húsvörðurinn á RÚV og héti Páll. Ég trúði þessu bara einfaldlega ekki!!!!! Það var greinilega kominn tími á mig til þess að fara heim. Ég hljóp inn á Vegamót til þess að ná í kápuna mína en komst að því að henni hefði verið rænt og þar á meðal lyklunum mínum ...helv...djö...andsk...! Þá var bara að vona að Grettir nágranni minn væri heima til þess að opna fyrir mér. Ég kom við á Nonna og fékk mér einn vel subbulegan bát í þeirri von að mér myndi líða betur fyrir vikið. Þegar ég kom heim svaraði ekki hjá Gretti og þá brotnaði ég endanlega saman og hringdi í neyðarlínuna eins og algjör bjáni. Þegar ég bar upp erindið, að ég væri læst úti, þá stóð neyðarlínumaðurinn á öndinni af hneykslun og benti mér á að hringja í 118 framvegis. Það var svo sem rétt hjá honum því hjá 118fékk ég númerið hjá lásasmið sem kom svo stuttu seinna. Aðkoman hefur eflaust ekki verið falleg. Ég sat á tröppunum, útgrátin og öll útí Nonnabitasósu. Lásasmiðurinn, sem hefur verið svona um þrítugt, var hins vegar hinn almennilegasti og virtist ekkert kippa sér upp við þetta tröppu- hryðjuverk. Þvert á móti því þegar hann var búin að opna hurðina þá hjálpaði hann mér inn og hitaði handa mér kaffi. Sagði að sér veitti sossum ekki af einum bolla sjálfum þar sem hann væri á næturvakt. Hann sagðist heita Kári og spurði mig hvað hefði komið fyrir um kvöldið. Við enduðum á því að sitja og spjalla heillengi áður en hann þurfti að fara í annað útkall og satt best að segja ieist mér bara ágætlega á hann. Ég gat þó ekki verið að pæla í þvi vegna þess að ég var búin að senda Hildi hvert sms-ið á fætur öðru en hún svaraði mér ekki. Mér stóð vægast sagt ekki á sama að hún væri í klóm síkkópatans, ástsjúk og tryöi honum frekar en mér.... Framhald í næsta blaði. Kveðja Vala

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.