Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 36

Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 36
SK^ý-rNife FRÉ-íTifl Nærföt sem geta kallað á sjúkrabíl! Hollenskir vísindamenn hafa þróað nærföt sem geta kallað á sjúkrabíl ef sá sem klæðist þeim fær hjartaáfall. Vísindamennirnir hafa útbúið brjóstahaldara, nærboli og nærbuxur sem skrá og greina hjartslátt viðkomandi. Skynjararnir eru tengdir þráðlaust í farsíma og hafa sjálfvirkt samband við sjúkrabíl í neyðartilviki. Þessar nýju vörur eiga að hjálpa fólki heima, frekar en á spítulunum. "Fat in a chocolate" Úkraínsk nammiverkismiðja hefur ákveðið að markaðsstetja nýja vöru sem er sú óhollasta og mest fitandi af öllum öðrum nammivörum sem til eru. Nammið er 100% svínafita sem er húðuð súkkulaði, hmmmm ótrúlega girnilegt. Þeir ætla að kalla nýju vöruna sína "Fat in a chocolate". Talandi um óhollustu þá hefur kvenkyns kokkurinn hún Nigella gert nýjan hlut sem hljómar frekar ógirnilega, djúpsteikt Bounty súkkulaðistykki. Hvað er að gerast með fólk og súkkulaði? Örvæntingafullur elskhugi sakaður um morðtilraun Kambódísk kona sem rvildi sýna ást sína á fyrrverandi kærastanum sínum gerði það með því að hengja upp skilti fyrir utan skrifstofuna hans. Hún var síðan ákærð fyrir morðtilraun með þessu athæfi sínu. Á skiltunum stóð meðal annars: „Ástin mín ... ég hef aldrei elskað neinn nema þig." Hún var handtekin þegar hún reyndi að hengja eitt þeirra í tré fyrir utan skrifstofugluggann hjá honum. Núna bíður konan réttarhalda yfir sér og húkir í gæsluvarðhaldi. Mannréttindasamtökin Adhoc hafa sagt að handdakan sé ólögleg og að hún sé mjög óréttlát fyrir konu sem gerði ekkert af sér nema að vera ástfangin. Vitlaus bíll Króatískur karlmaður sem var frekar mikið utan við sig, fór upp í vitlausan bíl og keyrði um í 15 mínútur. Maðurinn sem er frá Zagreb og er um fimmtugt hélt að hann væri að fara inn í sinn bíl. Þegar hann allt í einu áttaði sig á því að það vantaði nokkra hluti sem voru í hans bíl þá snéri hann við. Þegar hann kom til baka þá beið hans lögreglumaður og eigandi bílsins sem var alveg brjálaður. Hann baðst afsökunar og sagðist hafa verið svo upptekinn í samræðum að hann hafði alveg gleymt sér. Hönnun Við erum þrælar tískunnar - það fer ekkert á milli mála. Ekki einungis þrælar fatatískunnar heldur líka hvernig heimili okkar eru innréttuð. Þó það sé kannski ekkert endilega jákvætt að vera þræll einhvers, þá er það mun “þægilegara” nú á dögum, heldur en kannski fyrir 7 árum síðan. Fyrir sjö árum þótti það frekar hallærislegt og "cheap" að kaupa allt inn í (búðina sína í IKEA. Já viðurkennum það bara, við fórum þangað af því að það var allt svo ódýrt og það átti bara að duga þangað til að fjárhagurinn yrði betri- hlutirnir þaðan litu ágætlega út, tolldu sæmilega f tískunni en áttu bara að endast þangað til við gætum keypt eitthvað dýrara og meira í tísku. En IKEA hefur náð að umturna þessari skoðun okkar, allavega minni. Þeir hafa um borð hjá sér marga snjalla hönnuði og núna fer maður þangað með það í huga að finna eitthvað sniðugt, á frábæru verði, og í tísku. Ekki má gleyma nauðsynlegt fyrir fólk sem að starfar við hönnun að halda sér vel við, fara á sýningar erlendis að minnsta kosti tvisvar á ári og skoða hvað er í gangi hjá félögum okkar og stóru merkjunum í bransanum. Ein slík sýning var haldin í London í enda september, 100% design. Þetta er fremur ný sýning en hún fer vaxandi og er frábært framtak Bretanna á þessu sviði. London er auðvitað þekkt tískuborg og þeir fylgjast vel með hvað er í gangi og sífellt fleiri Bretar eru að gera flotta hluti, og skapa sér nöfn á alþjóðlegum vettvangi, fylgist með Marc Newson og Tom Dixon (www.tomdixon.net) til dæmis. Bretarnir hafa auðvitað yfir að búa mjög góðum skólum og eins eru tengsl þeirra við meginland Evrópu góð, (að skreppa yfir til Frakklands undir Ermasundið er eins og að keyra einn sunnudagsrúnt). Sýningin sjálf var alls ekkert yfirþyrmandi stór eins og maður á að venjast til dæmis á Milano • STÓRAR Ijósakrónur er málið í dag, hvort sem það eru lampaskermar í yfirstærð, stórir kúplar úr plexi- eða jafnvel bara kristalskrónur - maður þarf þó að passa sig að fara ekki yfir strikið ef maður ætlar að fara yfir á þá linu og hafa bara EINA tegund af áberandi Ijósi. Eldhúsin eru annaðhvort hvít háglans eða alveg svört, hvort sem viðurinn er bæsaður eða þá sprautulakkaður háglans, engin handföng, bara grip fræsað í hurðarnar eða þá smellu eða rennibúnaður. • Baðherbergin eru enn inni á minimalísku línunni sem við höfum verið að sjá þróast. Það eru engar stórar innréttingar, frekar lausar einingar og vaskurinn oftar en ekki látinn hvíla ofan á vaskborðinu, stórar flísar, í alveg dökku eða alveg Ijósu, glansandi eða mattar og oftar en ekki rétthyrningslagaðar fremur en ferkantaðar. Sem betur fer er smekkur manna misjafn og þetta er bara brot af því sem hægt er að nefna varðandi hvað er "í tisku" og hvað er ekki. Tíska er lika eitthvað sem hverjum og einum finnst vera flott, en ekki ein regla sem að Tískulöggan hf. setur og okkur verður refsað ef við förum ekki eftir henni. Það er í raun ekki hægt að setja saman neina eina sérstaka reglu sem allir fara eftir, í raun er nóg að viðkomandi líði vel á sínu eigin heimili, í kringum sína eigin persónulegu hluti og fái ekki sting og kláöa í augun og matraðir við að sjá ýmislegt varðandi innréttingar sem ég sé stundum ... það má auðvitað alltaf betrumbæta en ég er líka þræll tískunnar og viðurkenni það fúslega. • Ekki mála ALLA íbúðina í tískulitnum sem eru inni þá stundinni, heldur kannski bara einn vegg og kaupa sér sófa í hlutlausum lit, fá þá frekar litinn inn sem þér finnst flottur með púðum eða ábreiðum. • Ekki fá þér þriggja sæta sófa, tveggja sæta OG hægindastól- allt í stíl. Frekar að kaupa sér tvo flotta designer stóla við sófann og brjóta þannig upp stofuna... ég fann tvo gamla tekk stóla sem að amma mín átti og ætla að setja hvítt leður á þá - geggjaðir. • Einnig er lykilatriði að spá MJÖG vel í fyrir neinum vonbrigðum. Það sem sem mér finnst leiðandi núna er litagleðin sem búin er að vera ríkjandi í skreytingum. Það er þessi "pop- retro" stíll sem er á undanhaldi, allavega í meginatriðum, út með orange og skærgrænan og inn með meiri andstæður, háglans svartur við skærhvítt. Eins er tískan að færast jafnvel lengra til baka frá seventie's timabilinu og aftur í viktoríanska tímabilið, með flúrað veggfóður og rókókó stóla með mynstri í stíl. Kannski að hönnuðurnir hafi fengið innblásturinn frá innviðunum úr Buckinghamhöllinni... sem ég skoðaði líka meðan ég var þarna - MJÖG látlaust innréttuð, eða þannig ... minna er meira. því að eigendurnir að Habitat og IKEA keðjunum eru þeir sömu... og ekki hefur manni leiðst að eignast húsgögn frá Habitat í gegnum tíðina. Auk þess hefur retro tískan sem búin er að vera í tísku núna í nokkurn tíma komið sér vel, þar sem við getum skroppið [ geymslurnar til ömmu og afa og fundið gersemar sem við fyrir örfáum árum hefðum ekki litið við. En nóg um það, víkjum aftur að okkur þrælunum og hvað er í tísku. Eins og við vitum þá er tíska yfirleitt mjög breytileg en lykilatriðið er að hafa nokkur "basic" atriði á hreinu sem fara seint úr tísku: því hvernig gólfefni og eldhúsinnréttingu þú velur þér, ég veit um nokkra sem langar til þess að gráta einsog lítiö barn þegar þeir labba inní eldhúsið sitt með kirsuberjainnréttingunni sem er kannski 3 ára gömul, og kostaði sitt - kirsuberjaviðurinn hefur dottið nokkuð hratt úr tísku og er ekkert á leiðinni inn aftur. Þó að maður taki mun meira eftir fatatiskunni og hvað hún breytist hratt, þá er innanhússtískan auðvitað ekki alltaf sú sama heldur, straumarnir breytast en meira er betra átti betur við þar. • Viðartegundir í húsgögnum og innréttingum eru ríkjandi en eikin er alltaf klassísk, hvort sem hún er þá bæsuð grásvört eða látin halda sér. Fallegust finnst mér valin eik með miklum æðum en engum kvistum ... hnota og seventie's viðurinn palesander er enn inni, flottur viður, en frekar dýr, sem og afríska viðartegundin Zebrano sem er millivegur milli þess dökka og Ijósa. Tips: • "Oversized" Ijós eða áberandi Ijósakróna • Reyklitað gler • Stakir "designer" stólar - ef þið eigið leið um London og eigið STÓRA ferðatösku endilega kíkið I ARAM store, 110 Drury Lane, Covent Garden, geggjuð húsgagnabúð á fimm hæöum. • Kolagráir stakir veggir - allir hinir veggir snjóhvítir • Stórar flísar - rétthyrningslaga • Hvítt háglans eldhús með engum hurðahöldum kannski ekki jafn hratt, en það er

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.