Orðlaus - 01.02.2004, Side 4
Grœðgi
— ein af syndunum
Mikið hefur verið rætt um
kaupaukasamninga, starfslokasamninga,
sameiningu banka og hlutafjár upp á
síðkastið í fjölmiðlum og hefur orðið
græðgi borið á góma. Græðgi er ein af
höfuðsyndunum sjö og er eitt víst að
hún, ásamt fávisku og kæruleysi eru
uppspretta ýmissa vandamála í
heiminum.
Græðgi er það að sætta sig ekki við það
sem maður hefur, en vilja sífellt meira
og betra og sækjast eftir meira en maður
í rauninni þarf. Að ganga lengra en
góðu hófi gegnir, vilja betri tölvu, fleiri
hlutabréf, hærri kaupauka, stærri
fyrirtæki, víðara landsvæði og ódýrara
vinnuafli. Græðgin er hvatinn á bakvið
mörg af þeim stríðum sem háð hafa
verið í gegnum aldirnar, tökum bara
írak sem dæmi. Þetta eru ekkert annað
en skammarlegar aðgerðir til þess að
sigra heiminn. Græðgin er einnig
hvatinn á bakvið þrælahald og mansal
þar sem ódýrt vinnuafl getur margfaldað
summuna í fyrirtækjakassanum og ung
börn verða fórnarlömb illsku í heimi sem
genginn er af göflunum.
Græðgin er hvatinn á bak við
sameinignu banka og samsteypu
fyrirtækja. Það þarf ekki endilega að
vera græðgin í hreina og beina peninga
heldur græðgin í völd. Græðgin í að
eignast allt. Kappsfullt fólk er að
sjálfsögðu gottfyrir samfélagið og skilar
auknum vexti í hagkerfið en þegar
græðgin ein og sér er farin að stjórna
stjórnmálamönnum, viðskiptajöfrum
sem og öðrum erum við í vanda stödd.
Reyna menn þá að hafa áhrif á
stjórnvöldin því auðvelt er að spilla
gráðugum mönnum til að misnota vald
sitt. Við endum uppi með elítu sem
hugsar ekki um annað en að taka það
allt!
Græðgi er þó ekki einungis siðfræði
hinna ríku og valdamiklu. Ég rakst á
grein í Mogganum um daginn sem sagði
að skammturinn á McDonalds í
Bandaríkjunum hefði þrefaldast í
kaloríum. Ekki það að maturinn væri
orðinn meira fitandi heldur væru
skammtarnir einfaldlega orðnir þrefalt
stærri til þess að mæta óskum
viðskiptavinanna. Þetta er auðvitað
ekkert annað en matargræðgi. Nú þarf
þar að breyta fatastærðum og skipta
um sæti í flugvélum og veitingastöðum
á meðan fólk víða um heim sveltur til
dauða. Á meðan Bandaríkin springa,
hverfur Afríka. Græðgin birtist því i
mörgum myndum eins og fégræðgi,
matargræðgi, valdagræðgi og allmennri
ágirnd.
Við getum með sanni sagt að græðgin
hefur fylgt manninum gegnum tíðina í
lífi og starfi og öll höfum við orðið
uppvís að henni. En við þurfum að læra
að hafa stjórn á græðginni í okkur og
takmarka völd einstakra einstaklinga til
þess að koma í veg fyrir hörmungar sem
gætu verið mun stærri en nokkur gerir
sér grein fyrir. Það er skiljanlegt að menn
sækist eftir meiri auði, það er frekar
ágirnd. Það eru fáir sem myndu segja
nei við launahækkun, ekki satt? En
munur er á hófi og óhófi. Ég trúi þó
ekki að það sé græðgi, sjáIfselska,
virðingarleysi og mikilmennskubrjálæði
sem drífi mennina áfram. Ég vil trúa því
að í hverjum einstaklingi sé rík samúð,
umburðarlyndi og hollusta við
náungann, sumir eiga aðeins eftir að
koma auga á það í sjálfum sér. Ég vil
trúa því að endalaust ströggl eftir auði
og völdum verði minna mikilvægt á
meðan grundvallarþörfum er fullnægt
og fólk lærir að verða ánægðara og
sáttara við sitt.
Þegar meiri hiutinn fer að stjórnast af
samúð og þekkingu fremur en græðgi
og fávisku þá vil ég trúa því að elítan
muni hægt og hægt sjá að sér og láta
stjórnast af jákvæðum hvötum ... en
þetta er auðvitað bara minn draumur.
Steinunn Jakobsdóttir
BioComplex sokkabuxur
- heilsulind sem þú klæðíst
Þær auka veHiðan, næra og viðhalda göðu rakastigi húóarinnar,
styrkja hana og gefa fótunum fallegra og grennra yfirbragð.