Orðlaus - 01.02.2004, Page 6

Orðlaus - 01.02.2004, Page 6
Hverju leitar þú helst að í fari kvenna? Bara þetta venjulega: hreinskilni, falleg, flott, hress, skemmtileg og að hún sé ánægð og örugg með sjálfa sig. Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sambandi við konur? Nöldur, númer 1, 2 og 3. Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju? Finnst engin kona það merkileg að ég myndi vilja vera hún. Er eitthvað sem þú skilur ekki í sambandi við konur? Alveg hellingur, til dæmis af hverju þær flækja einföldustu hluti að óþörfu, taka allri gagnrýni svona persónulega o.s.frv. Við hvað myndir þú helst vilja vinna? Ég væri til í að vera forseti íslands, fæ helling borgað fyrir að gera ekki rassgat nema ferðast um heiminn í einhver teboð. Hvar myndir þú helst vilja búa og af hverju? Á Miami, gott veður, flottir bílar og flottar stelpur. Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum, hverju myndir þú breyta? Ég myndi vilja eyða allri forræðishyggju, ég vil að fólk ráði því alveg hvað það gerir svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Ég vil ekki láta einhvern Jón út í bæ banna mér eitthvað og þess vegna banna ég fólki ekki að gera það sem því langar. Gerum eins og Jón Gnarr segir, bönnum bannara. Hvað er klám fyrir þér? Ríðingar í myndbandi eða á Ijósmynd. namsz TÍMARIT KVENKYNS

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.