Orðlaus - 01.02.2004, Síða 14
CFTl-E
Eftir miklar pælingar sendi ég honum sms: /fVar að greinast með
berkla og verð send í einangrun til Kanada um óákveðinn tíma.
f gær hélt ég að lífi mínu væri
lokiðl! Hildur og ég vorum ekki
enn farnar að tala saman út af
þessu veseni með Rút (kærasti
Hildar sem ég fór í sleik við, löng
saga) og Adda var búin að þröngva
mér á deit með einhverjum Ijótum
vini sínum (sem ég fór reyndar i
sleik við, enn lengri saga).
Þar sem ég lá og endalaust vorkenndi
sjálfri mér, skítaþunn á megabömmer
með Tjernobil bólu á enninu að plana
jarðaförina mína eftir mitt félagslega
sjálfsmorð kvöldið áöur hringdi
bjallan. Himnarnir
opnuðust og það ringdi
Nonnabátum. Hildurvar
mætt með vandræða-
legt bros og sveittann
mat.Hún hafði verið
að djamma kvöldið
áður með hinum
„yndislega" Rút
sem varð svona
„yndislegur"
við helming
allra
stelpna á
Sólon og Hildur endaði
á því að finna hann úti í horni að
hmmm ... njótast með einhverri ungri
stúlku. Helvítis var sem sagt ekki bara
lygari heldur líka með króníska
brókarsótt þannig að Hildur var með
smá samviskubit yfir því að hafa ekkert
hlustað á mig. Eftir grát, gnístran tanna,
endalausar fyrirgefningar og
dagskammt af majónesi fórum við að
snúa okkur að mínu vandamáli og
krísufundurinn hófst fyrir alvöru.
Hvernig á að losna við gæja samdægurs,
ekki eftir 10 daga meira svona 10
mfnútur. Ég vissi að þessi Gauji væri
alveg vel uppáþrengjandi gæji þannig
að það mundi þurfa eitthvað meira en
þetta klassfska, að bera við minnisleysi,
til að losna við hann. Eftir miklar
pælingar sendi ég horium sms: „Var að
greinast með berkla og verð send í
einangrun til Kanada um óákveðinn
tíma." Þannig að ef ég held mig frá
fólki í efnafræði, Grafarvoginum og
Kaffi Amsterdam (sem ég geri nú allan
ársins hring hvort sem er) get ég ekki
séð betur en að ég sé laus við hann.
Þar sem þetta var sorglega, en satt, ekki
í fyrsta skipti sem önnur okkar lenti í
því að fara í sleik við einhverja Gollrir
týpu
ákváðum við
að strengja áramótaheit: "Bannað að
fara I sleik við stráka á djamminu nema
að við höfum séð þá edrú og þeir séu I
alvöru sætir, ekki 5 Carlsberg sætir". Ég
og Hildur vorum orðnar aðeins bjart-
sýnari eftir að hafa analfserað allt í okkar
strákamálum og vorum orðnar hand-
vissar um að hinir einu réttu biðu
handan við hornið. Við ákváðum því að
skola af okkur skftinn og skella okkur á
Sólon til að glápa á sæta barþjóninn.
Við eiginlega runnum niður f bæ frekar
en að labba; á mesta svelli ever og ég
auðvitað flaug á hausinn og var hálf
tussuleg þegar við loksins náðum inn á
Sólon. Ég tók að sjálfsögðu stefnuna
beint á barinn og var að einbeita mér
að því að horfa daðurslega á sæta þegar
einhver gaur (frekar sætur) vatt
sér að mér og bókstaflega
öskraði "Valal".
Þar sem ég er afskaplega kúl
og yfirveguð manneskja brá
mér bara geðsjúkt og
hoppaði upp og einhvern
veginn náði að henda
einhverju einmana latte glasi
í gólfið. Gott Vala, þetta fer
án efa á topp 10 listann yfir
mín asnalegustu moment. En
hann hélt samt áfram að tala
við mig (hugaður strákur). Þá
var þetta Bjössi, strákur sem
hafði verið með mér í grunn-
skóla ég gjörsamlega missti
andlitið og hann greini-
lega búin að missa 70
kíló og ég sver að ég
hefði ekki þekkt hann
þótt ég hefði verið á
spes launum hjá
Mannþekkingar
stofnun rfkisins.
Hann var búinn
að klára við-
skiptafræðina en
fékk ekkert að
gera þar sem hálf
þjóðin er með sömu
gráðu ... og hann að
vinna á Sólon. Hann
spurði náttúrulega
hvað ég væri að gera
og ég meikaði ekki að
segja honum að ég
ynni í sveittri subbu-
sjoppu hjá alka frænda
mfnum þannig að ég
laug að ég væri
"freelance ... eitt-
hvað" og ég er ennþá
ekki búin að jafna mig
á aulahrollinum sem
ég er með á sjálfri mér.
Hann spurði reyndar ekkert
frekar út f það, þannig að ég er
að vona að þetta hafi sloppið í gegn.
Hann kom sfðan og settist hjá mér og
Hildi og við enduðum á því að kjafta
og sötra saman allt kvöldið og ... Bjössi
bauð mér vinnu á Sólon og ég er að
fara I prufu f kvöld! Þannig að kannski
Maggi frændi verði að eyðileggja líf
einhvers annars víííífl. Það rættist þvl
meira en vel úr þessum degi og ég er
að pæla f þvf að fá hann viðurkenndan
sem alþjóðlegan lukkudag. Er samt nett
stressuð yfir þessari prufu, var ekki búin
að vera inni I 5 minútur í gær þegar ég
var búin að brjóta glas. En ég meina
hey allavega búin losna við Gauja...
Vala
MÆLUM
MEÐ
ísland kynsjúkdómalaust árið
2005
Fyrst að Framsóknarflokkurinn
ætlaði að gera ísland eiturlyfjalaust
árið 2000 ætti þetta ekki að vera
neitt mál. Það eina sem þarf er að
allir taki sig saman og fari i skoðun.
Þessvegna mælum við með því að
allir drífi sig niður á Húð og kyn fyrir
l.apríl og þannig gerum við ísland
að fyrsta kynsjúkdómalausa landi i
heiminum. Hversu töff er það!
Steikarsamloku á Vegamótum
Þetta er án efa besta samloka á
landinu, allavega fyrir þá sem finnst
bernaissesósa góð. Til marks um
það má segja fré því að Hrefna
markaðsstjóri okkar lýsir henni sem
fullnægingu. Þessa samloku færðu
é Vegamótum en þeir eru með einn
stærsta matseðil á landinu þannig
að allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi.
Lausu sambandi
Við skorum á ríkisstjórnina að koma
þráðlausu netsambandi á alla
Reykjavík áður en þeir selja Sfmann.
Við erum alltaf að monta okkur á
því að island sé svo framarlega í allri
tækni. Nu þegar er búið að setja
upp þráðlaustnet yfir 400.000.
manna borg og við erum miklu
færri. Þetta væri sterkur leikur.
ísland best i heimil
Reðursafnið
Þetta safn er alveg stórsniðugt safn
og skylda fyrir alla íslendinga að
fara á. Það skýrir sig nokkurnveginn
sjálft hvað er sýnt á þessu safni og
má meðal annars finna kynfæri hvals
og fleiri dýra. Safnið er á Lauvegi
24 og er opið frá fimmtudegi til
laugardags frá kl 14-17 og er
aðgangseyrir 400kr.
Víking á 250 kr
Jé og þetta er ekki á Nelly's. Prikið
býður nú víking i flösku á aðeins
250 kr sem er mjög sanngjarnt verð.
Það ættu allir staðir að taka þá sér
þetta til fyrirmyndar. Þannig gætum
við kannski skapað vinmenningu á
islandi. Þannig að allir niður á Prik
einn, tveir og þrír...
Snjóbrettanámskeið
Brettafélag íslands í samvinnu við
Ölgerðina Egil Skallagrimsson ætla
að bjóða uppá snjóbrettanámskeið
í vetur þar sem allir geta lært að
bruna niður brekkurnar, það er ef
það fer að snjóa almennilega.
(Biðjum fyrir því.)
Skráning fer fram í verslunum Brim
á Laugavegi og í Kringlunni en allar
nánari upplýsingar um námskeiðin
má finna á heimasíðu Brettafélags
íslands
www.bigjump.is