Orðlaus - 01.02.2004, Page 18
Hættulegír Heimar.
í þetta skipti hef ég ekkert að styðjast við. Engar tölur, engar tímaritsgreinar, engar kannanir. Ég hef ekkert til
að skýla mér. Það er líka alveg hreint Ijómandi ágætt, því þessi grein á að fjalla um nákvæmlega þetta; viðkvæmnina
þegar múrarnir falla. Þetta er varla grein. Nýárstiltekt í gömlum minningum.
Sem Orðlaus-penni er það að
sjálfsögðu draumur minn að líf mitt
breytist allt í einu í Hollywood-
kvikmynd, How To Lose a Guy In
10 Days. Þar er líka stelpa sem
skrifar. Sú stelpa skrifar sönnustu
grein ævi sinnar, afhjúpar sig
algjörlega. Daginn sem biaðið
kemur út eru orð hennar á vörum
allra. Fólk út um allan bæ sem
hættir daglegu amstri, lokar
bókum, slekkur á tölvum og símum
(eða stillir þá a.m.k. á silent), sest
niður og leyfir orðunum að taka
völdin. Það er draumur minn. Að
sannasta greinin sem ég skrifa verði
lesin af öllum og að allir geti tekið
hana til sín á einhvern hátt, jafn
persónuleg og hún kann að virðast
við fyrstu sýn. Að orðin mín festist
við einhvern eins og lítil
gleymmérei, og fylgi þeim áfram
þegar kveikt hefur verið á símanum
aftur.
Það er komið nýtt ár; ár apa, byrjana,
nýrra ævintýra. Sum ævintýri sitja samt
í manni í mörg ár, allar byrjanir eru
eftirköst þessarar einu byrjunar.
Þetta verður greinilega í anda kvik-
myndanna. Ég á mér Sunnudagsuppá-
haldsmynd. Þessir sunnudagar þar sem
allt er grátt og þú ert þreytt og það er
ný vika að byrja aftur og það hefur sýnt
sig að allt sem þú hélst að væru byrjanir
voru bara upphafið að endinum.
Óvæntum endi. Sunnudagar til þess að
fela sig í sófanum undir hlýrri sæng, og
saltið á poppkorninu kemur í staðinn
fyrir sölt tárin sem þú tímir ekki að gráta.
Það er líka Hollywoodmynd, Playing by
Heart. í henni talar Sean Connery um
það að verða ástfanginn. Þú verður ekki
bara ástfangin af persónu, þú verður
líka ástfangin af sjálfri þér. Það að sjá
þig speglast í augum þess sem þú elskar
minnir þig á hversu frábær manneskja
þú ert sjálf. Egóismi kannski, en ég held
hann hafi þó nokkuð rétt fyrir sér.
Ég held líka að þetta eigi við um flestöll
mannleg samskipti. Að kynnast mann-
eskju er líka aö kynnast sjálfri þér upp
á nýtt, eins og þú ert ( augum hennar.
Kannski er það það sem heillar okkur í
sambandi við manneskjur. Ég elska
manneskjur, að kynnast þeim í allri sinni
fegurð og með alla sína skugga sem
dansa yfir húðina. Kannski er ég svona
rosalegur egóisti að ég elska að kynnast
sjálfri mér upp á nýtt.
Hvað um það; manneskjur eru eigin
heimur og ég er haldin sömu þrá og
Kólumbus, vil uppgötva nýja heima með
nýjum möguleikum. Ég vona samt að
ég sé ekki eins og þeir landkönnuðir
sem sagan hefur að geyma. Ég vil ekki
gera nýja heiminn að mínum, notfæra
mér þá möguleika sem hann hefur upp
á að bjóða þangað til hann er þurr-
ausinn. Ég vil bara fá að skilja eftir mig
fótspor á auðri strönd sem sjórinn getur
þurrkað út ef hann vill.
Kólumbus hélt að hann væri kominn til
Indlands, skildi aldrei að hann hefði
uppgötvað Ameríku. Ég lendi oft í
þessum misskilningi. Sit í árabátnum
mínum á skvalpandi öldum og virði nýja
heiminn fyrir mér úr fjarlægð. Þegar
innfæddir hleypa mér svo nær og ég er
búin að draga bátinn í land er ég stödd
í allt annarri veröld en ég hafði (myndað
mér. Oftar en ekki leynast þar skuggar
og hættur sem ég hafði ekki gert mér
grein fyrir. Og stundum er það sem
virðist fráhrindandi úr fjarlægð
dáleiðandi f ógnarlegri fegurð sinni
þegar nær er komiö, eins og íslensk
náttúra.
Nóg af líkingum. Orðin mega ekki
stjórna mér núna, ég verð að stýra þeim.
Þetta er tími byrjana, og mig langar að
skrifa um mfna. Byrjunin mín, sem hafði
svo mikil áhrif á mig að allar aðrar
byrjanir eru eftirköst hennar.
Fyrir fimm árum kynntist ég manneskju
í gegnum vinkonu mína. Ég virti hana
fyrir mér úr fjarlægð. Hún var allt sem
ég var ekki; svo örugg og meðvituð um
eigið virði og fegurð að allir í kringum
hana dáðust að henni. Svo glansandi
að ég fékk ofbirtu í augun. Svo sterk,
svo frjáls, svo lifandi.
Ég komst nær, sogaðist nær, algjörlega
heilluð af þessum karakter. Nær og nær,
þangað til að augu mín opnuðust og
vöndust geislandi Ijósinu. Þessi mann-
eskja, sú manneskja sem ég hafði litið
mest upp til af öllum, bar þyngri byrði
en ég hafði gert mér grein fyrir að væri
til. Hver einasti dagur í lífi hennar er
áskorun og hún fagnar alltaf heils hugar
þegar deginum er lokið, sérstaklega ef
henni tekst að komast í gegnum hann
með heila húð.Þetta var i fyrsta, en alls
ekki síðasta, skiptið sem ég kynntist
þessari skrýtnu hvöt að skaða sjálfan
sig. Bókstaflega; með hnífum, rak-
blöðum eða öðru tilfallandi. Fyrir þessa
manneskju var það eina leiðin að hafa
stjórn á kaósinu inni í henni; líkamlegur
sársauki var örlítið skárri en hinn. Ég
get ekki lýst því hvað það er sárt að sjá
fersk sár á hverjum degi, að reyna að
hjálpa en geta ekkert gert. Örmjó, hárfín
sár. I lófa hennar líflínan helguð dauða.
I hennar tilfelli var það ekki einu sinni
þetta hróp á hjálp sem t.d. sjálfsmorð
eru svo oft sögð vera. Hún var ánægðust
þegar enginn sá og enginn tók eftir
litlum stálbitum sem hún hafði komið
fyrir í þunnri húðinni á milli fingranna.
Þurfti ekki annað en að kreppa hnefann
til að skerandi líkamlegur sársaukinn
yfirgnæfði hinn.
Þetta er byrjunin mín. Eftir hana hef ég
tileinkað mér mottóið að aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Og aö ganga aldrei
út frá því að hlutirnir séu eins og þeir
virðast vera úr fjarlægö.
Þær finna alls konar leiðir til að vernda
sig, sálirnar. Langflestir hafa einhvers-
konar múra og grímur til verndar. Það
er svo erfitt að vera algjörlega einlæg.
Það er kannski það sem þessi svokallaða
grein fjallar um, það sem ég vil segja.
Við erum það dýrmætasta sem við
eigum, og við verðum að fara vel með
Ég lendi oft í þessum misskilningi. Sit f
árabátnum mínum á skvalpandi öldum og virði
nýja heiminn fyrir mér ur fjarlægð. Þegar
innfæddir hleypa mér svo nær og ég er búin að
draga bátinn í land er ég stödd í allt annarri
veröld en ég hafði ímyndað mér.
verðmætin. Öll dýrin í skóginum ættu
að geta verið vinir. Kunningjar að
minnsta kosti. Þú stjórnar því ekki
hvernig fólk bregst við því sem þú gerir
og segir, en þú getur stjórnað því sem
þú gerir og segir. Að sjálfsögðu eru
öfgar í þessum málum eins og öllu öðru.
Það er ekki hægt að ætlast til þess af
fólki að það ritskoði allt sem það lætur
frá sér af ótta við að særa einhvern
annan. Ég held hins vegar að það sé
mikilvægt að feta varlega um nýja
heima, skilja eftir sig fótspor en lítið
annað. Það þarf svo lítið til að setja
viðkvæm lífríki úr skorðum. Og maður
villist auðveldlega í ókunnum regn-
skógum. Týnir sjálfum sér jafnvel.
Ég feta mig með ítrustu varúð um
heiminn sem er hún, sem er orðinn
kunnuglegur en kemur mér ennþá á
óvart. Villtist næstum því, en komst á
endanum niður að sjónum aftur.
Þrátt fyrir allt saman lít ég ennþá upp
til hennar. I mínum augum er hún ennþá
geislandi, sterk og ótrúleg. Ég las texta
eftir Ralph Waldo Emerson um daginn.
Hann segir meira en ég get sagt, og ég
neyðist til að svíkja lit sem íslenskunemi
og vitna í hann á ensku; "Men imagine
that they communicate their virtue or
vice only by overt actions and do not
see that virtue or vice emit a breath
every moment."
Hún skilur mig ekki, að finnast hún
ennþá best eftir að gríman féll. En alveg
éins og gríman er ekki hún, er
vanlíðanin ekki heldur hún. Ekki ein-
göngu. Hún er einhvers staðar undir ör-
óttri, blæðandi húðinni. Hún er þarna
innst inni, og ég skynja hana ekki bara
í gegnum orð eða geröir. Hún er geisl-
arnir allra innst inni. Heimurinn sem
heillar mig.
Ralph Waldo Emerson segir líka aö
sannleikur einnar manneskju sé heims-
sannleikur. I hennar heimi. This is my
truth, tell me yours.
að þjóðardrykk
íslendingar leita
Já þetta er ekki grín. Nú ætlum við að ráðast á kokteilmarkaðinn og ekki þar sem
hann er lægstur. Við ætlum að komast á stall með kokteilum eins og Cosmopolitan.
Mojito, Sex on the beach og White Russian. Það eina sem okkur vantar er kokteillinn
sem á að bera nafnið Midnight Sun. Því hefur Absolute vodka efnt til kokteílkeppni
á Sjávarkjallaranum þann 20. febrúar og vegleg verðlaun eru í boði. Það getur hver
sem er tekið þátt og einu reglurnar eru þær að eina áfengið sem þarf að nota er
Absolut Mandarine og það mega vera hámark þrjár áfengistegundir í kokteilnum.
í tilefni af þessu verða settar upp æfingabúðir hjá K. K Karlssyni þar sem fólk getur
reynt að búa til besta kokteil í heirni. Síðan verður farið með drykkinn ut um allart
heim og hann kynntur þar. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessari stórskemmtilegu
keppní. Hugsið ykkur að þegar ferðamenn koma hingað eiga þeir eftir að panta
sér Micinight Sun ocj þá getur þú sagt "I made itl".
fyrir þá ;em vilja frckari upplýsingar fari á .
Þessi kokteilkeppni er liður í lceland Fashion Week sem haldin verður daginn efir,
þ21 februar. Þar munu fjölmargir íslenskir hönnuðir kynna hönnun sína á
glecsilegri sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur um kvöldið. Spennandi verður að sjá
hverníg til tekst og munum við að sjálfsögðu leyfa ykkur lesendum okkar að fylgjast
með.