Orðlaus - 01.02.2004, Síða 20
m að birtast hér eru ekki á ábyrgð Orðlaus
J Ú I
Hvernig væri að spara á réttum stöðum?
Þjóðin á að geta treyst þeim fyrir því að taka heilbrigðar og ábyrgar
ákvarðanir um það hvernig þjóðararðinum er eytt, en ég get sagt
fyrir mitt leyti að ég er ekki sannfærður um að fjárútlát þjóðarinnar
séu í góðum höndum. Ég er frekar á þeirri skoðun að það búi frekar
lítið að baki þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi því að mínu
mati er mannskapurinn sem þar situr, ekki samsettur úr vönduðustu
eintökum landsins. Hvaða afbragðsfólk nennir að hanga á Alþingi,
með skítalaun og hörmuleg hlunnindi. Gáfaða fólkið í þjóðfélaginu
er í flestum tilfellum statt þar sem tekjur eru góðar og hlunnindi
mikil. Það fyrsta sem þarf að gera til að koma ákvarðanatöku um
landsins mál í góðan farveg er að stórauka aðdráttarafl þingstarfa
svo gáfað og atorkusamt fólk fáist til að sitja á Alþingi. Stórhækka
þarf laun þingmanna svo þessi árangur náist því það er nokkuð Ijóst
að aðeins fást hálfdrættingar til að vinna á hálfdrættingslaunum.
Ég vil nú kannski ekki alhæfa þetta alla leið því vissulega er gæðafólk
að finna á Alþingi sem og á öðrum vinnustöðum, en það þarf hver
staða að vera mönnuð með toppeintaki til þess að hægt sé að treysta
á að ákvarðanirnar þar á bæ séu i lagi.
Eiturlyfjafaraldurinn.
Önnur þörf umræða er hvernig bregðast skuli við stóraukinni
fíkniefnaneyslu í landinu. Það er nokkuð Ijóst að ekki er hægt að
stöðva hinn stóraukna straum fíkniefna sem streymir inn i landið.
Fyrir hverja sendingu sem lagt er hald á, sleppa 10 aðrar í gegn og
þróunin í þessum efnum er að verða ansi ógnvænleg. Ofbeldi og
glæpir stóraukast í samhengi við þennan stríða straum efna inn á
markaðinn og er meðalaldur reglubundinna eiturlyfjaneytenda sífellt
að lækka. Ég er með nokkuð skýra skoðun á því hvernig hægt sé að
bregðast við þessarri þróun.
Ríkið á að flytja inn eiturlyf. Þau lyf skulu vera vel unnin og vönduð,
seld á sérstökum stöðum, til dæmis í ÁTVR á raunhæfu verði, þar
sem tollur er settur á söluverð efnanna sem samt sem áður verða
ódýrari en það sem gengur og gerist á götunni f dag. Með þessu
móti er verið að koma með enn einn skattaliðinn í ríkiskassann, sem
og að koma ansi mörgum þrjótum illa sem hafa sína framfærslu af
sölu og innflutningi eiturlyfja.
Stóri krókurinn við þessa tilhögun er að setja upp ákvæði þess eðlis
að þeir sem nýta sér þessa þjónustu ríkisins eru í leiðinni að
undanþiggja sig allri þeirri heilbrigðisþjónustu sem i boði er. Ef þú
kýst að vera eiturlyfjaneytandi þá bjóðast þér ekki sömu hlunnindi
og hinum, þú þarft að greiða fyrir allar spítalaheimsóknir og þú ert
ekki tryggður fyrir neinum þeim skaða sem upp getur komið [
tengslum við neyslu þína. Ef þú kýst að neyta eiturlyfja þá ert þú
einnig að kjósa að vera undanþeginn heilbrigöisþjónustu.
Ef blóðsýni við læknisskoðun leiðir það í Ijós að þú hafir neytt
einhverra efna sem skilgreind eru sem fíkniefni þá átt þú ekki rétt
á neinni heilbrigðisaðstoð nema þú greiðir hana að fullu úr eigin
vasa. Svo einfalt er það.
Kerfi sem þetta kýs ég að kalla: sparnaður á réttum stöðum.
Ég er með margar fleiri hugmyndir um patentlausnir á hinu og þessu.
En plássið er búið í bili og þar við situr.
Snorri Barón Jónsson
Ég er bara týpískur meðaljón, veit lítið um margt og margt
um lítið. Ég fylgist þó með fréttunum og er búinn að mynda
mér skoðanir um flest það sem gengur á í þjóðfélaginu. Það
sem hæst hefur borið að undanförnu hefur verið
niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu, þar sem verið er að
segja upp endalausu magni af spítalastarfsmönnum og
takmarka þá þjónustu sem þar er veitt, samt lækka skattarnir
ekkert. Einnig leynir það sér ekki að þjóðin er að ná
sögulegum sjokkstaðli hvað eiturlyfjaneyslu varðar. Fíkniefni
flæða hér um hvern einasta hól og hverja einustu holu.
Afleiðingarnar verða sífellt alvarlegri og neytendum fjölgar
ört. Svo virðist sem enginn hafi lausnina á þessum málum,
því þróast þetta alltaf lengra og lengra þar til glundroðinn
einn situr eftir. í þessum pistli mínum kem ég með
uppástungur að því hvernig ég sé þessi mál leysast.
Fjárveitingar úr ríkiskassanum.
Ef ég tæki upp á því að fá hjartaáfall þá þyrfti ég að tímasetja það
sérstaklega svo ég gæti fengið aðhlynningu i tæka tíð.
Bráðamóttakan hefur nefnilega verið lögð af að mestu leyti og ef
ég fæ hjartaáfal! utan hefðbundins opnunartíma þá þarf ég að fara
upp á slysódeildina í Fossvoginum. Þar fær maður saum og plástur
ef einhver brýtur flösku á hausnum á manni á djamminu, en ég er
ekki viss um að lausnirnar til að henda mér aftur af stað ef hjartað
stoppar séu þar til staðar. Við búum í velmegunarþjóðfélagi en samt
er verið að skera niður á þessum stað. Afhverju er ekki frekar slegið
af kostnaði á öðrum sviðum? Til dæmis í fríkkunaraðgerðum á
miðbænum, sem virðast engan enda ætla að taka.
Ættu störf sem þessi ekki að vera í höndum vistmanna fangelsa,
sem margir hverjir kvarta yfir skorti á afþreyingu og atvinnu. Ætti
ekki að leyfa þeim að fést við þessar þrautir frekar en að vera með
óhæfan bæjarverkamannaflokk á fullum launum í því að slugsa upp
fjórum - fimm steyputyppum á dag.
Er þingmennska eftirsóknarvert starf?
Þjóöin kýs til starfa mennina sem ákveða hvernig skattfénu er varið.
Ráðist er í gríðarlegar herferðir á kosningatímanum þar sem
jakkafataklædd slísmenni reyna að vera trúverðug og traustvekjandi.
Ég hef fylgst með bæjarstarfsmönnum við sína iðju að undanförnu
og fihnst vinnubrögðin sem ég hef orðið uppvís að hlægileg. Einhver
kynbrenglaður arkítekt var sennilegast á sínum tima fenginn til að
koma með lausnina á því hvernig hægt væri að fríkka miðbæinn
og til féll hugmynd um að grýta steyputyppum sitthvoru megin é
Laugavegin og öðrum nærliggjandi götum, með nokkurra metra
millibili. Þessi steyputyppi hafa reynst mörgum bölvun því þau eru
þeim eiginleikum gædd að erfitt er að sjá þau þegar bakkað er
bifreiðum. Fyrir vikið er sífellt verið að aka þessa leiðindaskúlptúra
niður og fellur til fullt starf hjá heilum vinnuflokki við það eitt að
láta typpin ná fullri reisn eftir að ólánsamir ökumenn hafa bakkað
þau niður. Verkskipulagið á þeim vinnuflokk sem sér um að lækna
typpin, er mjög sérstakt. Flokkurinn tekur sér góðan tlma í að reisa
þau viö og eru gjarnan sjö til átta manns í því verki. Einn vinnur
vinnuna og restin fylgist með. Þetta greiðum við með
skattpeningunum okkar og fyrir vikið er minni aur til í kassanum til
að aðstoða þá sem hjartveikir eru. Það er engin hæfa í þessu!