Orðlaus - 01.02.2004, Qupperneq 24
ELDHUS BRJALÆÐI
Eldhúsiö er mest spennandi svæðið á heimilinu af því að það er í stöðugri þróun... Ásjóna eldhússins er sífellt að breytast með nýrri tækni
og nýju hugviti og er það til þess ætlað að gera alla okkar vinnu auðveldari og fljótlegri, svo ekki sé talað um öryggi og endingu. Þeir segja
að augun séu spegill sálarinnar, og að minu mati er eldhúsið „spegill" heimilisins - segir okkur mikið um hvernig við erum og hvernig smekk
við höfum.
Það er líka alveg deginum Ijósara að þetta er það svæði sem krefst einnar mestrar skipulagningar innan veggja heimilisins og þegar verið er
að hanna eldhús eru nokkrir faktorar sem við þurfum að hafa á kristal tæru til þess að fúnksjónin gangi upp.
Það er þessi þrjú aðal-element: vaskurinn - eldavél- ísskápurinn ,sem þurfa að mynda svokallaðan vinnuþríhyrning svo að allt svæðið virki
eins og skyldi.
Ef þú ert að spara pening og hefur ágætis hugmynd um hvernig þú vilt hafa eldhúsið þitt (jafnvel búin að ráðfæra þig við hönnuð sem er
ekki vitlaus hugmynd þar sem að þetta er dýr fjárfesting) þá mælir ekkert á móti því að þú skellir þér í IKEA og kaupir innvolsið í eldhúsið
þar. Þú þarft ekkert endilega að nota hurðir þaðan, heldur geturðu látið búa til fyrir þig hurðar hvort sem þú lætur sprautulakka fyrir þig
MDF eða spónleggja ef þú vilt hafa við á hurðunum. I litlum eldhúsum er sniðugt að hafa glerhurðar þar sem það léttir mikið á. Svo er bara
að láta hugmyndaflugið ráða og ekki gera einsog allir hinir!!!
allan peninginn í poka sá ræninginn
flösku af viskí sem hann langaði í og
heimtaði að fá hana líka. Afgreiðslu-
maðurinn neitaði hins vegar að láta
flöskuna ofan í þar sem hann trúði
ekki að ræninginn væri kominn með
aldur til að drekka. Ræninginn sagðist
vera orðinn nógu gamall en
afgreiðslumaðurinn sagðist ekki trúa
honum. Hann lét afgreiðslumanninn
þá hafa ökuskýrteinið sitt því til
sönnunar og fékk í staðin flöskuna.
Ræninginn hljóp i burtu og
afgreiðslumaðurinn hringdi strax í
lögregluna og gat að sjálfsögðu gefið
upp nafnið hans og heimilisfang og
hann var handtekinn stuttu seinna.
Hversu heimskur getur einn maður
verið?
Kona nokkur lenti í því óláni að
bílnum hennar var stolið. Þegar
lögreglan kom á staðinn sagði hún
lögreglumönnunum að það væri
bílasími í bílnum. Lögreglan ákvað þá
að hringja í símann og sagði að bílinn
hefði verið auglýstur til sölu í blaði
og að hann vildi hitta hann og kaupa
bílinn. Þeir ákváðu því að hittast og
þegar þjófurinn mætti var hann
auðvitað handtekinn.
Christopher Jansen frá Michigan var
ákærður fyrir að vera með dóp á sér
og ákvað að verja sjálfan sig í rétti.
Hann hélt því fram við dómarann að
það hefði verið leitað á honum án
heimildar. Saksóknarinn sagði að hann
hefði verið með bungu á jakkanum
sinum sem gæti hafa verið byssa. Þá
sagði Christopher að það væri algjört
bull og að hann væri í sama jakkanum
og gæti sko sýnt þeim að það hefði
ekki verið nein bunga. Hann náði því
í jakkann en í honum var poki af
kókaíni. Dómarinn hló svo mikið af
heimsku mannsins að hann varð að
taka nokkurra mínútna hlé til að ná
andanum.
Maður í Charlotte keypti sér mjög
dýra og sjaldgæfa vindla og ákvað að
tryggja þá fyrir eldi og öðrum hlutum.
Eftir rúmlega mánuð var maðurinn
búinn að reykja alla vindlana án þess
að hafa einu sinni greitt fyrstu
greiðsluna á tryggingunni. Hann
ákvað að leggja fram kröfu til
tryggingarfyritækisins þar sem hann
sagði að vindlanir hefðu eyðilagst í
"mörgum litum brunum".
Tryggingarfyritækið neitaði að borga
á þeim forsendum að hann hefði reykt
alla vindlana sjálfur. Maðurinn kærði
þá tryggingarfyrirtækið og vann.
Þegar dómarinn var að kveða upp
dóminn sagði hann að honum fyndist
krafan frekar skrýtin en þar sem
maðurinn hefði tryggt vindlana fyririr
eldi, en ekki skilgreint hverskonar eldi
yrði tryggingarfélagið að greiða
honum. í staðinn fyrir að standa í
löngum réttarhöldum ákvað
tryggingarfyrirtækið þá að greiða
honum 15 þúsund dollara. Eftir að
maðurinn var búinn að leysa út
ávísunina lét tryggingarfyrirtækið
handtaka hann fyrir 24 íkveikjur. Með
hans eigin tryggingarkröfu og
réttarhöldunum var hann fundinn
sekur um að kveikja í tryggðum
hlutum til að græða pening frá
tryggingarfyrirækinu. Hann fékk sekt
upp á 24 þúsund dollara og árs
fangelsi.
Leggðu mesta kostnaðinn í borðplötuna því það mæðir mest á
henni. Granít er alltaf flott, og gler. Þú gætir líka látið steypa fyrir
þig plötuna, athugaðu með BM Vallá, þá er það corian efnið sem
er ótrúlega flott en það er frekar hátt á verðskalanum.
Gler:
Gler er auðvitað vandmeðfarið efni og mikið púss fylgir því að halda
því við. Það kemur vel út að blanda glerinu með viðnum og þá er
til dæmis hægt að hafa efri skápana úr gleri og nota þá jafnvel
reyklitað eða litað gler.
Siepptu því að flísaleggja uppá vegginn ... settu frekar gler, eða við,
kannski stóra speglaflís eða jafnvel bara plexigler, það er ódýr lausn
og til í mörgum litum.
Listinn og ráðin eru ótæmandi, en umfram allt, muna að vera búinn
að skipuleggja allt vel áður en byrjað er á framkvæmdum. Það er
erfitt og kostnaðarsamt að snúa til baka þegar það er búið að breyta
raflögnum og pípulögnum ...
Lýsing er mikilvæg í eldhúsi og þar er náttúrulega birtan sú
ákjósanlegasta. Reyndu að gera sem mest úr birtunni sem þú færð
í gegnum gluggann. Alls ekki mála í kringum gluggann með dökkum
lit því hann dregur alla birtuna í sig. Vinnulýsingin er ekki síður
mikilvæg og það er best að leita ráða þegar verið er að fjárfesta í
Ijósabúnaði, starfsmenn Ijósabúðanna ættu að geta hjálpað þér.
Skrautlýsingin er svo punkturinn yfir i-ið - flott loftljós eða jafnvel
Ijósakróna getur skipt sköpum.
Gangi ykkur vel!!
Hanna, innanhússarkitekt.
Reyndu að sameina eldhúsborðið, þ.e.a.s. þar sem matast er og
innréttinguna sjálfa, sérstaklega ef þú ert með lítið pláss eða enga
borðstofu.
Efri skápar:
Þú þarft ekkert endilega að setja efri skápa en auðvitað fer það
eftir geymsluplássi sem þú hefur. Ef þú setur upp efri skápa þá þurfa
þeir alls ekkert að vera úr sama efni og þeir neðri. Ef þú til dæmis
ert með lítið eldhús þá er hentugara að opna efri skápana upp á
við.
Litir:
Sprautulakkað háglans svart eða hvítt, eða þá að vera aðeins meira
öðruvísi og prófa flottan lit eins rauðan, orange eða gráan til dæmis
í háglans. Ef þú ákveður að hafa lit passaðu þig samt á að ofgera
honum ekki. Það getur þú gert með því að nota hann með einhverjum
öðrum.
Ef þú ert ekki með efri skápa hvernig væri þá að veggfóðra með
einhverju flottu veggfóðri, kíktu á www.designfordelight.comz, eða
setja grafík á vegginn, einhvern flottan texta, myndir eða jafnvel
að mála sitt eigið listaverk og setja það á blindramma.
Viðartegund:
Ef þú vilt hafa við þá er alltaf klassískt að nota eik, eins er hnota
mjög fallegur viður og palesander og svo er zebrano mjög flottur
viður.
Höldur:
Engar höldur... fallegast og stílhreinast er að hafa grip á hurðunum
eða smellubúnað sem þú ýtir á og hurðin opnast, það fæst til dæmis
í Ikea. Svo geturðu líka látið fræsa höldur úr hurðunum.