Orðlaus - 01.02.2004, Side 29
Hvað á að sjá í París? Þinir uppáhalds staðir?'
Það eru mörg skemmtileg hverfi sem gaman
er að skoða eins og Mont Marte og Smare.
Þar er svona ekta Parísar stemning, littlar
götur og markaðir. Þar sem ég bjó í 14. hverfi
er ein göngugata þar sem hægt er að fá allt,
alla osta, ferskan fisk, ótrúlega góð álegg og
þar er líka bakarí á hverju horni og frakkarnir
eru þarna labbandi um með baguette undir
hendinni þannig að þú getur ímyndað þér
stemninguna. Þetta var líka heimilislegt því
þaö þekkja allir alla úr hverfinu þannig að
þetta er svona eins og lítið hverfi inni i
stórborginni. Það þarf líka að sjá alla
þessa aðal staði eins og Eiffel turninn,
Notredame og Louvre.
' Hvað meinarðu?
Sko, skrifstofan segir manni að fara á sýningu
í öðrum enda bæjarins, svo til baka á skrifstofuna,
í mátun á einum stað og make up á öðrum o.s.frv..
Þegar þú síöan loksins kemur af einni sýningunni
yfir á aðra með hár og make up þá þarf að rífa
það allt af og gera nýtt!!! Þannig að það er ekki
séns að maður nái að gera þetta allt. Þannig að
það endar alltaf á því að þú þarft að beila á fullt
af stöðum sem þér er sagt að fara á...
mi!
A
Æ
' Versta verkefnið?
Ég var að vinna á tvítugsafmælinu mínu alveg
hrikalegt verkefni. Það var fyrir kóreskan
bækling og venjulega er nú bara einn stlllist en
þær voru fjórar og vildu allar sitthvoran hlutinn
sem gerði það að verkum að við skiptum um
hár og make up ég veit ekki hvað oft og þetta |
tók endalaust langan tíma.
Stærsta verkefni? '
Eitthvað editorial fyrir Elle og Cosmopolitan.
Ég var llka að gera sýningu í London sem var
mjög stór. En það er ekki eitthvað eitt sem
stendur upp úr fyrir mér.
Gerir þú Catwalk?
Nei, ég geri eiginlega meira af myndum. Ég
prófaði að taka að mér nokkrar sýningar í
London og aðeins í París. Síðan þá hef ég
einhvern veginn haldið mig við Ijósmyndir.
'Versta myndartakan?
Hún var örugglega hérna heima. Þetta var
auglýsing fyrir Muscle and Fittness og ég var
átján ára og ógeðslega horuö. Á myndinni
voru ég og fjórar "trukkalessur", ef ég má segja
það, ógeöslega brúnar og massaðar eins og
karlmenn. Síðan var ég við hliðin á þeim
ógeðslega mjó og hvít í bikiníi gert úr pínulitlum
speglum með g-streng úr keðju. Það endaði
með því að ég hringdi í Eskimo og spurði hvað
væri að gerast. Þeir könnuðust ekkert við þetta
og héldu að þetta væri auglýsing fyrir föt
i frá Svo. Þannig það endaði með því að ég fór!
'Stærsta verkefni?
Ég gerði einhverja sjónvarpsauglýsingu í Milano
sem varð víst rosalega stór úti. Fólk kannaðist
við mig eftir það. Ég hef gert litlar sýningar fyrir
Dolce and Gabbana. Ég gerði einu sinni sýningu
fyrir þá í Þýskalandi og þar var BARA verið að
sýna allt það dýrasta úr línunni þeirra þetta vor.
Þannig að allir voru með sér lífvörð til þess að
passa að við myndum ekki stela skartgripunum
eða feldunum. Þetta var mjög spes! Við máttum
varla snerta þetta, lífverðirnir tóku á móti okkur
um leið og við komum af sviðinu og tóku af
okkur fötin og skartið.
Áttu aðdáendur?
Já á Islandi en ekki úti. Það eru oftast einhverjir
12 ára strákar sem eru nýbúnir að sjá myndir |
af manni að biðja um eiginhandaáritanir!!! Ég
lenti reyndar í því úti að það kom maður upp j
að mér og bað um að fá að sjá skóna mina þvi
honum fannst þeir svo flottir. Ég tók af mér
skóinn og maðurinn byrjaði að þefa af honum
og kyssa hann. Svo rauk hann burt og ég stóð
eftir á einum skó. Það var reyndar fyndið því
þegar ég sagði þeim frá þessu á skrifstofunni
þá voru þær alveg "Ohhh, er hann kominn
aftur!" Þá var hann víst búinn að taka skó af
. helling af stelpum þarna.
wmfwar' «0
Er gaman að vera á pallinum?
Það er alveg gaman, en ekki til lengdar því þetta
er svo rosalega mikil vinna. Það eru margar
sýningar á dag því þetta þjappast allt saman
f þessa einu sýningarviku. Þú þarft að hlaupa á
milli og kemst ekki á nærrum því alla staðina
sem þú ert beðin um að fara á.
Hvernig gengur þér úti í París?
Bara flnt. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta því
ég er búin að vera að fá ágætis verkefni. Það
hefur ekki veriö það mikið af verkefnum
þannig að ég næ að gera það sem mig
langar til að gera. En samt verið nóg til að
ég geti lifað þarna úti.
r
Skemmtilegt starf?
Já, en þaö getur llka verið ansi þreytandi aðl
vinna langt fram á nætur eins og þegar
maður fer f ferðir. Þær geta tekið fimm daga
og þá er unnið frá klukkan fjögur á morgnanna
til miðnættis á hverjum degi.
fFyrir þá sem eru að fara til Milano hverju myndir'
þú mæla með?
Ég myndi mæla með Duamo dómkirkjunni hún
er rosalega falleg. Miðbærinn er líka mjög
skemmtilegur og það er gaman að labba þar
um. Það er Ifka ótrúlega auðvelt að taka lestina
út úr Milano og fara til dæmis að Lake Como,
sem er vatn rétt fyrir utan borgina og eyða
deginum þar. Ef þú ætlar að fara út að borða
myndi ég mæla með Luisiana þó hann sé ekki
beint ítalskur þvf þetta er æðislegur staður þrátt
fyrir það. Ef ég væri að fara út að djamma myndi
ég fara á Casablanca til að byrja með og skella
mér sföan á Hollywood sem er beint á móti
Ltil að dansa.
f Hjá hvaða skrifstofu ertu?
( Milano er ég hjá Paulot May en f London er ég
hjá Models One. Það eru alveg stór nöfn hjá
þeim en ég er voða lítið inni í þessu. Ég reyni
að halda mig fyrir utan allt þetta glys Iff.
Það getur verið svo mikið feik í kringum þetta.
'Því meira sem þú sýnir því meiri peningar?’
Já, það er það ... eða það á allaveganna að vera
þannig. En það er svo oft sem að Ijósmyndarar
eru alveg; "geturðu nokkuð sýnt aðeins meira ..."
Þeir vita að maður fær ekki meira borgað heldur
eru bara að stelast. Sumir eru mjög kurteisir en
aðrir geta verið kræfir á þetta og reyna og reyna.
Þú verður bara að standa föst á þínu og segja nei,
sem getur oft verið mjög erfitt. Ég get ímyndað
mér greyið stelpurnar sem eru kannski þrettán ára
að byrja í þessu og þora ekki að segja nei því þær
halda að þær verði að gera þetta því annars verði
skrifstofan reið. En það er bara ekki þannig!
Ef þú vilt ekki gera eitthvað þá gerirðu þaö ekki,
það er ekkert flóknara en það. Ljósmyndarar hafa
oft sagt við mig "Er ekki f lagi aö þú sért alsber
en það sést bara ógeðslega lítið?" Nei, því hver veit?
Þeir segja líka alltaf að það sé allt í lagi því þú fáir
að yfirfara allar myndir áður en þær birtast.
iGlætan! Þú færð aldrei að sjá neitt af þessu.,
Hversu langt myndir þú ganga varðandi nekt?
Ég hef einu sinni verið nakin á mynd en þá sást
ekki neitt því ég var í sturtu og það var svo
mikil gufa. Það var kona sem tók myndirnar
og það fékk enginn annar að vera viðstaddur.
Er brjálað að gera hjá þér úti?
Já, það var það allaveganna en ég er náttúrulega
komin heim núna.