Orðlaus - 01.02.2004, Page 40
4
Kristín Bergsdóttir 20 ára
Hvaða flokkar eru í ríkistjórn?
Sjálfstæðisflokkurin, Vinstri grænir,
Framsókn, nýji hæqri flokkurinn sem
ég man ekki hvað neitir.
Hver er ríkistjóri í Kalíforniu?
Ég fylgist bara alis ekki með
bandarískum stjórnmálum.
Hver verður næsti forsætiráðherra?
Hvað heitir hann....ég veit það ekki.
Hver setti fram afstæðiskenninguna?
Albert Einstein.
IVIeð hvaða liði spilar David Becham?
Fótbolti hehe...biddu það var verið að
selja hann til Spánar, hann spilar með
einhverju spænsku líði.
Hver kom á undan, hænan eða eggið?
Það er nú spurning, það er ekkert rétt
svar.
ÓlafurThorarensen 27 ára
4
*
*
n
Hvaða flokkar eru í ríkisstjórn?
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn.
Hver er ríkistjórin í Kalíforníu?
Arnold Schwarzenegger.
Hver verður næsti forsætisráðherra íslands?
Æi hvað heitir hann ... hérna ... þarna ...
ég veit alveg hvað hann heitir. Gaurinn
þarna í Framsóknarflokknum, já Halldór
Ásgrímsson.
Hver setti fram afstæðiskenninguna?
Jesús maður, bara Freud eða eitthvað.
Víða um heim eru börn, stelpur og strákar misnotuð í stríðsátökum þar sem mörg þeirra láta lífi
fullorðinna hermanna, sem mörg hver eru of ung til þess að skilja. Nú eru börn allt niður í tíu ára
að auki oft kynferðislega misnotaðar af eldri hermönnum. Þetta er hræðilegt ástand sem hefur of s
að gerast í stríðum.
„Einn daginn vorum við og vinir mínir þvingaðir
til að drepa fjölskyldu. Ég ákvað að flýja og hljóp
inn í skóg... en nokkrir hermenn fundu mig og
tóku mig aftur í herbúðirnar. Þeir fangelsuðu
>rðu mig daglega... (dag er ég hræddur.
ikki að lesa, ég veit ekki hvar fjölskylda
mín er. Ég á enga framtíð. Á næturnar get ég
ekki sofnað, ég hugsa bara um allt það hræðilega
sem ég hef séð og gert sem hermaður."
Kalami, 15 ára frá Kongo sem barðist í hernum
frá níu ára aldri.
Mennskar jarðsprengjuleitarvélar
Að vísu taka ekki öll börnin þátt í beinum átökum en líf þeirra snýst
engu að síður um herinn. Þau þurfa að elda, þrífa, safna eldiviði og
vera sendlar eða njósnarar. Önnur vinna sem mennskar
jarðsprengjuleitarvélar og taka þátt í sjálfsmorðsárásum. Þau vinna
langa vinnudaga, fá ekki að sækja skóla eða hitta fjölskyldu sína,
þau sem einhverja eiga. Skæruliðar og skipulagðar hersveitir misnota
sér örbirgð þessara barna sem ganga í herinn í von um mat og
húsaskjól. Human Rights Watch tók viðtal við nokkra barnahermenn
sem sögðu að þeim hefði nánast daglega verið skipað að horfa á
fanga sem var misþyrmt og þeir teknir af lífi. Sum barnanna voru
látin skjóta óvopnaða fanga sem hluta af æfingum eða jafnvel önnur
börn sem þrátt fyrir hættuna reyndu að flýja þar sem þetta líf var
þeim gjörsamlega óbaerilegt.
Með hvaða liði spilar David Becham?
Real Madrid maður.
Hver kom á undan hænan eða eggið?
Eggið.
Linda Gunnarsdóttir 24 ára.
Hvaða flokkar eru í ríkistjórn?
Ég hef ekki hugmynd um það.
Hver er ríkistjóri í Kalíforniu?
Ég veit það ekki, ekki spurja mig svona
spurninga.
Hver verður næsti forsætiráðherra?
Þögn....ég er ekki alveg með það á hreinu.
Hver setti fram afstæðiskenninguna?
Ég veit það ekki.
Með hvaða liði spilar David Becham?
Hlær...er hann ekki með Manchester.
Hver kom á undan, hænan eða eggið?
Hænan.
Börn eru víða um heim notuð sem hermenn, bæði í nýlegum og
langvinnum deilum. Samkvæmt tölum frá Human Rights Watch eru
um 300 þúsund börn notuö sem hermenn í stjórnarherjum,
andspyrnuhreyfingum og skæruliðasveitum um allan heim. Ekkert
land í heiminum hefur þó jafn marga barnahermenn eins og Burma,
eða um sjötíu þúsund börn undir átján ára aldri. í Kólumbíu berjast
meira en ellefu þúsund börn í vopnuðum hernaðarátökum og i
Sierra Leone var þúsundum barna rænt af andspyrnuhreyfingum í
landinu. Má hér einnig nefna Uganda, Angóla, Burundi, Kongó , Sri
Lanka og mörg fleiri ríki.
Sum barnanna eiga enga að og hafa verið yfirgefin af foreldrum
sínum sökum fátæktar eða veikinda, önnur hafa yfirgefið heimili
sín af fúsum og frjálsum vilja og ganga í herinn til þess að fá mat
og húsaskjól á meðan enn önnur eru þarna til þess að framfleyta
fjölskyldu sinni. Mörg þeirra eru látin berjast í stríðsátökum þvert
gegn vilja sínum eftir að hafa hreinlega verið rænt af öðrum
hermönnum sem beita hótunum og kúgun til að þröngva þeim í
herinn. Börnin eru send í æfingabúðir þar sem þau læra að
meðhöndla vopn og er misþyrmt eða þau jafnvel drepin ef þau
reyna að flýja. Börnin eru eftirsóttir hermenn þar sem þau eru ódýr
í rekstri, borða lítið, auðvelt er að hafa áhrif á þau og hentugt að
nota þau til að kanna óvinasvæðin áður en fullorðnu hermennirnir
láta til skarar skríða, vegna þess að óvinirnir taka ekki eins mikið
eftir þeim. Ef þau verða hrædd fyrir átökin eru þeim oft gefin
eiturlyf til þess að efla hugrekkið og þau svo látin drepa, brenna
bæi og fremja annars konar mannréttindabrot gegn almennum
borgurum.
„Börn eiga rétt til þess að fá að lifa lífinu, vera
frjáls undan mismunun og misþyrmingu, vera
frjáls undan herkvaðningu og að vera vernduð í
stríðsátökum og hafa rétt til menntunar,
heilsugæslu og fullnægjandi lífsskilyrða. Það eru
þeirra mannréttindi að fá að lifa við öryggi og
að vera ekki hneppt í þrældóm, sæta pyntingum
eða annarri ómanneskjulegri meðferð."
„Börnin eru eftirsóttir hermenn þar sem þau eru
ódýr í rekstri, borða lítið, auðvelt er að hafa áhrif
á þau og hentugt að nota þau til að kanna
óvinasvæðin áður en fullorðnu hermennirnir láta
til skarar skríða ... "
Skelkaðir fangar með drauma og vonir
Lífernið hefur gífurleg áhrif á heilsu barnanna, þroska og tilfinningar
og brýtur þau niður andlega. Þau verða fljótlega háð eldri
hermönnunum þar sem þeir eru eina fullorðna fyrirmyndin sem þau
hafa. Sumar stúlknanna eru einnig þvingaðar til að verða
„eiginkonur" hermannanna sem nota þær síðan sem kynlífsþræla
milli þess sem þær þurfa að berjast í hörðum átökum. Þau börn sem
berjast á vígvellinum bera þess gífurleg ör þar sem ofbeldið, morðin
og annað eru þættir sem börn eiga ekki að vera vitni að. Þó svo að
áverkarnir séu ekki alltaf líkamlegir eru þeir andlegir og bera börnin
merki þess um alla ævi og að lokum verða þau uppfull af svo
gífurlegu hatri og hefnd að erfitt er að ímynda sér að þau hafi
nokkurn tímann verið venjuleg börn. Þau eru ekki börn lengur, það
er komið fram við þau eins og fullorðið fólk, þau eru niðurlægð,
pyntuð, kúguð og barin og því fara þau að haga sér í samræmi við
það. Mörg þeirra leiðast síöan út í eiturlyfjaneyslu og andfélagslega
hegðun þvl að þeim reynist erfitt að falla inn í samfélagið að nýju.
Það nær ekkert barn að jafna sig eftir slíka lífsreynslu á mótunarárum
sfnum þar sem sjálfsálit þeirra og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum
er svo harkalega niðurbrotin.
„Ég hef séð hendur skornar af fólki, tíu ára stúlku
nauðgað og marga menn og konur brennd lifandi
... Ég grét svo oft í hjarta mínu því ég þorði ekki
að gráta upphátt."
14 ára stúlka frá Sierra Leone
Er þetta einhver barnaleikur?
Nú eru vopnin orðin léttari og þróaðri þannig að það er auðveldara
fyrir börnin að meðhöndla þau. (Börn allt niður í tíu ára gömul eru
þjálfuð til að nota vopn og sprengjur.) Þessi börn geta lítið annað