Orðlaus - 01.02.2004, Qupperneq 43
hávaða, en í dag sérðu Rachel í Friends
í MC5 bol sem fæst í Top Shop.
John Phillips í Mama's and the Papa's
hafði þá hugmynd, eftir að hafa séð
mannfögnuðina á tónleikum
almenningsgarða San Francisco, að
halda ókeypis tónleika þar sem fólk gæti
notið góðrar tónlistar í góðum
félagsskap. Þetta varð að Monterey
tónlistarhátíðinni, Fyrstu útihátíð sinnar
tegundar. Hún tókst vonum framar og
gerði tvo dauðadæmda tónlistarmenn
að stórstjörnum. Janis Joplin og Jimi
Hendrix. Einnig komu þar fram meðal
annara The Who, Otis Redding, Grateful
Dead og indverski sítarsnillingurinn Ravi
Shankar. Aðrar álíka hátíðir voru
haldnar í kjölfarið, og í ágúst 1969 var
haldin sú stærsta. Fjórir félagar, Michael
Lang, John Roberts, Joel Rosenman og
Artie Kornfeld ákváðu að halda litla
tónlistarhátíð í uppsveitum New York
fylkis. Þeir enduðu á landi
mjólkurbóndans Max Yasgur I Bethel,
NY, og hófust handa við mesta
tónlistarviðburð áratugarins.
Fréttirnar um að tónleikahaldararnir
væru hættir að rukka inn á svæðið
bárust eins og eldur í sinu um
nágrannafylkin og skyndilega var
umferðarhnúturinn orðinn margra
kílómetra langur. Ríkisþjóðvegur New
York var lokaður og strandaðir
ferðamenn voru ferjaðir burt [ þyrlum.
Tónleikasvæðið var yfirlýst "Disaster
area", heiti sem vanalega er notað um
jarðskjálfta- eða flóðasvæði. En það
þýddi að herinn gat byrjað að koma
vistum inná svæðið til fólksins sem
hýrðist fyrir framan sviðið og komst ekki
fet. Skipuleggjendur Woodstock
hátíðarinnar höfðu búist við rúmum
150.000 manns á hátíðina. Lokatölur
gesta var tæp hálf milljón, og rúm
milljón manna þurftu frá að hverfa.
Þrátt fyrir vosbúðina sem fylgdi því að
vera á kafi í drullu í hellidembu í þrjá
daga þótti stemningin frábær og
einhverjar allra bestu hljómsveitir allra
tíma komu þar fram: Creedence
Clearwater Revival, Canned Heat,
Santana, Joe Cocker, Jefferson Airplane,
Jimi Hendrix, Ten Years After og Joan
Baez til að nefna aðeins örfáa. Þeir sem
lögðu til peninga fyrir hátíðina fóru á
hausinn, þrír létu Iffið (en eitt barn
fæddist) og baksviðs var svo mikið af
sýru að ekki var hægt að fá samloku án
þess að í henni væri sýra. Engu að síður
var þetta alger hápunktur hippaáranna
og á meðan menn lentu á tunglinu var
fólk á jörðu niðri að springa af
manngæsku og voru að láta drauminn
rætast, að lifa í fullkomnu bróðerni og
kærleik.
Svo breyttist draumurinn í martröð.
Aðgerðir gegn mótmælendum Vfetnam
stríðsins urðu sffellt ofbeldisfyllri
þangaðtil Þjóðarvarðliðar hófu skothríð
á nemendur Kent háskólans í Ohio sem
voru með friðsöm mótmæli. Fjórir
unglingar létu lífið. Allt virtist vera að
fara úr böndunum. Kynþáttaóeyrðir,
uppþot og ofbeldi á götum úti. Nixon
forseti jók stríðsbrölt Bandaríkjamanna
í Víetnam með því a ráðast inn f
Kambódíu, friðsælt nágrannaríki
Víetnam. Fólk horfði agndofa á
Bandaríska hermenn skjóta börn og
gamalmenni í beinni útsendingu frá
Vfetnam. Martin Luther King og Bobby
Kennedy voru myrtir. Hippinn Charlie
Manson skipaði fylgjendum sínum til
að slátra leikkonunni Sharon Tate og
vinum hennar. Tate var komin átta
mánuði á leið. Tónlistarfólk var farið að
skipta út sýrunni fyrir herófn, svo tóku
stjörnurnar að deyja. Brian Jones úr
Rolling Stones, Jimi Hendrix, "Mama"
Cass Elliott, Janis Joplin, Jim Morrison.
Skyndilega var fólk að átta sig á því að
þessi lífstíll var ekki að virka. Bróðernið
var að dvfna á meðan ungt fólk var að
deyja, ekki bara í SA-Asíu, heldur einnig
heimavið. Þeir sem voru einna ötulastir
f mótmælahreyfingunni, eins og Abbie
Hoffman voru flúnir neðanjarðar og
það sem voru áður friðsöm mótmæli
voru núna ekkert nema ofbeldisfull
uppþot. Fólk var að fá leið á þessu.
Endalok blómaára hippana voru í
Altamont, niðurnýddri
kappakstursbraut.
Ókeypis tónleikar The Rolling Stones
enduðu með ósköpum þegar Vítisenglar
sem áttu að sjá um öryggisgæslu byrjuðu
að lúskra á skelkuðum blómabörnum.
Áður en tónleikarnir voru úti lá ungur
maður í valnum, stunginn og barinn til
dauða af Vítisenglunum, sem fengu
öryggisgæsluna borgaða í bjór. Þau
blómabörn sem enn héldu í drauminn
hófu að flytja upp til sveita og hófu
samyrkjubúskap. Allur glundroðinn og
ofbeldið vakti þrá hjá fólki að hverfa
til auðveldari tíma. Tónlistin í lok
áratugarins var mjúk og tilfinninganæm.
Crosby, Stills & Nash spiluðu angurvært
kassagítarpopp og country-rokk varð
vinsælt. ( upphafi nýs áratugar var leiðin
greið fyrir country/rólegheitalið eins og
The Eagles og Joni Mitchell. Hvft
pólíester jakkaföt diskótfmans voru
aðeins nokkur ár í burtu en þangað til
var nóg af góðri tónlist og sérstaklega
saurugu rokk-líferni, sem virtist ná
nýjum hæðum með hljómsveitum eins
og Led Zeppelin, Black Sabbath og Kiss.
Björn Þór Björnsson
Athyglisverðar plötur tímabilsins:
The Rolling Stones - "Their Satanic
Majesties Request"
The Doors - "Waiting for the sun"
Jimi Hendrix - "Electric Ladyland"
Big Brother and the Holding Company
- "Cheap Thrills"
Crosby, Stills & Nash - "Crosby, Stills &
Nash"
„Ég held ég hafi einhvern tímann sagst getsr
stundað kynlíf í átta tíma samfleytt. Það sem
ég þó gleymdi að minnast á var að innifalið í
þessu voru fjórir tímar af suði og matur og
bíóferð í lokin."
„Að koma aftur og gera eitthvað kynæsandi
(eins og myndataka fyrir FHM), það lét mér
líða svo vel eftir að hafa sprengt á mér klofið."
■Jenny McCarthy (um óléttuna
„Karlmenn munu gorta sig af stærðinni alveg
þangað til að stelpa sér það í eigin mynd. Þá
heldur hann kjafti. En Auðvitað, er ég
undantekningin sem sannar regluna...
„Ég er kynlífsmaskína í augnablikinu. Ég er á
mörkum þess að fá það hverja einustu sekúndu
af deginum. Jada elskar það!"
Will Smith
Coolio
*