Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 49

Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 49
Tískan Þetta er það sem við viljum leggja aðaláherslu á, en þegar tekur að vora verður litadýrðin svo svakaleg að svo lengi sem maður klæðist einhverjum áberandi lit, líður okkur vel í hjartanu. Hvað varðar flíkurnar sjálfar, ef við byrjum á yfirhöfnum, þá er málið að eiga einn "cool" gallajakka, og svo eru rykfrakkarnir (Kristján heiti ég Ólafsson) illa svalir. Allt með kvartermum er líka að virka vel, hvort sem það er stuttur jakki eða kápa. Minipilsin eru enn á góðu róli, en hnésíð þröng pils eru að banka fast hjá okkur. Gallabuxur virðast upp úr þessu aldrei ætla að fara úr tísku, en hvað varðar skálmarnar á þeim er heppilegra að þær séu allaveganna beinar niður en best er ef þær eru alveg níðþröngar niður. Gallabuxur sem eru "baggy" eru mjög svalar að okkar mati og mjög flott er að sameina þær við háa hæla og þröngan bol. Ráðlagt er að fjárfesta í bolum [ tveim til þrem nýjum litum ( sjá að ofan). Það sem toppar gott dress eru oft fylgihlutir og það sem okkur finnst vera móðins núna eru klútar, nælur, munstraðar sokkabuxur, hattar og svo virðist Mikki Mús vera ágætis fylgihlutur, allaveganna á bolum. Þetta er það sem okkur fannst standa upp úr þegar við settumst yfir blöðin og vorum að spá í komandi sumri. Það sem þarf að taka til greina er: Hvað er í tískublöðunum, hvað langar OKKUR að klæðast í sumar og síðast en alls ekki síst, hverju klæðast stjörnurnar. Maya & Ása STÆRÐ Það er mjög mikilvægt að þú vitir stærðina hennar. Ef af einhverjum ástæðum þú ert ekki viss um hana kauptu þá frekar "one size fits all" nærbuxur heldur en eitthvað annað. Hlustið á mig því þið viljið EKKI lenda í því að koma heim með nærbuxur númer 16 og hún er í stærð 10. Hún á eftir að verða virkilega fúl þó hún láti það kannski ekki í Ijós. Það er því miður ekki til "one size fits all" í brjóstarhöldurum þannig að veriði með hana á hreinu. LITUR Þó að rauður geri þig graðan þá líður stelpum eins og fávitum í þeim. Nema hún eigi nattúrulega þannig fyrir og þá þarftu ekki að gefa henni þau. Ef þú ert alveg ákveðinn I því að gefa henni rauð nærföt hafðu þau þá frekar bleik eða vlnrauð. Veldu liti sem fara húðlit hennar vel. Veldu pastel liti ef hún er föl en skæra liti ef hún er brún. Með sokkabönd, reyndu þá að velja þau I stíl við nærfötin því annars mun hún ekki nota þau. AFHENDINGIN Þú ert búinn að velja eins og sérfræðingur þannig að ekki klúðra því með því að gefa henni nærfötin á röngum tíma. Stelpur eru algjörir sökkerar fyrir smá rómantík þannig að kauptu kampavín og vertu viss um að þið veröið bara tvö - ekki fyrir framan pabba, mömmu eða einhvern annan. Þú skalt líka geyma kvittunina ef hún skyldi vilja skipta þeim. V______________________________________________ - m s*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.