Orðlaus - 01.02.2004, Page 50

Orðlaus - 01.02.2004, Page 50
Daddi Diskó Ég þoli ekki konur sem ekki kunna að keyra. Upp á síðkastið hefur færðin þyngst til muna og þá sá ég svo augljóslega hversu lélegir bílstjórar flestar konur eru. Vá! Maður þarf að hugsa sig um tvisvar áður en að fjölskyldubllnum er hætt út í umferðina. Það væri að bakka í berjafullan lækinn að telja upp þær uppákomur sem ég hef máli mínu til stuðnings en ætla að grípa nokkur nýleg dæmi úr eigin reynsluheimi. Einn morguninn þegar ég var á hægri ferð norður Bergstaðastrætið mætti ég einni. Hummm, sko ég sá hana koma og var hún ansi miðlæg á þröngri götunni. Lét svolftið eins og hún væri með afsal af öllum götum í Þingholtunum, ætti þær skuldlaust. Þetta var svona týpisk tæplega þrítug Polo gæra, basik bíll, sjálfskiptur á rekstrarleigu, sem hafði eytt meiri tíma í að túpera hárið en að opna augun þennan morguninn. Með því að fara alveg út í kantinn mín megin skaust hún framhjá án þess að taka hliðina úr bílnum sínum. j haust var ég á svipuðum stað. Ég hafði stöðvað bílinn til að ræða við félaga minn þegar miðaldra kona lagði yfirþungan barminn á flautuna og linnti ekki látum fyrr en vinurinn rauk af stað. Þegar hún silaðist framhjá mér eyddi hún meiri tíma í að raða djúpum andlitshrukkunum þannig að vanþóknun hennar á athæfi mínu væri augljós heldur en að gæta að því hvar hún var að keyra. Hún nuddaði framstuðaranum, speglinum og afturbrettinu við 37" Parnelli Jones afturhjólbarðann á Land Rovernum mínum og skyldi jafnframt eftir afturstuðarahornið. Þetta þýddi aukaumferð af Son of a Gun á dekkin hjá mér og töluverðar skemmdir hjá henni. Ekki hef ég séð né heyrt af henni síðan en hún hirti ekki einu sinni um að stoppa. Ein elskan var föst á stíg einum ofarlega á Skólavörðuholtinu. Laus við alla tilfinningu fyrir sjálfskiptum bílnum þrykkti hún bjúgmiklum hægri fætinum á eldsneytisgjöfina þannig að snúningur framhjólanna jafnaðist á við 80 km/klst þar sem hann stóð kyrr á svellinu. Blanda af bensínlykt og brælu af brenndu gúmmíi fyllti vitin þegar hún náði fætinum af fetlinum og ákvað að fara út og skoða aðstæður. Við það fór bíllinn, sem enn var í "Drive", rólega af stað og ók sjálfur úr stæðinu. Gott að annað þeirra kunni að keyra! Svo var það núna rétt eftir áramótin á planinu fyrir aftan Bæjarins bestu. Ég hafði lagt þar og var á heimleið um miðja nótt en komst hvergi þar sem Fiat Uno 45, 1988 módelinu, var lagt beint fyrir framan bílinn minn. Félagi minn rölti og kallaði á þá sem voru í næturpylsuröðinni: „hver á Uno-inn?". Það tók nokkurn tíma fyrir vinkonuna að átta sig, alveg þangað til að hún var búin að versla og kom hlaupandi með tvær með öllu og litla kók í hendinni. Léttfætt sveiflaði hún sér upp í bílinn, kom veigunum fyrir á mælaborðinu og rak græjuna í bakk. Eftir að hafa með erfiðismunum komið afturhjólunum yfir háan steinkant þá var komið að framhjólunum!! Mann sveið í eyrun þegar að saumavélinni var snúið í botn og tengslunum sleppt. Yfir fóru framhjólin en lillan hafi ekki hirt um forláta umferðarskilti við hlið bílsins sem tók spegilinn af bílstjóramegin, beyglaði frambrettið og skorðaði framhjólið af upp við kantinn. Þar var hún pikkföst með tvær með öllu og kók í klofinu þegar ég fór. Þar sem konur krefjast þess að gera flesta hluti sjálfar taldi ég að hún myndi redda þessu. Það stóð heima, hún var allaveganna ekki þarna í gær. Er Kabbalah að verða nýtt stjörnuæði í Hollywood? Ég rakst nýlega á gretn í einu slúðurblaðinu sem bar yfirskriftina „Parisi's new savior: Kabbalah" Hin villta Paris Hilton hafði þá sést með rautt armband um úlnliðinn og er það merki þess að hún sé farin að feta í fótspor ekki verri kvenna en Madonnu í að iðka Kabbalah og reyna að ná hinu illa út úr lífi sínu eftir skandala síðustu mánaða. Ég kveikti ekki strax á perunni og ákvað því að kanna málið betur. Ég komst þá að því að Kabbalah er afsprengi dulhyggjuhef ðar gyðingdómi sem mönnum hefur þótt erfitt að t í m a s e t j a upphafið á. Sumir telja Kabbalah jafngamalt mann- inum á meðan aðrir telja hana uppkomið í kringum 12du öld og oft er Kabbalah hreyfingin tengd við ýmis leynifélög eins og til dæmis Frímúra- regluna. Eitthvað fannst skrýtið að fröken Hilton væri farin að stunda andlega íhugun, en nóg með það. Með Kabbala- hiðkuninni er sóst eftir samruna við guð. Sköpun heimsins, upphaf og endaiok sálarinnar og hlutverk mannsins eru meðal umhugsunarefna en ástundunin krefst einnig trúarlegra og dulrænna iðkana og hugleiðslu, sem áður fyrr var aðeins kennd fáum útvöldum. Samkvæmt kenningum Kabbalahista stjórnast heimurinn af yfirmáta kröftugum lögmálum og með því að læra að skilja þessi lögmál og lifa í samræmi við þau verður það til þess að bæta líf okkar og að lokum öðlumst við og mannkynið sanna uppfyllingu í líf okkar. Mikið æði hefur gripið um sig meðal fræga fólksins og hefur þessi aldagamla dulhyggjuhefð orðið nokkurskonar tískudella. Sést hefur til ýmissa stjarna koma út úr Kabbalah miðstöðinni í L.A. eins og Roseanne Barr, Demi Moore, Aston Kutcher og síðast en ekki síst poppdrottningin Madonna. Fleiri stjörnur má nefna sem þurfa á uppfyllingu í líf sitt að halda því Elizabeth Taylor, Mick Jagger, Barbara Streisand, Naomi Campell, Brittany Murphy og Britney Spears hafa verið tengd við þetta. Stjörnurnar virðast vera mikið é andlegu nótunum núna. Mikið hefur verið fjallað um það ^ í erlendum slúðurblöðum þegar Britney birtist á forsíðu Entertainment Weekly með rautt1 band utan um úlnliðinn á sér eins og Paris Hilton. Þetta band á vlst að vernda mann frá neikvæðum áhrifum umhverfisins og beina frá illum öndum. Britney talar hástemmt um Kabbalah og segir frá því hvað iðkunin hafi veitt henni mikinn innblástur í tónlistinni. Henni veitir víst ekki af smávegis innri ró eftir allt umstangið síðustu vikurnar. Það var engin önnur en Madonna sem kynnti hana fyrir þessu og virðist sem Britney vilji ekki aðeins ná eins langt og hún í tónlistinni heldur vill hún einnig feta ( fótspor hennar á andlega sviðinu. Ástæða þess að Kabbalah hefur orðið svona vinsælt hjá Hollywoodstjörnunum gæti verið sú að í annasömu starfi þeirra séu þær að leita sér að andlegri uppfyllingu. Madonna segir að Kabbalah hafi veitt henni mikinn innblástur í lögunum hennar eins og við barnabókaskrifin og hefur hún ekki haldið hrifningu sinni leyndri. Madonna talar opinskátt um Kabbalah í viðtölum og segist ala börn sín upp í trúnni og hvetja þau til að hjálpa náunganum og segist fullviss um að Kabbalah muni hjálpa þeim í að verða umhyggjusamir unglingar. Það Kabbalah sem flestar stjörnurnar hér að ofan stunda er í gegnum umdeild samtök rekin af Philip Berg og fjölskyldu hans sem kallast The Kaballah Center og er staðsett í Los Angeles. Það eru ekki allir sem hafa jafn mikla trú á Berg og miðstöðinni hans og hefur hann fengið m i s g ó ð a u m f j ö I I u n í f j ö I m i ð I u m . Fjölskylda hans hefur verið kölluð sértrúarsöfnuður og Berg hefur verið kallaður svikahrappur. Hvað sem því líður hafa Berg og fjölskylda náð að byggja upp eina stærstu a n d I e g u stofnunina sem laðar að sér þúsundirfylgjenda sem ganga um með Kabbalahbönd og drekka sérstakt Kabbalahvatn. Það er spurning hvort þessi mikla stjörnusena sé til þess að styrkja iðkun Kabbalah um heiminn, ekki veit ég það en presturinn Shmuley Boteach segir að sú staðreynd að Kabbalah sé orðiö háð poppíkönum til að höfða til fjöldans sé merki um örvæntingu. Kabbalah er mun meira en að ganga með armbönd, hugleiða með Hollywoodstjörnum og drekka sérstakt vatn. Þetta er flókin hugmynd sem ég ætla ekki einusinni að reyna að útskýra hér, en í heildina á Kabbalah að gefa þeim sem það stundar það sem þarf til að öðlast sanna hamingju, uppfyllingu í innantómt líf sitt og gefa honum þann frið og ró sem hann þráir og á skilið.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.