Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 51

Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 51
Hvað myndirðu gera ef þú fyndir ekki hreinsikremiö þitt og kæmist að því að kærastinn þinn hefði tekið það með í sund? Núna geta karlarnir lappað upp á útlitið alveg eins og við konurnar og fengið hraustlegt og náttúrulegt útlit á auðveldan hátt. Línan byrjaði með La Male herrailminum sem Jean Paul Gaultier setti á markað fyrir tíu árum síðan. Ilmurinn hefur verið gífurlega vinsæll öll þessi ár og hægt er að fá svitalyktareyði, sturtugel og rakspíra með sömu lykt. Núna geta karlarnir hins vegar einnig fengið sápu, sólarpúður, blýant, bólufelara, varasalva í þremur litum, gloss, og naglapenna og kallast sú lína Tout Beau eða Totally Gorgeous. Þetta eru vörur sem eru sérstaklega hannaðar til þess að gera karlmennina enn myndarlegri. Þetta þarf alls ekki að gera karlmanninn eitthvað kvenlegan, hann verður bara frískari og lítur betur út. Sólarpúður Betri en brúnkan - Better Than Tan, Matte Bronzer Powdre and Brush Sólarpúðrið gefur honum heilbrigt og hraust útlit. Það gerir húðina mattari og karlinn lítur út fyrir að hafa verið úti alla helgina. Mjúkt andlitskrem Alcohol Free Smooth Face Balm Hægt að nota kvölds og morgna og þurrkar burt öll merki þreytu. Kremið gefur húðinni orku, mýkir hana og gefur andlitinu lyftingu. Augnblýantur og baugafelari Skarpari augu - Sharp Eyes Kohl pen and concealer Þessi sniðugi blýantur er augnblýantur öðrum megin og baugahyljara hinum megin. Augnblýanturinn skerpir augun og gerir þau stærri en baugahyljarinn hylur dökka bauga eftir langa vinnuviku. Varasalvar og gloss Lúmskur koss - Sneaky kiss í varasölvunum er næring sem kemur í veg fyrir að varirnar verði þurrar eða sprungnar. Glossinn mýkir og ýkir varirnar og lituðu varasalvarnir gefa fölum vörum meiri lit. Naglapenni Sterkari neglur- Strong nails, smoothing fortifying nail pen Þetta er nærandi olía sem borin er á neglurnar og glansar ekki eins og naglalakk heldur gerir hendurnar óaðfinnanlegar. kr.1245 ikr.2490 fyrirtvo TILBOÐ 1 HEILSUTILBOÐ Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Gufusoðið brokkolí og pok-choi kál með hvítlauk í ostrusósu Kjúklingur og grænmeti í drekasósu Wok ristað blandað grænmeti og kartöflur í karrýsósu Svínakjöt og grænmeti í Hot&Sweet sósu Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti Steiktar eggjanúðlur með grænmeti Ristaðar kjúklingabringur með tofu og grænmeti Hrísgrjón og soyasósa Steikt brún grjón með eggjum og grænmeti, soya og Sweet Chilli Ath! Tilboðin eru eingöngu afgreidd fyrir 2 eða íleiri Ath! Tilboðin eru oingöngu afgroidd fyrir 2 oð Ef þú hringir og sækir fylgja 2 Toppar meötilboðinu Ef þú hringir og sækir fylgir 21. Coke meö tilboðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.